Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Page 20

Vísbending - 23.12.2013, Page 20
20 Stjórnvöld veita álverunum afslátt af sköttum og selja þeim rafmagn. Árið 1946 kynnti hreppsnefnd Sléttuhrepps björgunaráætlun í 6 liðum fyrir þingmönnunum Sigurði Bjarnasyni frá Vigur og Hannibal Valdimarssyni. Sumar tillögurnar hljóma kunnuglega. Ríkið átti að reisa tvö lítil hraðfrystihús, annað á Hesteyri, en hitt á Sæbóli í Aðalvík. Jafnframt skyldi leggja sumarveg milli þessara staða. Lendingarskilyrði fyrir báta yrðu bætt og hagkvæmni þess könnuð að virkja tvær ár í hreppnum. Þá átti að fá lækni í héraðið og hann mundi eiga heima á Hesteyri.12 Þessar hugmyndir lýsa nokkurri örvæntingu, eins og skiljanlegt er. Velta má fyrir sér hvort svipaðar hvatir hafi legið að baki hafnargerð í Flatey á Skjálfanda árið 1966. En ekkert varð úr aðgerðum að þessu sinni. Vísbendingar um hnignun Er hægt að sjá eyðingu byggða fyrir? Það er erfitt og ekki er að sjá að kerfisbundin greining hafi verið gerð á þeim svæðum sem hafa sumardvalarstaði ekki uppi húsnæðisverði. Ef þessi regla væri tekin upp hér á landi yrði enn erfiðara fyrir landsbyggðarfólk að flytja suður. Stjórnvöld styðja búsetu úti um land á ýmsan hátt. Samgöngubætur eru ein aðferðin. Stundum bera þær árangur. Landeyjahöfn olli sennilega mestu um að fólki tók aftur að fjölga í Vestmannaeyjum og húsnæðisverð hækkaði í bænum eftir áratuga afturför. Héðinsfjarðargöng virðast ekki hafa gert meira en að hægja mjög á hnignun byggðar á Siglufirði og Ólafsfirði. Stjórnvöld réðu miklu um það hvert þeir skuttogarar fóru sem keyptir voru til landsins á áttunda áratug 20. aldar. Farið var að gera út skuttogara frá stöðum þar sem aldrei hafði verið togaraútgerð.11 Á seinni árum hefur útgerð smábáta verið studd á ýmsan hátt. Hlutdeild þeirra í heildarkvóta hefur vaxið mikið. Strandveiðar eru mikilvægur þáttur í atvinnulífi margra staða sem standa höllum fæti. Landbúnaður er studdur með flóknu kerfi styrkja og tolla. Þær ráðstafanir sem mest hefur munað um síðustu ár eru þó sennilega uppbygging álvera í Reyðarfirði og Hvalfirði. Bærinn í Drangavík 1927. Mynd: Hans Kuhn. Mynd 1. Aldursdreifing Siglfirðinga 2013. Heimild: Hagstofa Íslands. 0 5 10 15 20 25 30 0-1 4 8 12 16 20 24 28 32 36 40 44 48 52 56 60 64 68 72 76 80 84 88 92 96 100 104

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.