Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Page 36

Vísbending - 23.12.2013, Page 36
36 í kringum greinina á undanförnum árum. Ég hef trú á að nýleg lög um auðlindagjald séu til þess fallin að meiri sátt verði um greinina en áður. Það er þó ólíklegt að nokkurn tíma náist algjör sátt um fiskveiðistjórnunina enda eru hagsmunir ólíkra hópa og landsvæða svo mismunandi að seint mun verða hægt að sætta sjónarmið allra í þessari mikilvægu atvinnugrein. Guðbrandur Sigurðsson 13. tbl. Ritstjóri Eyþór Ívar Jónsson Almenningur virðist ekki treysta því að stjórnvöld hafi hagsmuni eða lýðræði að leiðarljósi og stjórnvöld virðast ekki treysta því að almenningur skilji hvað er að gerast. Fjárfestar treysta sífellt minna þeim tölum og þeim yfirlýsingum sem stjórnendurfyrirtækjaláta frá sér fara. Stjórnendur treysta því ekki að starfsmenn þeirra vinni með hagsmuni fyrirtækja að leiðarljósi og reyna að múta þeim eftir bestu getu. Neytendur eru löngu hættir að treysta á gæði þeirrar vöru sem fyrirtæki framleiða. Áfram mætti telja. Traust virðist fara dvínandi á öllum stigum samfélagsins í ólíkustu samfélögum heimsins. 29. tbl. Ritstjóri Eyþór Ívar Jónsson Eitt undarlegasta fyrirbæri viðskiptafræðanna og skipulags- heildarinnar er stjórn fyrirtækja. Í áranna rás hefur það þótt ákveðin ráðgáta hvað mennirnir við stjórnarhringborðið geri og hugsi. Lagalega séð er stjórn fyrirtækis æðsta og í raun eina valdastofnun þess. I um það bil hundrað og fimmtíu ár fékk þessi stofnun meira og minna að vera í friði undir dulunni. Öðru hverju var þó spurt hvort stjórnir gerðu í raun nokkuð annað en að hittast reglulega og drekka saman kaffi. Sú gagnrýni risti þó aldrei djúpt. Það hefur hins vegar breyst á síðustu árum, sérstaklega í kjölfar Enron-hneykslisins í Bandaríkjunum, og í auknum mæli hafa menn farið að velta upp þeirri spurningu hvers virði stjórnarhringborðið sé fyrir fyrirtæki og samfélagið í heild. 41. tbl. Ritstjóri Eyþór Ívar Jónsson Kaupæði íslenskra viðskiptamanna hefur vakið athygli í Evrópu enda hefur engin þjóð aukið beina erlenda fjármunaeign sína meira síðustu misserin en Íslendingar. Fjármunaeign Íslendinga hefur áttfaldast frá 1999 til 2004, og allt bendir til að í ár verði enn eitt metið slegið. Ýmsir þættir sem áður hafa verið nefndir hér í Vísbendingu hafa ýtt undir þessa þróun. En það er athyglisvert að á sama tíma og Íslendingar tóku fram budduna og fóru í kaupaleiðangra fækkaði risasamningum yfir landamæri á alþjóðavísu. Það var ekki fyrr en á síðasta ári að niðursveifla risasameininga og uppkaupa skrapaði botninn. Þá voru Íslendingar hins vegar í fullu fjöri. 14. tbl. Ritstjóri Eyþór Ívar Jónsson Þegar íslenskir athafnamenn fóru fyrst að kaupa fyrirtæki á erlendum mörkuðum fannst mörgum það skemmtilegt og áhugavert. Eitthvað annað hljóð kom hins vegar í strokkinn þegar þessi kaup fóru að vinda upp á sig og fór þá að bera á stríðsmyndlíkingum í fyrirsögnum blaða, eins og „innrás”, „áhlaup” og þar fram eftir götunum. Vantrúin snerist að miklu leyti um fjármögnun kaupa á fyrirtækjum og fór að bera á sögum um „mafíupeninga” og „kóngulóarvefi” til þess að útskýra útþensluna. Aldrei tókst að kveða þennan orðróm í 23. tbl. Ritstjóri Eyþór Ívar Jónsson Í hagfræðilíkani fyrir ráðandi fyrirtæki setur ráðandi fyrirtæki verð jafnt lágmarksmeðalkostnaði annarra fyrirtækja. Það getur ekki sett verðið hærra vegna þess að þá koma ný fyrirtæki inn í greinina og það þjónar ekki hagsmunum þess að setja verðið lægra til þess að hrekja önnur fyrirtæki út af markaðnum. Það getur skilað hagnaði vegna þess að kostnaður þess er lægri en samkeppnisfyrirtækjanna. Ráðandi staða Baugs þýðir hærra vöruverð fyrir neytendur en það kann þó að vera einungis skammtímafyrirbrigði þar sem markaðsyfirráðin fara algerlega eftir fjölda nýrra fyrirtækja sem koma inn í greinina, hversu hratt þau geta komist inn í greinina og hvernig kostnaður þeirra er í samanburði við ráðandi fyrirtæki. 7. tbl. Ritstjóri Eyþór Ívar Jónsson Hvað um Ísland? Hér fást stjórnmálamenn ekki einu sinni til að ræða kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu í alvöru, ekki enn. Einn kostur aðildar væri sá, að hún myndi styrkja frjálslynda umbótamenn hér heima gegn kyrrstöðuöflunum líkt og í Tyrklandi — og má af því ráða tregðu flestra íhaldsmanna til að ræða málið. Að svo stöddu er ekki heldur mikil von til þess, að evran komist á dagskrá. Það bætir ekki úr skák, að bankastjórn Seðlabanka Íslands, sem ætti að réttu lagi að hafa frumkvæði í umfjöllun um efnahagsþátt málsins, brestur faglegar forsendur, eins og hún er nú skipuð, til að gegna því hlutverki. Undan því verður þó ekki vikizt til lengdar að velja á milli evrunnar og krónunnar, það er á milli fasts og fljótandi gengis. Tími millilausna er senn á enda. Óbreytt skipan jafngildir því í raun og veru yfirlýsingu stjórnvalda um það, að fastgengisstefnan verði látin víkja fyrir fljótandi gengi. Þorvaldur Gylfason 36. tbl. Ritstjóri Eyþór Ívar Jónsson Þrátt fyrir að World Trade Center hafi, alla vega sem tákn, gegnt mikilvægu hlutverki í viðskiptaheiminum þá virðist skaðinn, við að byggingarnar voru þurrkaðar út, hafa orðið minniháttar hvað alheimskerfi viðskiptalífsins varðar. Það vekur von um að efnahagslegar afleiðingar verði ekki eins alvarlegar og ætla hefði mátt. 51. tbl. Ritstjóri Eyþór Ívar Jónsson Víða í heiminum er litið á fiskveiðar sem vandamál og sjávarútvegur er á mörgum stöðum nánast notaður sem atvinnubótavinna til að halda uppi atvinnu á jaðarsvæðum. Það er merkilegt að á sama tíma og ýmsar nágrannaþjóðir okkar hafa eytt miklum peningum í að hagræða í sjávarútvegi og úrelda skip hefur hagræðing í íslenskum sjávarútvegi nánast átt sér stað af sjálfu sér. Greinin sjálf hefur að langmestu leyti greitt fyrir þá hagræðingu sem orðið hefur án þess að hið opinbera hafi þurft að veita stórum fúlgum fjár til verksins. Undirstaða alls þessa er að sjálfsögðu fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggist á frjálsu framsali aflaheimilda. Það hefur orðið til þess að vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi hafa séð hag sínum borgið með því að fjárfesta í veiðiheimildum, væntanlega á kostnað þeirra aðila sem hafa ekki náð eins góðum tökum á veiðunum og því talið að best væri að selja sig úr greininni. Á þennan hátt hefur greinin sjálf borgað fyrir þá hagræðingu sem orðið hefur á síðustu tuttugu árum. Fylgifiskur þessarar hagræðingar er að ýmsir aðilar hafa farið út úr greininni með fullar hendur fjár og er sú staðreynd líklega ein helsta orsök þeirra pólitísku væringa sem verið hafa 1999 2000 2001 2002 2003 2000-2003 Fyrsta kreppa á nýrri öld 2004-2008 Útrás, sigur og hrun 2004 2005 2006

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.