Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 45

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 45
Yamawaki. „Endalok Bauhaus í Dessau“. Klippimynd, 1932. jafnvægi milli þessara tveggja þátta, samræma notagildi og fegurð og að- laga nýrri tækni. Pað var ætlun þeirra að nýta véltæknina til að hefja listina og handverkið upp úr andlegri deyfð Iðnbyltingarinnar og veita listinni út í daglegt líf og umhverfi almennings. Bauhaus var í raun mikið frekar rannsóknarstofnun og verkstæði en skóli. Reyndar var orðið „skóli“ bannorð hjá Bauhaus-mönnum. Eins voru kennararnir ekki nefndir kenn- arar heldur leiðbeinendur, eða Werk- leiter. Nemendur voru nefndir sam- starfsmenn, eða Mitarbeiter. Gropius skrifaði árið 1919: „Bauhaus stefnir að því að sameina hinar ýmsu greinar skapandi listar í eina, - hina nýju húsagerðarlist." Bauhaus átti að vera vinnusamfé- lag, þar sem allir meðlimirnir byggðu á sameiginlegu grundvallarmarkmiði, — sköpun hinnar heilstæðu listar. Námstíminn í Bauhaus hófst með al- mennum forskóla. Þar var lögð áhersla á rannsóknir nýrra efna, lit- fræði, hreyfi- og ljósfræði, formfræði og meðferð verkfæra, svo eitthvað sé nefnt. Rannsóknir, sem fram fóru í Bauhaus, voru síðan lagðar til grund- vallar í hinum ýmsu listfræðigreinum. Að forskólanum loknum valdi nem- andinn sér ákveðna iðngrein. Sam- hliða því fól framhaldsnámið í sér alhliða listræna þjálfun. Á þennan hátt vildi Gropius fá fram listamenn með góða efnis- og verkkunnáttu og handverksmenn með listræna innsýn og þekkingu. Nemendurnir voru sendir út í verksmiðjur til að kynnast meðferð og notkun véla á því sviði, sem þeir höfðu valið sér. Mies van der Rohe. Stóll úr sveigðum stálrörum. Bak og seta úr leðri. Hannaður fyrir Tugend- hat-húsið í Brno snemma á þriðja áratugnum. Andúð góðborgaranna En Bauhaus var í slæmri stöðu frá upphafi. Reyndar má segja, að það hafi verið í vandræðum alla tíð. Þegar Gropius stofnaði Bauhaus fékk hann frjálsar hendur til að framkvæma hugmyndir sínar, þrátt fyrir andstöðu hinna íhaldsömu í stjórn skólans og borgarinnar. En alltaf skorti fé. Margir nemendanna voru sárfátækir. Gropius reyndi eftir bestu getu að halda Bauhaus utan við pólitík. Það reyndist honum þó ekki auðvelt, þar sem Bauhaus byggði á lýðræðislegri og framsækinni hugmyndafræði. Eins fannst öðrum hefðbundnari iðnaðar- mönnum sér ógnað af hinni nýtísku- legu hönnun, sem frá Bauhaus kom. Það var frá upphafi eitt af mark- miðum Gropiusar að gera Bauhaus fjárhagslega sjálfstætt. Hann var óþreytandi við að fara í verksmiðj- urnar og kynna hina nýju nytjahluti sem framleiddir voru í Bauhaus fyrir framleiðendum og fá þá til að taka þá í fjöldaframleiðslu. En það að ætla sér að gera ríkisstyrkta stofnun fjár- hagslega sjálfstæða á eigin fram- leiðslu leiddi fljótt til bókhaldserfið- leika. Hinn frjálsi og óhefti lífsstíll nemenda og kennara við Bauhaus, og ekki síst einstaklingshyggja og sjálfstæði Gropiusar sjálfs í því að segja skilið við fortíðina, varð meira en nóg til að ofbjóða hinum venju- lega þýska góðborgara og skapa and- úð á Bauhaus meðal almennings. Árið 1924 komst til valda mjög íhaldsöm borgarstjórn í Weimar. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að afturkalla alla fjárhagsaðstoð við Bauhaus og loka skólanum. Þá varð það hinum veglausu Bauhaus-mönn- ÞJÓÐLÍF 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.