Þjóðlíf - 01.11.1986, Qupperneq 69

Þjóðlíf - 01.11.1986, Qupperneq 69
IÐUNN IÐUNN gefur út eina nýja íslenska skáldsögu og er hún eftir Steinunni Sigurðardóttur. Steinunn mun hafa haft þessa sögu í smíðum lengi og verður form hennar með nokkuð öðrum hætti en lesendur eiga að venjast frá hendi Stein- unnar. Titill var ekki kominn á bókina þegar þetta var ritað. Af þýddum skáldsögum sem IÐUNN sendir frá sér má nefna bókina Elskhug- inn eftir skáldkonuna Marguerite Duras, sem er mörgum íslenskum lesendum góðkunn. Þýðandi er Hallfriður Jakobs- dóttir. Þá má nefna bók eftir hinn sívin- sæla Alistair McLean í þýðingu Sigurðar G. Tómassonar. Titill var ekki enn kom- inn á þá bók, en á frummálinu nefnist hún The black crusader (Svarti riddarinn, í grófri þýðingu). Hammond Innes er ann- ar sívinsæll spennuhöfundur og Iðunn sendir frá sér bók eftir hann; íslenskur titill sömuleiðis óákveðinn, en þýðandi er Álfheiður Kjartansdóttir. Álfheiður þýð- ir einnig aðra bók fyrir Iðunni að þessu sinni og er sú eftir Heins G. Konsalik. Á frummálinu heitir hún Im Tal derbitters- iisse Tráume, en íslenskt heiti var óráðið síðast þegar ÞJÓÐLÍF vissi. Unnendur ástarsagna fá einnig sitt frá IÐUNNI; Magnea Matthíasdóttir þýðir bókina Dream of Orchids eftir Phyllis A. Whitney og Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðir The Gabriel Hounds eftir hina sí- vinsælu Mary Stewart. fslenskir titlar voru ekki enn komnar á þessar bækur. Frá IÐUNNI koma fjórar íslenskar barna- og unglingabækur. Auður Har- alds sendir frá sér Fjórðu bókina um Elías, prakkarastrákinn mikla. Guðrún Helgadóttir hefur skrifað framhald bókarinnar Sitjiguðs englar og ber sú heit- ið Saman í hring og nú er það miðsystirin sem hefur orðið. Helga Agústsdóttir skrifar nýja unglingabók með óákveðn- um titli, enn sem komið er, og Ragn- heiður Jónsdóttir sendir frá sér bókina Dóra í dag. Auk íslensku bókanna gefur IÐUNN út einar tíu þýddar bama- og unglingabækur og athygli vekur, að skáldið Þorsteinn frá Hamri er þýðandi þriggja þeirra. Af öðrum bókum IÐUNNAR má nefna ljóðabók þýsku skáldkonunnar Else Lasker-Schuler í þýðingu Ijóðskálds- ins Hannesar Péturssonar. Alfrœðirit um skák gefur IÐUNN út eftir Ingimar Jóns- son og tvær bækur um hið merka efni ástina og kynlífið. Bera þær heitin Að elska hvort annað eftir Leo Buscaglia í þýðingu Helgu Agústsdóttur og Konan, kynreynsla kvenna eftir Sheilu Kitzinger í þýðingu Alfheiðar Kjartansdóttur. MÁL OG MENNING MÁL OG MENNING sendir frá sér nýja skáldsögu eftir Sigurð A. Magnús- son og er það lokabindið í uppvaxtarsögu drengsins Jakobs. Sú heitir Úr snöru fuglarans . Nú er Jakob orðinn tvítugur að aldri og er bókin nær samfelld ástar- saga að sögn útgáfunnar, en bregður einnig upp mynd af Reykjavík eftirstríðs- áranna. Frá forlaginu kemur einnig út í kiljubroti leikrit Ragnars Arnalds, Upp- reisn á Isaftrði, sem gerir það gott á fjöl- um Þjóðleikhússins þessa dagana. Þá kemur út safn bestu kvæða Sigurjóns Birgis Sigurðssonar, öðru nafni Sjón, og Guðrún Helgadóttir skrifar Saman í hring ber það heitið Drengurinn með röntgen- augun. Unnendur Þórbergs Þórðarsonar fá sinn skammt frá forlaginu, en nú kemur út úrval úr dagbókum, bréfum og öðmm óprentuðum ritverkum skáldsins frá árunum 1909-1917, prýdd fjölda gamalla ljósmynda. Nær ekkert af þessu efni hefur birst á prenti áður. Helgi Máni Sigurðs- son tók saman efnið og kallast bókin Ljóri sálar minnar. Forlagið gefur einnig út öll ljóð Jóns heitins Helgasonar, svo og allar Ijóðaþýðingar hans, á einni bók og kallast hún því einfalda nafni Kvceðabók. Ekkja Jóns heitins, Agnete Loth, annað- ist útgáfuna. Af öðmm verkum MÁLS OG MENNINGAR má nefna bók þeirra Árna og Lenu Bergmann, Blátt og rautt, en hún segir af bemsku- og æskuárum höfunda í tveimur heimum. Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar bókina Heimur á hverfanda hveli, - og fjallar hún um heimssýn vísinda frá öndverðu til Kópemikusar. Þá er endurútgefin bók Helgu Sigurðardóttur, Matur og drykkur, en hún var síðast gefin út 1966. Frá Sig- ÞJÓÐLÍF 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.