Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 65

Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 65
stínsku samtakanna (sem skömmu eftir Sex daga stríðið sameinuðust í bandalaginu Frelsissamtök Palestínu, PLO), einkum Arafat, hafa reynst slyngir áróðursmenn og taflmenn á vettvangi stjórnmálanna, bæði innan arabaríkjanna og utan. Þeir hafa af miklum klókindum nýtt sér vaxandi veldi arabaríkja í krafti olíunnar, tog- streitu risaveldanna (til þess að fá vopn og stuðning á alþjóðavettvangi frá Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra) og samúð margra Vestur- landamanna með aröbum í þessu máli. Styrkur PLO varð um tíma slíkur að við lá að þeir tækju völdin í Jór- daníu (1970) og Líbanon (1976). S- Líbanon var í mörg ár undir þeirra stjórn eða þar til ísraelsmenn sprengdu samtök þeirra í mola með innrás sinni 1982. Það var rothögg sem PLO hefur ekki jafnað sig eftir. Að dómi flestra arabaríkja hafði ver- ið óþægilega mikill völlur á PLO eftir Sex daga stríðið og nú notuðu þau tækifærið til að splundra samtökun- um og veikja þau enn frekar. Síðasta aðgerðin til þessa í þeim tilgangi var sú ráðstöfun Hússeins Jórdaníukon- ungs að loka öllum skrifstofum Fatah í ríki sínu. Misheppnaðir skærulidar Minnkandi mikilvægi olíunnar í Frá árás Bandaríkjamanna á höf- uðborg Lýbíu, Trípólí, sl. vor. Sú árás mæltist illa fyrir meðal flestra Evrópumanna. efnahagsmálum heimsins undanfarin ár hefur dregið úr áhrifum araba á alþjóðavettvangi. Vesturlandamenn eru ekki eins viðkvæmir og áður fyrir kröfum araba út af Palestínu og öðru. Arabaleiðtogarnir, sem margir hverj- ir eiga við að etja stórvandræði í efna- hagsmálum og hættu á uppreisn eigin þegna (og þær uppreisnarhreyfingar hafa gjarnan einhver sambönd við PLO), virðast í vaxandi mæli teknir að líta svo á að PLO sé varla til annars en vandræða. Baráttuaðferðir PLO eru og ekki Palestínsku flóttamenn- irnir urðu vopn í höndum Arabaríkjanna. til þess fallnar að afla þeim samúðar, a.m.k. ekki á Vesturlöndum. Helsta fyrirmynd þeirra, í orði kveðnu, átti að vera barátta Víetnama gegn Frökkum og Bandaríkjamönnum og Palestína átti að verða nýtt Víetnam. Én skœruliðar í algengasta viður- kenndum skilningi þess orðs hafa PLO-menn aldrei orðið. Viðleitni þeirra til að koma í gang skæruhern- aði á Vesturbakkanum og Gasaspild- unni hefur mistekist með öllu og vopnuð barátta þeirra hefur orðið lít- ið annað en hryðjuverk á vopnlausu og varnarlausu fólki. Hermenn og bækistöðvar ísraelsmanna hafa þeir yfirleitt sniðgengið. Einstaklega ógeðsleg hlið á þessari „baráttu" er að fyrir hefur komið, að börn hafa verið valin sérstaklega úr sem fórnar- lömb. Ekki er þó víst að saga PLO sé senn á enda. Ennþá kunna að fyrir- finnast arabaleiðtogar sem vilji beita samtökum þessum eða einhverjum hópum innan þeirra fyrir sig í ill- deilum við ísrael og aðra araba. Og togstreitu risaveldanna getur PLO enn hagnýtt sér. Enn tregðast araba- ríkin við að lofa flóttafólkinu og af- komendum þess að aðlagast samfé- lögum sínum á eðlilegan hátt. Þar að auki er á það að líta, að foringjar PLO og fjölmargir skjólstæðingar þeirra, munu meta málin þannig, að allur þeirra frami byggist á því að Palestínumenn haldi áfram að vera til sem þjóð í útlegð og ástandi sem mögulegt sé að kalla vopnaða baráttu. Dagur Þorleifsson leggur stund á trúar- bragðasögu við háskólann í Stokk- hólmi. ÞJÓÐLÍF 65 l

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.