Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Page 14

Vísbending - 23.12.2013, Page 14
14 U m aldamótin 1900 bjuggu um 10 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu, 1950 var þetta hlutfall komið í 45 prósent og komst yfir 60 prósent um aldamótin 2000. Í dag búa um 66 prósent þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarsvæðið má skilgreina sem Reykjavík og samliggjandi sveitarfélög. Um leið og hringurinn er dreginn umhverfis Reykjavík með ystu jaðra við Borgarnes, Selfoss og öll Suðurnesin tekin með þá breytast þessi hlutföll. Eyðibýli eru heillandi. Yfir þeim hvílir einhver tregafull dulúð, horfin saga, töpuð barátta. Íslenskir ferðamenn dragast að eyðibýlum og reika um hlöð fornra stórbýla, sitja á grónum rústum og hlusta á nið aldanna. Ljósmyndabækur með myndum af eyðibýlum og yfirgefnum húsum hitta í mark og sérstakt starf fer fram við skráningu eyðibýla. Sumpart er þetta ekki séríslenskt fyrirbæri, því hnignun og eyðing virðist heilla ferðamenn um heim allan. Samt má spyrja hvort samviskubit eða eftirsjá hafi hreiðrað um sig í hjörtum þjóðarinnar vegna þess hve umskiptin hafa í raun HIN HLJÓðu þORP undanfarin hundrað og tuttugu ár eða þar um bil hefur legið nokkuð stöðugur straumur fólks úr dreifbýli í þéttbýli á Íslandi. Smátt og smátt hafa ystu jaðrar byggðar færst nær hinu segulmagnaða suðvesturhorni landsins og gert Ísland að borgríki. Eftir standa hljóð eyðiþorp. Þorpið Skálar á Langanesi var 117 manna byggð þegar mest var. PÁLL ÁSgEIR ÁSgEIRSSON BLaðamaðuR Horfin saga, töpuð barátta

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.