Þjóðlíf - 01.11.1986, Page 52

Þjóðlíf - 01.11.1986, Page 52
Hin ósæta verkalýðshre Á undanförnum árum hefur ís- lensk verkalýðshreyfing átt mjög í vök að verjast. Andstæðingarnir, at- vinnurekendur og ríkisvald, hafa ekki af henni ótta og fólkið ber ekki ást í brjósti til hennar. Öllum virðist standa nokk á sama um hana. í umfangsmikilli könnun sem fyrir- tækið Hagvangur gerði var meðal annars spurt um traust fólks á verka- lýðsfélögum. Ríflega helmingur launafólks sagðist ekki treysta þeim „mjög mikið“ eða „alls ekkert“. f>essi afstaða var ekki hluti af almennu van- trausti fólks á allt og alla: menntakerfið, dómskerfið og Alþingi nutu meira trausts en verkalýðsfé- lögin, en verkalýðsfélögum var þó meira treyst en dagblöðunum og stór- fyrirtækjum í landinu. Það má spyrja hvort fólk telji verkalýðsfélögin of valdamikil og þeim sé þar af leiðandi ekki treystandi - hvort fólk líti ekki á þau sem fulltrúa valdamikilla sér- hagsmuna. Um þetta var reyndar Eftir Svan Kristjánsson spurt í könnun Hagvangs og kom í ljós, að fólk telur verkalýðsfélögin almennt ekki hafa óeðlilega mikil völd. Einungis um 10 prósent launa- fólks taldi verkalýðsfélögin hafa óeðlilega mikil völd og aðeins einn af hverjum fimm atvinnurekendum taldi félögin hafa of mikil áhrif. Mjög margt launafólk var þeirrar skoðun- ar, að verkalýðsfélögin ættu að vera valdameiri en þau eru nú, og meira að segja þriðjungur atvinnurekenda var sömu skoðunar. Verkalýðsfélög í vanda Nú ber að fara gætilega í að túlka skoðanakannanir. Þannig gæti hugs- ast, að fólk sé ánægt með sitt verka- lýðsfélag, en óánægjan beinist að stöðu verkalýðshreyfingarinnar í heild. í Hagvangskönnuninni var einnig spurt: „Hversu vel eða illa finnst þér þitt stéttarfélag gæta hagsmuna þinna á vinnumarkaðn- um?“ Um helmingur launafólks lýsti sig óánægðan með hagsmunagæslu síns félags, fjórðungurinn sagðist ánægður og afgangurinn var þarna mitt á milli. Varla þurfa þessar niðurstöður að koma okkur á óvart. Verkalýðsfé- lögin eru augljóslega í miklum vanda stödd. Margir leita skýringa á þessu í atburðum síðustu ára. Launakjör voru skert og samningsréttur verka- lýðsfélaga fótum troðinn í nafni „neyðarréttar stjórnvalda til að forða efnahagslífinu frá hruni“, eins og það var nefnt. Á vinnumarkaðnum sýndu síðan atvinnurekendur, að kjara- skerðingin var „óhófleg“ og skiluðu hluta hennar til baka í formi yfirborg- ana. Verkalýðsfélögin eru nú miklu síður en áður viðsemjendur um kaup og kjör í landinu; samningar eru í ríkum mæli gerðir milliliðalaust milli atvinnurekenda og einstaklinga eða einstakra hópa launafólks. Eftir situr taxtaþjóðin. Misréttið hefur vaxið hröðum skrefum og nú er ekki fjarri lagi, að um fjórðungur þjóðarinnar búi við allsnægtir, um helmingur við þolanleg lífskjör með miklu og vax- andi vinnuálagi, en um fjórðungur íslendinga búi við hreinustu fáfækt. 52 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.