Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Page 18

Vísbending - 23.12.2013, Page 18
18 SIguRðuR JÓHaNNESSON HagFRæðINguR Í byrjun ágúst 1966 hófst vinna við höfn í Flatey á Skjálfanda á vegum Vita- og hafnamálaskrifstofunnar í Reykjavík. Flateyingar voru þá um 50, en þeim hafði fækkað mikið árin á undan. Hæst komst íbúatalan í 120, árið 1945. Eyjarskeggjar lifðu aðallega á útræði og fiskverkun, en auk þess var talsverður búskapur í eynni. Þar var þokkaleg höfn frá náttúrunnar hendi, en bryggja fyrir báta var gerð árið 1930 og hún stækkuð í nokkrum áföngum næstu áratugina. Síðla árs 1967 lauk hafnargerðinni sem hófst árið á undan.1 Þeim sem unnið höfðu að verkinu var haldið samsæti í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri sunnudaginn 12. nóvember. Sama dag fluttu 10 síðustu íbúarnir úr eynni. Flestir settust að á Húsavík.2 Hornstrandir og Jökulfirðir fóru líka í eyði á skömmum tíma. Varla verður þó sagt að endalok byggðar þar hafi komið öðrum landsmönnum á óvart. Menn gerðu sér yfirleitt ekki háar hugmyndir um lífið í þessum sveitum. Almennt virðist hafa verið litið á þær sem vanþróað svæði. Árið 1900 kaus hópur bænda af Hornströndum í alþingiskosningum á Ísafirði. ,,Það var bæði brosleg og raunaleg sjón, að sjá og heyra Hornstrandalýðinn, sem kom hér á kjörfundinn,“ sagði Skúli Thoroddsen, ritstjóri Þjóðviljans. ,,Með all-áleitinni smalamennsku inn í hvert einasta hreysi“ hafði stuðningsmönnum Hannesar Hafsteins tekist að fá dágóðan hóp með sér. Skúli hélt því fram að sumir hefðu verið narraðir með fráleitum fullyrðingum til þess að koma og kjósa. ,,En við allan fjöldann af þessum náttúrunnar börnum þar nyrðra, sem mega heita utan við heiminn, vegna samgangna- og póstferðaleysis, var þó auðvitað ekki svona mikið haft. Að eins látið í veðri vaka, að ferðin yrði til skemmtunar, og nóg að fá úr ,,bokkunni!“.“3 Á heimamönnum í Sléttuhreppi (sem náði úr Jökulfjörðum um Aðalvík og í Hælavík og Hornvík) og afkomendum þeirra er að heyra að þar hafi að mörgu leyti verið gott að vera. Samgöngur voru að vísu erfiðar og búskapur fremur lítill, en fiskveiðar voru þó nokkrar og mikil hlunnindi af fuglum og sel, þannig að alltaf var nóg af mat.4 Fæstir trúðu því að þeir þyrftu nokkurn tíma að hverfa frá heimahögum sínum. En gamlir búskaparhættir héldust lengur en annars staðar og kjör bötnuðu hægar en í byggðunum fyrir sunnan. Í stríðslok brast á flótti. Íbúar Sléttuhrepps urðu flestir árið 1933, um 500, en árið 1943 voru þeir 420. Það ár flutti læknirinn úr hreppnum og fleiri embættismenn fylgdu á eftir.5 Í ársbyrjun 1946 voru þar 280 íbúar en 121 flutti það ár. Bændur í Fljótavík á Hornströndum ákváðu að bregða búi, allir sem einn, á miðju sumri 1946. Einn hafði keypt jörðina árið á undan. Svipað var um fleiri sem fluttu. Sumir höfðu þá nýlega steypt sér í skuldir, sem þeir voru mestalla ævi að borga.6 Árið 1951 voru 30 manns eftir í Sléttuhreppi. Síðasta fólkið fór á brott 1952. Flestir fóru fyrst um sinn til Ísafjarðar og annarra bæja á Vestfjörðum, en margir héldu síðar suður til Reykjavíkur.7 dEYJaNdI BYggðIR Byggðir geta eyðst á skömmum tíma þegar fólki er á annað borð farið að fækka. Skýringin er ekki bara að hreyfing komi á hópinn þegar einhver fer, heldur líka að lífið verður á ýmsan hátt erfiðara þegar fólki fækkar. Erfiðara er að kaupa nauðsynjar, lengra er í skóla og þjónustu lækna og ljósmæðra. minna er um mannfundi og afþreyingu. Í þéttbýli er meira af þessu öllu. Flóttinn úr fásinninu

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.