Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Page 28

Vísbending - 23.12.2013, Page 28
28 Flóttaleiðin Umræðan um „flótta“ fyrirtækja frá Íslandi, hvort sem er fyrir bankahrunið eða eftir það, hefur að mestu leyti snúist um aðstæður. Það má til sanns vegar færa að ekki eru kjöraðstæður fyrir uppvöxt nýrra fyrirtækja á Íslandi og margt sem betur mætti fara: Gjaldeyrismál (gjaldeyrishöft), efnahagsmál (stöðugleiki), fjármál (fjármögnun), menntamál (þekkingarstarfsmenn) og markaðsmál (markaðsaðgengi) eru fáein dæmi um atriði sem tengjast bættum aðstæðum fyrir íslensk fyrirtæki. Þar er mikið verk að vinna. Hins vegar kann að vera að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar vinni að bættum aðstæðum á röngum forsendum. Í sprotablaði Frjálsrar verslunar í ár var ákveðið að nota þemað „tækifærið Ísland“, sem var að vissu leyti valið til þess að bregðast við umræðunni um „flótta“ fyrirtækja frá Íslandi. Í blaðinu er m.a. talað við Skúla Mogensen sem stofnaði flugfélagið Wow með því fjárfesta hluta af þeim söluhagnaði sem hann fékk fyrir að selja sprotafyrirtækið OZ. Aðrir sem fengu arð af þeirri fjárfestingu hafa fjárfest í íslensku atvinnulífi. Í blaðinu er viðtal við Jón Tetzchner sem seldi hlut sinn í Opera Software og hefur flutt nokkra milljarða til Íslands til þess að fjárfesta í nýsköpun. Einnig er rætt við Róbert Wessman og Róbert Guðfinnsson, sem voru í fyrirtækjarekstri á Íslandi áður og hafa nú snúið til Íslands á ný og fjárfest. Á Íslandi eru tækifæri og íslenskir frumkvöðlar vilja fjárfesta hér á landi. Fyrirtækið Clara var selt til bandaríska hugbúnaðarrisans Jive Software á síðasta ári. Framkvæmdastjórinn Gunnar Hólmsteinn hefur um árabil dvalist í Kísildalnum í Bandaríkjunum, Mekka búa til fyrirtækið Clara sem var selt á um einn milljarð króna til erlendra aðila á einungis fimm árum. Það samsvaraði um 71% af markaðsverðmæti Nýherja á þeim tíma. Plain Vanilla, sem framleiðir leikinn QuizUp, er þegar metið á nokkra milljarða króna, en ætla má að fyrirtækið geti tekið inn 1 – 3 milljarða í næstu fjármögnun og verði þá metið á tugi milljarða króna. Plain Vanilla er þriggja ára gamalt fyrirtæki. Verðmætustu fyrirtæki Íslands undanfarin ár hafa verið fyrrum sprotafyrirtækin Össur og Marel, sem eru með verðmiða í kringum 100 milljarða. Markmiðið að vaxa hratt á sérhæfðum alþjóðlegum markaði veldur því að sprotafyrirtæki geta fljótt orðið mjög verðmæt, ef vel tekst til. Stundum gleymist það á Íslandi hve mikilvægt það er að skapa þekkingarstörf til þess að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og að vel menntaðir einstaklingar geti fengið spennandi störf við sitt hæfi. Slík störf snúast um að skapa og nýta þekkingu. Ef þau eru ekki til er líklegt að fólk leiti að viðeigandi störfum annars staðar. Sprotafyrirtæki sem snúast um nýsköpun byggja á þekkingu og fólki sem getur nýtt þekkingu til verðmætasköpunar. Þegar hugmyndaflug og þekking fara saman verða til nýjar atvinnugreinar eins og leikjaiðnaðurinnn þar sem CCP hefur varðað veginn og fyrirtæki eins og Plain Vanilla eru að gera áhugaverða hluti. Þrátt fyrir að íslenskum stjórnmálamönnum hafi ekki verið mjög umhugað um uppbyggingu nýrra fyrirtækja á Íslandi er rétt hjá þeim að hafa áhyggjur af „flótta“ íslenskra sprotafyrirtækja ef atvinnusköpun, verðmætasköpun og þekkingarsköpun skiptir máli í þeirra hugsjón. M yn d P ál l S te fá ns so n

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.