Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Side 23

Vísbending - 23.12.2013, Side 23
23 stað þar sem ný störf kölluðu á nýtt fólk og nýtt fólk kallaði á ný störf og ýmsa sérhæfingu í atvinnulífinu. Um aldamótin 1900 bjuggu 10% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, en 20% aðeins átján árum síðar. Eftir það má segja að landið hafi sporðreist en frá 1920 fjölgaði íbúum Reykjavíkur um 1.000-1.400 á ári. Árið 1958 hafði helmingur þjóðarinnar komið sér fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík í spennitreyju Þessi mikli þéttbýlisvöxtur byggði á sjósamgöngum, en á landi voru samgöngur áfram takmarkaðar lengi fram eftir tuttugustu öld. Þetta átti einnig við samgöngur innan Reykjavíkur þar sem tveir jafnfljótir voru áfram sá ferðamáti sem dugði flestum, þrátt fyrir að borgin yxi með með miklum hraða. Reykvíkingar voru raunar seinir til þess að byggja upp innviði til þess að standa undir vexti borgarinnar. Til að mynda kom ekki höfn fyrr en árið 1916 og almannasamgöngukerfi var ekki komið á fót fyrir en 1931. Vöxtur Reykjavíkur takmarkaðist ekki aðeins af skorti á samgöngum, heldur var ekkert húsnæðislánakerfi til sem heitið gat til þess að standa undir nýbyggingum. Samkvæmt lögum frá 1890 var sett vaxtaþak á lán með veði í húsnæði, sem varð til þess að bankarnir hérlendis lánuðu helst óveðbundið og til skamms tíma, svo sem með samþykkt víxla er voru vaxtafrjálsir. Veðdeild verið líkar því sem nú þekkist í þróunarlöndum, enda var landið þá eitt hið fátækasta í álfunni. Aukinheldur mátti það kallast vegalaust en landsmenn reiddu vörur á hestum eða gengu með þær á bakinu. Góðar samgöngur eru forsenda þess að fólk geti þjappað sér saman og búið þétt á litlu landsvæði þar sem það þarf að vera hægt að flytja vörur til eða frá staðnum með hægum hætti. Greiðar leiðir eru einnig forsendan fyrir því að slíkir þéttbýliskjarnar geti þjónað nærumhverfi sínu og mjög frumstætt og kostnaðarsamt samgöngukerfi var helsti Þrándurinn í Götu þéttbýlismyndunar á Íslandi á nítjándu öld. Það er því ekki að undra að þéttbýlismyndun hafi loks hafist á Íslandi eftur 1876 þegar strandflutningar hófust hérlendis og skipaflutningar mynduðu samgöngukerfi hér innanlands með þjóðvegi á sjó. Í raun komu strandsiglingar í stað járnbrautarsamgangna sem tíðkuðust í öðrum og þéttbýlli löndum. Slíkt lá í raun beint við, því að langflestir Íslendingar hafa ávallt búið nálægt strönd landsins en miðja landsins verið óbyggð sem kunnugt er. Ennfremur þurfti mikil útgjöld og erfiði til þess að ryðja vegi á landi, en á sjó voru allar leiðir greiðar svo lengi sem veður og ísalög voru ekki til tafar2. Þegar þéttbýli fór loks að myndast varð þróunin ör og fólk flykktist úr sveitunum, einkum til höfuðborgarinnar. Reykjavík var miðstöð strandflutninganna, hringinn í kringum landið, færðist þannig frá því að vera aðeins stjórnsýslumiðstöð með tiltölulega fá íbúa yfir til þess að vera miðstöð atvinnulífsins. Brátt var sem snjóbolti færi af Reykjavík séð úr lofti 1920.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.