Akureyri


Akureyri - 27.11.2014, Síða 8

Akureyri - 27.11.2014, Síða 8
8 44. tölublað 4. árgangur 27. nóvember 2014 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LOF fá afgreiðslumenn í JMJ og Joe‘s á Akureyri fyrir frábæra og skemmtilega þjónustu. Svo segir ung kona úr Þingeyjar- sýslu sem hafði samband við blaðið. Hún hafi farið nýverið í leit að jólagjöfum fyrir eiginmann og son. „Þeir kunna sitt fag þarna, ég keypti miklu meira af fötum en ég ætlaði mér. Það er bara snilld hjá þeim sem þarna vinna, þeir eru svo léttir og skemmtilegir,“ segir þingeyska konan... LOF fær tillitssamur vegfarandi sem aðstoðaði ökumann við að skipta um dekk á Víkuskarði fyrir nokkrum dögum. Svo segir ungur maður sem hafði samband við blaðið. Hann segir að hann hafi hreinlega ekki haft á hreinu hvað gera skyldi þegar punkteraði að aftan í myrkri og kulda í skarðinu. Fljótlega bar að mann á Húsavík sem var enga stund að hjálpa til og ferðin gat haldið áfram. „Ég var svo vitlaus að spyrja ekki bjargvættinn um nafn en það kom fram að hann var frá Húsavík. Takk Húsvíkingur!“ Segir ungi maðurinn... LAST fá þeir sem „reyna að útvatna jólin með því að byrja stemmninguna allt of snemma“ segir í bréfi sem blaðinu barst frá konu í Skagafirði. Hún segist hafa skroppið til Akureyrar um helgina og hafi sem dæmi kunnað því illa að þurfa að hlusta á jólalög í verslunum. „Þetta er allt of snemmt. Þetta útvatnar jólin,“ segir konan sem telur að fyrst um mánaðamótin sé orðið tímabært að spila jólalög. Þá þyki henni sem sumir séu full „seríuglaðir“ og of snemma í tíð- inni. „Ég veit samt að margir hafa gaman að því að sjá jólaljósin og vilja að þau lýsi sem lengst,“ bætir konan við... LAST fá fjölmiðlar fyrir að sinna illa ráðstefnu sem fram fór um einelti í Há- skólanum á Akureyri síðastliðinn föstudag. Svo segir kona sem sótti ráðstefnuna og hafði samband við blaðið. „Það er slæmt þegar stóru fjölmiðlarnir klikka, oft eru hinir staðbundnu betri en bæði litlir og stórir miðlar klikkuðu þarna illa, a.m.k. hef ég enga umfjöllun séð enn, sagði konan í vikubyrjun... AKUREYRI VIKUBLAÐ 44. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2014 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND AÐSEND GREIN DÝRLEIF SKJÓLDAL Bækur fyrir BÖRN? Fyrir jól í fyrra skrifaði ég grein um barnabækur sem gefnar voru út til þess eins, að því er virtist, að viðhalda kynjaímyndum og ég hef ákveðið að gera það áfram þar til bókaútgefend- ur sjá sóma sinn í öðru. Eins og ég hef áður sagt þá elska ég Bókatíðindi. Þar er saman kominn allur sá fróðleikur sem áhugamanneskja um bækur getur viðað að sér á einum og sama staðn- um í örfáum orðum. Bókatíðindin í ár sýna mér að mörg bókaforlög eru búin að taka sig á en ástandið er samt sem áður ekki gott. Íslenskir barnabókahöfundar standa undir nafni, þeir eru að skrifa bækur fyrir börn eins og sjá má þegar rennt er yfir kaflann um íslenskar barnabækur. Þó með þeirri undan- tekningu að mér finnst að Frosen hár- bókin ætti ekki flokkast undir barna- bók heldur í flokkinn ,,Fræði og bækur almenns efnis.“ Enda er sagt um hana „Lærðu að greiða þér eins og Anna og Elsa!“ Þegar kemur að kaflanum um þýdd- ar barnabækur þá er meira um bækur sem orka tvímælis. Hér koma nokkur dæmi: Prinsessa. Bókafélagið BF gefur út. „Sólbjörtu prinsessu hefur verið boðið á ball en hún á engan kjól til að fara í. Leitaðu um allt að gimsteinum, fjöðr- um og öðru sem Sólbjört þarf fyrir ballið. Armband fylgir með.“ Önnur bók sem Bókafélagið gefur út er Búðu til þín eigin Vinabönd. Sú hefur þann tilgang að kenna „börn- um að búa til gullfalleg vinabönd”. Kápa bókarinnar er samt fjólublá með bleiku letri og með bros- andi stelpum. Í leikskól- anum búa bæði strákar og stelpur til vinabönd enda eru börn á þeim aldri að læra að rækta vináttuna og eignast vini. Límmiðataskan - fönd- ur og fjör og Límmiða- taskan - Litum og leikum. Setberg gefur út. „Blá og bleik límmiðabók með lit- ríkum og skemmtilegum verkefnum“. Strumparnir teikni- bókin mín, bleik og græn. Sögur útgáfa gefur út. Þessar fjórar gagnvirku bæk- ur eru með stöðluðum kynjamyndum þar sem því er komið inn að strákar og stelpur geti ekki haft sömu áhugamál og að allt sem ætlað er stelpum verði að vera krúttlegt, kvenlegt og bleikt. Dóra landkönnuður er skemmtileg og kennir börnum margt. Bæði strákar og stelpur hafa gaman að henni. Enda segir í umsögn með límmiðabókinni „Allir krakkar elska Dóru landkönnuð.“ Bókin Ævintýrið um afmælisóskirnar og 1000 límmiðar sem einnig eru gefn- ar út af Sögur útgáfu eru samt settar í „stelpulegan“ búning og með æv- intýrinu fylgir „fallegt hálsmen fyrir krakkana.“ Frosen - ævintýri Önnu er sjálfsagt fín bók fyrir bæði kyn og verður sjálf- sagt geysivinsæl en hvað finnst ykkur um þessa kynningu á efni hennar: „Hér er saga systranna Önnu og Elsu, prinsess- anna af Arendell, sögð frá sjónarhóli hinnar hug- rökku og kraftmiklu Önnu. Hvernig hún sér nýja hlið á Elsu, hittir Kristján, Svein, Ólaf og tröllin -og uppgötvar máttinn sem býr í sannri ást.“ Ég veit ekki með ykk- ur en ef ekki kæmi fyrir orðið tröll þarna þá hefði ég haldið að ég væri að lesa um rómantíska ástar- sögu en ekki barnabók. Foreldrar, ömmur, afar, frænk- ur, frændur, vinir og vinkonur gefum börnum bækur, lesum með þeim, hvetj- um þau til lesturs, segjum þeim sögur og umfram allt, gefum góðar bækur. p.s. allar tilvitnanir eru úr áður- nefndum Bókatíðindum. Höfundur er sundþjálfari og leik- skólakennari Að klúðra siðbót Það er með eindæmum hvað oddamenn ríkis-stjórnarinnar eru miklir klaufar í samtali sínu við þjóðina. Kannski er það vegna þess að þeir hafa ekki þurft á félagslegum hreyfanleika að halda sjálfir. Kannski vegna þess að þeir fæddust með silfurskeið í munni. Kannski þekkja þeir ekki annan heim en veröld annarra silfurskeiðunga. Það gætu verið eins og 5% þjóðarinnar. En hvers eigum við hin, við 95% þjóðarinnar að gjalda? Kornið sem fyllti mælinn er viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar að kvöldi dags í síðustu viku, daginn sem Hanna Birna hrökklaðist loks frá ráðherravöldum. Látum yfirlýsingu hennar eina og sér eiga sig. Það var viðbúið að hún gæti ekki stigið til hliðar með þeirri reisn sem fylgir því að segja sannleikann heldur hafi reynt að kenna ákvörðun sína við persónulegar aðstæður og hafi enn einu sinni reynt að nota eigin fjölskyldu sem plástur á eigið van- hæfi. En að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra skyldu klúðra tækifærinu til siðbótar, tækifærinu sem þessi dagur var Nýju Íslandi er þyngra en tárum taki. Að hvorugur oddamanna stjórnarinnar skyldi sjá að föstudagurinn síðasti var dagurinn sem kveikti von í hugum almennings. Þetta var dagurinn sem von kvikn- aði um að stuðningur við okkar minnstu bræður, gæti fellt risa, dagurinn sem að stjórnmálaelítan myndi nýta til að reyna að byggja upp nýtt traust við almenning, dagurinn sem réttlætið fékk framgang. En ekki töluðu þeir þannig að hægt væri að nýta daginn sem upphaf nýrra tíma. Hvorki Bjarni Ben né Sigmundur Davíð sögðu neitt sem gaf fyrirheit um að nýtt og betra siðferði ætti von. Þess í stað ræddu oddamenn ríkisstjórnarinnar báðir Hönnu Birnu sem fórnarlamb heimskrar og vondrar þjóðar. Þeir voru bara reiðir vegna þess að réttlætið hafði haft sigur! Í stað þess að nota daginn til samræðu við almenning ákváðu þeir að beina einkum orðum sínum til ímyndaðra þjóðníð- inga og svo hinna valdhafanna hér á landi. Vilja Bjarni og Sigmundur fá að vinna verk sín í myrkri? Af hverju er forsætisráðherra einkum svona reiður? Af hverju er hann með þessa þráhyggju að hjólar í fjölmiðla, einmitt þegar þeir gera skyldu sína? Hann kennir öllum öðrum um en sjálfum sér. Honum tókst, í félagi við Bjarna, að klúðra siðbótinni sem síðastliðinn föstudagur gaf fyr- irheit um. Hann kaus að breyta deginum í föstudaginn langa með því að snúa öllu á haus. Enn einu sinni. Stundum finnst manni eins og forsætisráðherra geti ekki séð heiminn í kringum sig frá öðrum sjónarhóli en sjálfri Golgata hæðinni. Að lokinni ímyndaðri eigin krossfestingu. Ef forsætisráðherra ætlar áfram að láta vænisýki, oflæti og dramb ráða för er ekki von á góðri siglingu þjóðarskútunnar. Framkoma forsætisráðherra er dapurleg , því margt virðist honum ágætlega gefið. Með ritstjórakveðju Björn Þorláksson Dýrleif Skjóldal Bless sagði hún og veifaði sæfarendum til heilla. Völundur

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.