Vísbending - 23.12.2013, Qupperneq 30
30
afa, Þorbergur langafi minn, mun hafa sótt lífsbjörg í sjó, en fallið
útbyrðis af opnum báti og drukknað ekki alllangt frá landi. Þótt sagnir
hermi að landnámsmenn margir næstum þúsund árum fyrr hafi verið
annálaðir sundgarpar, hafði því eins og öðru farið aftur hér á landi
síðan, og enginn gat lengur bjargað sér á sundi. Afi mun þá hafa verið
á sjöunda árinu. Og langamma þar með orðin ekkja, með nokkur börn
í örnæliskotinu. Þá voru ekki aðrar velferðarstofnanir en hreppurinn,
menn voru sagðir til sveitar, amma var sett niður á einn bæ þar
skammt úti með strönd og hafði með sér eitthvað af börnunum, hin
fóru annað, og afi var sjö ára gamall orðinn húsmaður á Laugalandi í
Nauteyrarhreppi þar á Snæfjallaströnd.
Þar eru örnefni mörg heldur kalsaleg eins og tilheyrir strönd sem
svona heitir; Skjaldfönn og Kaldalón eru skammt undan. En þetta
er þó græn og grösug sveit á vestfirskan mælikvarða og þessi héruð
hafði lengi byggt dugnaðarfólk. En lífið var fátæklegt og frumstætt
fyrir barnungan og einstæðan dreng; afi sagði mér næstum öld síðar og
með hlátur sem suðaði oft í raddböndum hans: „Ég var látinn sjá um
allt fullorðna féð!“ Frá sjö ára aldri að því er mér skilst. Og svo verið
settur til annarra og erfiðari verka eftir því sem hann hafði aldur til.
Á Laugalandi var fyrir hálfsystir afa, sammæðra; langamma átti
hana áður en hún tók saman við Þorberg langafa. Hálfystir þessi var
A
fi, Einar Kristján Þorbergsson, fæddist semsé á
ofanverðri nítjándu öld inni í Ísafjarðardjúpi, þann 18.
júlí 1891 nánar tiltekið, í rafmagnslausu örreitiskoti,
á svæði þar sem engin merki var að finna um þær
framfarir sem orðið höfðu í okkar heimsálfu á liðnum öldum. Þarna
var vegleysa og einangrun, menn reru til fiskjar á árabátum með
fornu sniði, börðu gras af þúfum með handverkfærum; fólkið þreyði
langa dimma vetur við týru frá tólgarkerti eða lýsiskolu, geymdi mat
í súrtunnum, það voru týnd egg á vori og fugl snaraður í háf og þá var
hátíð í bæ, annars ekki.
Ég held að kotið þar sem afi fæddist hafi heitið Tunga, það er
löngu komið í eyði og þess sést varla stað lengur, en mun hafa verið
nokkurnveginn þar sem þjóðleiðin vestur liggur nú, nánar tiltekið
þar sem vegurinn ofan af Steingrímsfjarðarheiði kemur niður á
Djúpveginn; þar halda flestir hiklaust áfram eftir malbikinu í átt
að Arngerðareyri og áfram um sunnanvert Djúpið með stefnuna á
Ísafjarðarkaupstað og Bolungavík, en það er líka hægt að beygja til
hægri, til norður og vesturs inn á Snæfjallaströnd.
Þarna er sjávargata skömm eins og annarsstaðar á byggðu
bóli Vestfjarða; einhver sagði í bók að það kölluðu Vestfirðingar
grundir sem hægt væri að standa nokkurnveginn jafnfætis. Og pabbi
aFI FæddIST Á mIðöLdum
ég hef það fyrir satt að afi minn og nafni hafi komið fyrst til Reykjavíkur einhverntíma á árum
fyrri heimsstyrjaldarinnar, þá sem háseti á litlum sæbörðum mótorbát, en þótt ákaflega lítið
til höfuðborgarinnar koma. Sem í fljótu bragði má merkilegt heita því að mér hefur fundist að
hann hafi eiginlega verið fæddur á víkingaöld, og þó varla það. því að þótt samfélagsgerð og
búskaparhættir á hans slóðum og bernskutíð hafi verið með svipuðum hætti og tíðkaðist á fyrstu
árum Íslandsbyggðar þá má segja að breytingar síðan þá hafi flestar verið til verri vegar; húsin
höfðu minnkað, landkostir rýrnað, veðrið versnað.
EINaR KÁRaSON
RITHöFuNduR