Vísbending - 23.12.2013, Page 29
29
Eigin fangar
Þegar ég sat í fjármálaráðuneytinu með evrópska fjárfestingarsjóðnum
og hlustaði á íslenska embættismenn tala um flótta frekar en tækifæri,
var ég ekki frá því að þarna hafi góðum möguleika á nauðsynlegri
uppbyggingu á íslenskum framtaksfjármagnsmarkaði verið klúðrað.
Í staðinn fyrir að tala um „flótta“ fyrirtækja hefðum við átt að selja
„tækifærið Ísland“ og opna leiðir fyrir sjóðinn til þess að hefja
fjárfestingar á Íslandi.
Árangur Plain Vanilla að hafa búið til QuizUp, sem hefur vaxið
hraðar en nokkur annar leikur í sögu Iphone leikja í heiminum, er
bestu fréttir ársins fyrir íslenskt viðskiptalíf. Fyrirtækið skapar ekki
einungis verðmæti, þekkingu og ný störf heldur virkar eins og
vítamínsprauta fyrir aðra í fyrirtækjarekstri. Enginn vafi er á því,
að flæði fjármagns og þekkingar frá fyrirtækinu mun hafa mikil
áhrif á íslenskt atvinnulíf á komandi árum, hvort sem Plain Vanilla
verður verðmætt fyrirtæki eða ekki. Útganga á næstu misserum væri
stórsigur en ekki tap eða flótti.
Það er stór munur á því að vilja búa til aðstæður á Íslandi sem
eiga að „fanga“ flóttafyrirtæki framtíðarinnar en að skapa umhverfi
þar sem opið kerfi fjármagns-, þekkingar- og verðmætasköpunar er
eins og viðskiptasmiðja nýrra vaxtarfyrirtækja. Ísland sem uppspretta
tækifæra getur dregið að sér fjármagn og þekkingu og tryggir að
fjármagn verði endurfjárfest á Íslandi. Með því að þjóðin gráti börn
sem fljúga úr hreiðrinu og vilji halda þeim föngnum verða Íslendingar
fórnarlömb eigin þröngsýni.
sprotafyrirtækjanna, og komið á samböndum og samvinnu við marga
aðila. Annar Íslendingur þar, Davíð Helgason, sem er stofnandi og
framkvæmdastjóri Unity Software, hefur einnig stundað viðskipti í
dalnum um árabil. Gunnar og Davíð áttu stóran þátt í því að hjálpa
Plain Vanilla að fá fjármagn frá erlendum aðilum inn í fyrirtækið á
sama tíma og íslenskir fjárfestar sýndu því lítinn áhuga. Án slíkrar
fjárfestingar hefði ævintýrið um QuizUp sennilega seint orðið að
veruleika.
Eitt af því sem einkennir sögu Kísildalsins er hvernig fjármagn,
sem hefur orðið til við sölu á fyrirtækjum þar, hefur verið
endurfjárfest í dalnum sjálfum. Það sem skiptir þó jafnvel enn meira
máli en snjóboltaáhrif þessa fjármagns, er að þeir frumkvöðlar
sem fara í gegnum þetta ferli læra mikið á skömmum tíma og eru
yfirleitt hæfari en áður til þess að stofna ný fyrirtæki. Jafnframt er
algengt að þeir sem hafa verið lykilstarfsmenn fyrirtækjanna verði
stofnendur nýrra fyrirtækja. Íslenskt dæmi um þetta er OZ sem
Skúli Mogensen og Guðjón Már Guðjónsson stofnuðu saman, en
margir starfsmenn þess fyrirtækis hafa leitt uppbyggingu annarra
sprotafyrirtækja. Rannsóknir á svokölluðum klösum, þyrpingu
fyrirtækja í svipaðri starfsemi, benda jafnframt til þess að þetta
yfirflæði þekkingar frá einu fyrirtæki til annars leiki lykilhlutverk í
uppbyggingu þeirra, m.a. í Kísildalnum.
Hreyfing á fjármagni og þekkingu getur því lagt grunn að
uppbyggingu viðskiptalífsins. V
M
yn
d
G
ei
r
Ó
la
fs
so
n