Vísbending - 23.12.2013, Síða 16
16
Hinn mjói fjörður
Yst í Mjóafirði norðanverðum þar sem Austfirðir teygja sig hvað
lengst í austur er lítið þorp sem er ekki orðið að eyðiþorpi en berst
þvermóðskulega gegn þeim örlögum sínum sem þó virðast nokkuð
ljós. Þetta er Brekkuþorp.
Þar hefur verið þéttbýli frá seinni hluta 19. aldar og þegar vegur
þorpsins var hvað mestur voru þar 24 íbúðarhús og íbúar þorpsins um
150. Þar hóf Konráð Hjálmarsson atvinnurekstur sinn sem hann flutti
síðar til Norðfjarðar og náði miklu flugi.
Flestir voru íbúar í Mjóafirði öllum um 420 talsins árið 1902 og
hefur án efa mátt rekja þá tölu til umsvifa norskra hvalveiðimanna
sem hér hafa áður verið nefndir.
Lengi vel hélt byggðin í Mjóafirði og Brekkuþorpi velli, en
samgöngur á landi eru erfiðar og reiða menn sig á samgöngur á sjó
við Norðfjörð. Þegar þetta er ritað er ekki nákvæmlega vitað hve
margir hafa fasta búsetu í Brekkuþorpi en 1999 voru þeir 27 og árið
2012 var pósthúsinu lokað.
Mun Brekkuþorp hljóta sömu örlög og Hesteyri eða Djúpavík eða
mun það rísa úr öskustó fólksfækkunar og samdráttar og taka til flugs
á ný?
Síldarþorpin þöglu
Á Ströndum er að finna nokkra staði sem kalla má eyðiþorp. Segja
má að þar séu eftirhreytur þess mikla síldarævintýris sem varð
til meðan Íslendingar og Norðmenn voru að ganga milli bols og
höfuðs á norsk–íslenska síldarstofninum. Því ævintýri lauk árin
1966-68.
Svipað ævintýri gekk yfir Ísland í kringum aldamótin 1900, en í lok
nítjándu aldarinnar varð mikill uppgangur í hvalveiðum Norðmanna.
Þeir reistu stöðvar til þess að skera og bræða hval á mörgum stöðum
á Íslandi. Þegar hefur verið minnst á eina þeirra sem var á Hesteyri
en stöðvar voru einnig á Meleyri í Veiðileysufirði, Sólbakka við
Önundarfjörð, Suðureyri í Tálknafirði, Askeyri í Mjóafirði austur og
í Hellisfirði svo fáeinir staðir séu nefndir. Margar hvalstöðvanna voru
aðeins starfræktar í fáein ár og náðu því ekki að hafa teljandi áhrif á
byggðaþróun, en öðru máli gegndi um síldina.
upphafi 20. aldar og íbúafjöldinn náði hámarki um 1940 þegar 120
manns bjuggu í eynni. Þeir lifðu af sjósókn, höfðu margir dálitlar
landnytjar að auki og voru sjálfum sér nógir með mikið af matföngum
með þeim hætti, þ.e. áttu kýr, kindur og hænsni.
Hinn miskunnarlausi nútími, sem gekk í garð með hersetu og
stríði, kom róti á þessa jaðarbyggð og fólki fækkaði jafnt og þétt,
sérstaklega eftir 1950. Árið 1967 tóku síðustu 26 íbúarnir sig saman
og fluttu í einu lagi yfir flóann til Húsavíkur. Eftir standa íbúðarhús,
kirkja, samkomuhús og fáeinir vinnuskúrar. Afkomendur halda
húsunum við, en tímans tönn nagar þau eins og annað og verður
talsvert ágengt.
Á þessum sömu árum varð ámóta þróun í öðrum eyjasamfélögum
t.d. á Breiðafirði. Hinar óteljandi eyjar fjarðarins fóru í eyði ein af
annarri og um líkt leyti og dyrum var lokað í síðasta sinn í Flatey á
Skjálfanda var nafna hennar á Breiðafirði orðin að eyðiþorpi.
Í dölum og fjörðum við Skjálfanda sem höfðu mest samskipti við
Flatey eins og Flateyjardal, Hvalvatnsfirði og Þorgeirsfirði var áður
þéttsetin og blómleg byggð sem naut nálægðar við gjöful fiskimið.
Mjög hratt fjaraði undan því sveitasamfélagi og 1944 fóru síðustu
bæir í Fjörðum í eyði og kann vel að vera að það hafi haft einhver
áhrif á Flateyinga. Árið 1953 fluttu svo síðustu íbúarnir burt af
Flateyjardal.
Vel má vera umhugsunarefni að meðan eyjar tiltölulega nálægt
landi voru að tæmast af fólki hélt samfélagið í Grímsey ávallt velli.
Þar er enn byggð sem virðist standa traustum fótum þrátt fyrir
einangrun og ýmsar skorður frá náttúrunnar hendi. Samt mætti ætla
að þau öfl sem við teljum að hafi eytt byggðum í eyjum og á annesjum
hafi getað náð einnig norður að heimskautsbaug.
Um það leyti sem Flatey á Skjálfanda fór í eyði var kominn vegur
um eyna, vatnsleiðsla komin í öll hús, rafmagn frá dísilstöðvum, gott
fjarskiptasamband og ljósmóðir búsett í eynni. Í Flatey eru merkilegar
fornminjar sem heita Arnargerði en þar er talið að Stjörnu-Oddi
hafi unnið að rannsóknum sínum á gangi himintungla í kringum
árið 1100. Þá var Flatey ekki afskekkt sjávarpláss heldur í miðju
vísindarannsókna á Íslandi.
Hvalveiðistöðinni Heklu á Hesteyri frá 1894 var breytt í síldveiðistöð Kveldúlfs. Mynd: Hjálmar R. Bárðarson 1939.