Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Qupperneq 32

Vísbending - 23.12.2013, Qupperneq 32
32 Ég man ég spurði þegar hann sagðist hafa þurft að bíða í vari á þessum litla bát undir Hornbjargi yfir jól og áramót, vitandi að hann átti konu og lítil börn heima á Ísafirði, hvort hann hafi ekki verið með heimþrá. En hann horfði á mig á móti með hálfgerðum furðusvip, eins og hann skildi ekki spurninguna eða þætti hún með öllu fáránleg. Ég held að heimþrá hafi í þá daga verið munaður af því tagi sem alþýðufólk leyfði sér ekki að hugsa um. En þarna á Borgarspítalanum var hann fyrir löngu búinn að taka borgina í sátt, þótt ekki hafi það gengið alveg liðlega í upphafi. Mér hefur nefnilega verið sagt að þegar börnin hans elstu fóru að flytjast suður til Reykjavíkur á árunum uppúr Seinni heimsstyrjöld – móðir mín mun hafa haldið þangað 1945 eða ́ 46 og elstu bræðurnir Valdi og Dalli um svipað leyti, þá hafi afa fundið það bæði óþarft og óskiljanlegt tiltæki. Af hverju gat þetta fólk ekki bara verið heima á þeim góða stað Ísafirði, þar sem réttbyggð húsin speglast á hvolfi á rennisléttum pollinum? Og svo í framhaldinu fóru börnin hans að eignast börn og buru fyrir sunnan, þá vildi amma að sjálfsögðu fara í langferðir, jafnvel með flugvél, til að hitta nýfædd barnabörnin sín, en ekki fékkst afi til að slást með í förina. Hann hafði séð Reykjavík á sínum tíma er þeir lágu í vari í höfninni á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar og fannst hann hafa ekkert í þann stað að sækja. Eflaust hefur hann líka talið að börnin gætu komið til hans, þangað höfðu þau jafnan verið velkomin og aldrei þurft að líða skort; af hverju átti hann núna að þurfa að elta óeirð þeirra og staðfestuleysi yfir fjöll og firnindi? Það leið áratugur, barnabörnum í höfuðstaðnum fjölgaði, ekki lét Einar Kristján Þorbergsson sjá sig þar. En ég hef fyrir satt að þegar nálgaðist 65 ára afmælisdaginn hans hafi verið haft samband við hann og sagt að hann yrði að koma suður og halda á tveimur barnabörnum sínum undir skírn. 18. júlí 1956 vorum við Sigurður Salvarsson vatni ausnir; það gerði Þorsteinn Björnsson Fríkirkjuprestur sem líka var þekktur fyrir að hafa sungið hljómmikilli bassaröddu lagið „Ó Jesú bróðir besti“ inn á plötu, og var mjög haft í óskalagaþáttum. Undan áskorun um að koma gat afi semsé ekki vikist, hann kom suður, hélt okkur frændum á fyrsta ári undir skírn, og fannst líklega höfuðborgin hafa skánað allmjög þegar að var gáð. Og hann kom einnig í heimsókn sumarið eftir. Þá vorum við fjölskyldan nýflutt í Hlíðarnar í Reykjavík, Úthlíð 10. Afi kom þar á laugardegi og gisti hjá okkur. Svo rann upp sunnudagsmorgunn og hann fékk sér gönguferð út í óvissu og víðáttur höfuðstaðarins. Gekk upp Úthlíðin, og beygði svo í norður eftir Stakkahlíð. Og þótt gamli sjómaðurinn gengi ekki hratt var hann innan skamms kominn þangað sem Stakkahlíð endar og þar blasti við honum ein af fegurstu og tignarlegustu byggingum heimsins, Sjómannaskólinn, sem þá var nýlegur. Máttugt hús, með álmum og turnum, stórum gluggum; minnismerki, listaverk. Og einhver hafði sagt honum á sínum tíma að slökkvistöðin á Ísafirði væri með hæstu byggingum heimsins. Honum þótti nú Reykjavík aldeilis hafa tekið stakkaskiptum frá þeirri kollhúfulegu skúraþyrpingu sem hann hafði séð gegnum rokið handan hafnarkamranna á sínum tíma. Eftir þetta kom hann á hverju ári suður, gisti meðal annars hjá okkur einhverja daga, og á sunnudagsmorgnum varð það að föstum sið að við nafnarnir færum í gönguferð, leiddumst upp Úthlíðina, báðir stigum við ölduna – „veldur elli mér en æska þér“ segir í ævafornri vísu – svo norður Stakkahlíð, og um hríð stóðum við fyrir framan Sjómannaskólann og dáðumst að þessu mikla húsi, með vita í turninum. Það suðaði hláturinn í afa. Svo gengum við sömu leið til baka; á sunnudagsmorgnum í þann tíð var elduð steik á flestum heimilum; lambalæri eða hryggur. Steikarlyktina lagði út um glugga húsanna í hverfinu. Og kræsingarnar biðu okkar þegar við komum heim í Úthlíð; lærið, sósan, rauðkál, grænar baunir, sulta, brúnaðar. Og enginn kvartaði yfir neinu. um allan sjó uns þeir voru komnir í Faxaflóa sunnanverðan og náðu að hleypa inn í Reykjavíkurhöfn, komust í skjól „höfuðborgarinnar“. Í vetrargráma er siglst inn Sundin, báturinn bundinn utan á annan utarlega á hafnargarði. Í gegnum slydduna má sjá í lágreista timburhúsabyggð handan við skúra og skemmur hafnarsvæðisins. Ég sé fyrir mér að áhöfn vestfirska bátsins hafi helst skipt við þá stofnun sem stóð sjómönnum opnust; hafnarkamrana, og að sú tíð hafi verið liðin að Eftirlitsmaðurinn sem segir frá í Brekkukotsannál hafi stundað þar hreinsun og viðhald og flest verið sokkið í sama far og þegar honum runnu svo sárlega til rifja óhreinindin á þessum stað. Líf við hafnarsvæðið þessa helgi sem vestfirskur línubátur beið þar byrjar hefur kannski helst birst í formi róna sem slöguðu stundum um kæjann og kannski skutust nagdýr með hala gegnum týrur bryggjuljóssins. Þannig að ég þykist vita að afi minn og nafni hafi sjaldan séð verri stað. Átti reyndar góðu að venjast: heimsborginni Ísafirði sem hafði allt sem þéttbýli má prýða, í skjólsælum faðmi fjalla blárra. Í það minnsta veit ég að hann varð mjög fráhverfur höfuðstaðnum, taldi sig hafa ekkert þangað að sækja og með öllu óþarft að gera sér ferð um langan veg til að sjá það pláss. Enda önnur mikilvægari vekefni sem biðu. Þegar afi kom til Ísafjarðar einhverntíma nálægt 1910 þekkti hann þar fáa, en þó hálfsystur sína sem verið hafði fyrir á fleti á Laugalandi þegar hann kom þangað sem munaðarlaust barn. Hún hét eins og ég hef þegar nefnt Kristín Kristmundsdóttir og var tæpum áratug eldri – alltaf kölluð Didd; ég minnist hennar sem gamallar konu með góðlegt yfirbragð og kringlótt gleraugu á Ísafirði – hún var í miklum metum minni fjölskyldu og hefur löngum tíðkast að skíra stúlkur Kristín í höfuðið á henni. Didd varð ekki barna auðið en hún hafði tekið upp á sína arma fátæka móðurlausa stúlku upprunna úr Hnífsdal, þar höfðu ættingjar hennar flestir látist af pestum og slysum á borð við snjóflóð. Hún var fædd 1899, átta árum yngri en afi. En um 1920 fóru þau að rugla saman reytum afi Einar og þessi stúlka, amma mín Sigríður Valdimarsdóttir. Fyrsta barnið eignuðust þau 1923 – sægarpinn og harðjaxlinn Valda móðurbróður minn, mamma kom næst, 1925, Salvar ´26 og svo koll af kolli; alls urðu börnin átta. Amma og afi voru ómenntuð og eignalaust alþýðufólk með engan bakhjarl í ættingjum eða samböndum. Þau fóru að leigja ódýrar íbúðakytrur, afi vann á sjó eða við höfnina, amma hljóp í verk sem buðust og hún átti heimangengt. Það voru erfiðir tímar og atvinnuþref, sjálf heimskreppan skall á fæðingahrinu barnanna átta. En öll komust þau á legg og urðu fullorðið og myndarlegt fólk. Það er auðvitað gaman að vera foreldri og sjá stóran og hraustan barnahóp stækka og þroskast, hvern og einn verða að einstaklingi ólíkan öllum öðrum sem uppi voru í heiminum. Ég man að afi sagði mér einhverntíma frá því í framhjáhlaupi, sem aukaatriði í annarri sögu, að einhvern tiltekinn vetur hafi hann og restin af áhöfn einhvers báts sem hann var háseti á þurft að bíða í vari inni á Hornvík á Hornströndum frá því fyrir jól og fram á nýtt ár, að bíða af sér illviðri. Hann var, þegar hann sagði mér frá þessu, kominn á tíræðisaldur og reyndar í hinstu heimsókn sinni á spítala; var uppi á sjöundu hæð Borgarspítalans og þar sem hann var alltaf heldur hrifinn af framförum og öllu sem var byggt af stórhug var hann nokkuð hrifinn af þessari miklu byggingu; „það eru sjö hæðir enn!“ sagði hann við mig og það suðaði í honum hláturinn; hafði séð alla takkana í lyftunni á leið upp. Og milli þess sem við skiptumst á orðum horfði hann forlyftur á bifreiðastrauminn á Kringlumýrarbrautinni niðri við Fossvog; rauð afturljósin sem fjarlægðust í átt til Kópavogs og Hafnarfjarðar og björt framljós þeirra sem voru á leið í höfuðborgina. V

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.