Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 40

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 40
syngja gospel (trúartónlist svertingja) í kirkju, en móðir hennar sér þar að auki um tónlistina í kirkjunni þeirra, New Hope baptistakirkjunni. 15 ára var Whitney svo farin að syngja með rnóður sinni á næturklúbbum, fyrst bakrödd en síðar aðalrödd stöku sinnurn. Gagnrýnandi sem var við- staddur skemmtun þeirra mæðgna árið 1982 skrifaði: „Hin 18 ára Whitney syngur aðalrödd í tveim lögum og hefur útlit, rödd og stíl sem minnir á Lenu Horne þegar hún var á sama aldri. Efni í stjörnu." (Lena var svört söng- og leikkona á Hollywood- árunum um 1950. Á henni bitnaði óspart kynþáttamismunun sem var mikil á þeim bæ og víðar á þeim árum. Mátti hún sjá á bak hlut- verkum sem henni hafði jafnvel verið lofað í hendur hvítra leikkvenna, sem Lena stóð ekki að baki, hvorki hvað varðaði hæfileika eða útlit.) Þrátt fyrir góða dóma sneri Whit- ney Houston sér ekki að söngnum. Hún gerðist fyrirsæta, varð eftirsótt í því starfi, og hafa birst myndir af henni utan á og inni í blöðum eins og Glamour, Seventeen, Young Miss og Cosmopolitan. Þó greip hún í að syngja bakraddir af og til á hljóm- plötur, t.d. með Lou Rawles, Chöku Khan, Neville Brothers, Paul Jabara (aðalrödd í laginu Eternal Love á plötu hans), Teddy Pendergrass og Jermaine Jackson. Það var einmitt þessi aukaiðja hennar sem svo heillaði Clive Davis, forseta Arista- fyrirtækisins, að hann bauð henni samning og fyrirframlaun ekki lág á meðan hún vann að fyrstu sólóplötu- nni. Þetta var árið 1984, og platan kom út árið 1985 á Valentínusardegi. Ári síðar var hún orðin söluhæst sem fyrsta sólóplata listamanns og sú sölu- hæsta jafnframt sem svört kona hefur sent frá sér — hefur selst í u.þ.b. tíu miljónum eintaka á heimsvísu. Þá hafa þrjú laga plötunnar komist í efsta sæti vinsældalista í Bandaríkjun- um: How will I know, Greatest love of all og Saving all my love for you. Hvort sem fólk er hrifið eður ei af þeirri tónlist sem Whitney Houston flytur á sinni fyrstu plötu, svona blöndu af sálar- og popptónlist, þá getur enginn neitað því að hér er kona á ferð með óvenju góða og mikla söngrödd og jafnframt örugga raddbeitingu, þrátt fyrir ungan aldur. Og þetta hefur stórblaðið The New York Times að segja um framtíðar- möguleika Whitneyjar Houston: „Maður hefur á tilfinningunni að fyrsta plata hennar rétt nái að sýna okkur yfirborðið á hæfileikum henn- ar . . . Af öllum þeim sem hafa sprottið fram á sviðið í poppinu það sem af er þessum áratug og orðið frægir á einni nóttu er Whitney Hou- ston líklegust til að vera eins mikil stjarna eftir tíu ár og hún er í dag“. Þrátt fyrir miklar vinsældir og virð- ingu sem Whitney Houston nýtur er dálítið erfitt að afla sér persónulegra upplýsinga um hana, a.m.k. hér uppi á Islandi. Ekkert hefur undirrituð séð af viðtölum við hana þrátt fyrir nokkra leit og hefur því sitt „vit“ úr glæsilegum bæklingi fengnum að láni frá Skífunni, sem flytur inn plötur hennar, og svo Pétri Steini Bylgju- manni, sérlegum áhugamanni um svokallaða „svarta tónlist". Ástæðan fyrir litlum skrifum poppblaða um Whitney Houston mun vera sú að fjölskylda hennar, og ekki síst Di- onne frænka hennar Warwick, vernd- ar hana vel fyrir hinni hörðu og þungu pressu sem frægðinni fylgir, enda kunnug tónlistarbransanum og öllu sem honum fylgir. Svo virðast Whitney Houston með foreldrum sínum. fjölskyldubönd svartra í Bandaríkj- unum vera bæði sterkari og nánari en hinna hvítu. Þannig að það eina sem kvað hafa birst í amerískum blöðum um þessa hæfileikaríku og fögru stúlku er upplýsingar almerins eðlis og örfá innihaldslítil „spjöll"; svo eru það náttúrulega slúðurblöðin, sem reyna að gera sér mat úr kynhneigð stjörnunnar. Það er því ekki hægt að segja að Whitney Houston hafi verið auglýst til frægðar með æsingi — hún er einfaldlega frábær söngkona og maður hlakkar svo sannarlega til að heyra hvað hún hefur að syngja á næstu plötu, sem er nú í bígerð. Að lokum get ég ekki stillt mig um að sá stolti-fyllti texti Greatest love of all komi fyrir augu lesenda blaðsins - gott veganesti þeim sem vilja gjarna treysta á sjálfa sig: „Ég hef ákveðið að hvort sem mér gengur vel eða mistekst lifi ég þá a.m.k. eftir eigin sannfæringu, hvað sem kann að verða tekið frá mér þá getur enginn rænt mig sjálfsvirðingunni . . .“: Greatest love of all I believe the children are our future, teach them well and let them lead the way, show them all the beauty they possess inside, give them a sense of pride to make it easier, let the children's laughter remind us how we used to be. Everybody is searching for a hero, people need someone to look up to, I never found anyone who fullfilled my needs, a lonely place to be and so I learned to depend on me. I decided long ago never to walk in anyone's shadows, if I fail, if 1 succeed, at least I live as I believe, no matter what they take from me, they can‘t take away my dignity, because the greatest love of all is happening to me, I found the greatest love of all inside of me, the greatest love of all, is easy to achieve, learning to love yourself it is the greatest love of all. . . And if by chance that special place, that you've been dreaming of, leads you to a lonely place, find your strength in love. (Lag: Michael Masse. Texti: Linda Creed.) 40 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.