Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Qupperneq 37

Vísbending - 23.12.2013, Qupperneq 37
37 23. tbl. Ritstjóri Benedikt Jóhannesson Útlitið er ekki gott því að á liðnu ári fluttu fleiri frá Íslandi nokkru sinni áður allt frá flutningunum miklu til Ameríku um 1880. Margt bendir til þess að nokkur helstu fyrirtæki landsins séu að flytjast úr landi. Forstjórar Actavis, Marel og Össurar búa nú í útlöndum og smám saman munu höfuðstöðvar og loks heimilisfesti flytja frá Íslandi, ef aðstæður hér á landi verða sífellt verri hér en erlendis. 17. tbl. Ritstjóri Benedikt Jóhannesson Ein af lexíum af hruninu hefði átt að vera að sígandi lukka sé best. Ef menn ætli sér að ná raunverulegum árangri verði að skapa fyrir því forsendur. Forsendur fyrir launahækkunum eru að vinnuafl afkasti meiru en áður. Þetta getur gerst með því að færri vinni verkin en áður, eða framleiðsla verði meiri. Ef eftirspurn breytist ekki er fyrri lausnin uppskrift að atvinnuleysi. Reynslan bendir til þess að kaupmáttaraukning umfram eitt til eitt og hálft prósent á ári sé ekki raunhæf til lengdar. Þegar kaupmáttur hafði aukist um 50% á tólf árum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hefði það átt að vera sterk vísbending um að eitthvað yrði að gefa eftir. Það jafngildir tæplega 3,5% aukningu á ári og á þessum árum varð engin sú bylting sem réttlætti svo mikla hækkun kaupmáttar. Jafnvel eftir hrunið var árleg kaupmáttaraukning frá 1995 nærri 1,8% sem þykir mikið yfir svo langt tímabil. 45. tbl. Ritstjóri Benedikt Jóhannesson Sanngirnisrök mæla með því að reynt verði að leysa vanda þeirra sem skulda mest með því að lækka greiðslubyrði. Þeim sem skulda meira í húsum sínum en þeir eiga verði leyft að skila húslyklunum og vera þannig lausir allra mála. Skynsemisrök mæla með því að horft sé heildstætt á þennan vanda því að þjóðfélagið líður fyrir hann. Hann verður aldrei minnkaður ókeypis og eiginfjárvandinn aldrei bættur að fullu. Á það ber þó að líta að þegar ríkið ákvað að tryggja innistæður í bönkunum talaði enginn um það hver ætti að borga. Hver greiddi fyrir gjaldþrot útrásarvíkinga upp á tugi eða hundruð milljarða króna? Allt gerist slíkt með eignatilfærslum, frá þeim sem eiga til hinna sem skulda. Ef ríkið tekur á sig að lækka skuldir hækkar það skatta í framtíðinni. En hinu má ekki gleyma að vanskil hafa aukist og í mörgum tilvikum væri lækkun lána aðeins viðurkenning á þegar orðnum hlut. Lánardrottnar væru bara að viðurkenna staðreyndir. 1. tbl. Ritstjóri Benedikt Jóhannesson Efnahagsvandi Íslendinga er tvíþættur: Til skamms tíma þurfa þeir að leysa það sem blasir við. Annars vegar eru ríkið, fyrirtækin og einstaklingar enn allt of skuldug. Hins vegar eru hér gjaldeyrishöft sem þýða að íslensk fyrirtæki og almenningur hafa minni tækifæri en fyrirtæki og einstaklingar í samkeppnislöndunum. Langtímavandinn er aftur á móti miklu erfiðari við að eiga. Hann felst í því að hér er undirliggjandi meiri óstöðugleiki í efnahagslífinu og hægari hagvöxtur en í flestum öðrum löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þessi vandi ætti að vera aðalviðfangsefni íslenskra stjórnmálamanna næstu árin, en flestir þeirra virðast hafa lítinn áhuga á að takast á við hann, a.m.k ber lítið á hugmyndum um langtímastefnu sem leiðir til þess að Íslendingar búi við sömu kjör og íbúar nágrannalandanna. kútinn. Ákærur ríkisins á hendur eigenda Baugs voru ekki til þess fallnar að má út „gangstera-stimpilinn“. Tilraunir til þess að útskýra uppkaup Íslendinga með þeirri kreditsprengju sem hafði átt sér stað á Íslandi varð heldur ekki til þess að draga úr efasemdum útlendinga. Gríðarleg skuldasöfnun heimila og fyrirtækja á skömmum tíma, útlánaþensla, eignaverðshækkanir og viðskiptahalli eru atriði sem í mörgum kennslubókum eru talin vera uppskrift að forleik að alvarlegu efnahagsáfalli. 33. tbl. Ritstjóri Benedikt Jóhannesson Raunávöxtun af því tagi sem sést hefur á íslenska hlutabréfamarkaðinum undanfarin ár getur hreinlega ekki staðist. Hvers vegna hækkaði vísitalan þá um 10% á tæpri viku? Höfundur þessa dálks hitti fyrir nokkrum dögum enn mesta sérfræðing um markaði hér á landi og hann var ekki í neinum vafa um hvað væri að gerast: Þessu er öllu saman handstýrt. Með öðrum orðum þá er það ekki venjulegt framboð og eftirspurn sem ræður verði hlutabréfa heldur halda menn því uppi með því að vera með falska eftirspurn. Í flestum hlutafélögum hérlendis, ef ekki öllum, er framboð flesta daga ekki meira en svo að þeir sem hagsmuna eiga að gæta geta fjármagnað kaupin. Það er ekki nema þegar örvænting grípur um sig á markaðinum að fjármagnið þrýtur og menn verða að lækka verð. Hagsmunir kaupendanna af því að verðið sé hátt eru augljósir. Nær öll kaup eru mikið skuldsett og hlutabréfin sjálf eru sett að veði. Ef verð á þeim lækkar rýrnar veðið og bankinn grípur til ráðstafana. 37. tbl. Ritstjóri Benedikt Jóhannesson Ávarp forsætisráðherra mánudaginn 6. október verður lengi í minnum haft. Ekki vegna þess að það hafi verið sérstaklega skorinort eða skýrt, því að það var hvorugt, heldur fyrst og fremst að það skyldi vera haldið. Engum duldist að slæm tíðindi voru í uppsiglingu. Þegar þetta er skrifað eru áhrif af lögunum sem sett voru í kjölfarið enn ekki komin fram. Ástandið minnir á yfirvofandi hernaðaraðgerð. Vandinn er sá að menn vita ekki nákvæmlega hver óvinurinn er eða hvaða vopn menn hafa til þess að berjast við hann. 29. tbl. Ritstjóri Benedikt Jóhannesson Icesave-málið er erfiðasta úrlausnarefnið. Tortryggnin sem hefur komið upp vegna samningaferlisins sýnir að samningar af þessu tagi eru ekki flokkspólitískir. Stjórnarandstöðunni var haldið frá samningunum og reyndar gerði fjármálaráðherra það flokkspólitískt með því að skipa samherja sinn formann nefndarinnar. Enginn samningur um þetta dapurlega mál hefði valdið hrifningu en margt bendir til þess að viðsemjendur hafi neytt aflsmunar. Það er að minnsta kosti skoðun ritstjóra Financial Times. Málið þarf hins vegar að leysast. Hugmynd Þorsteins Pálssonar um að forsætisráðherra freisti þess að höggva á hnútinn með starfsbræðrum sínum frá Hollandi og Bretlandi er kannski eina leiðin til þess að leysa vandann á skömmum tíma. Augljóslega þarf að halda áfram að vinna að þeim málum sem hér að framan eru nefnd. Kannski springur stjórnin á einhverju þeirra, sennilega þá ríkisfjármálunum. Ekki vegna þess að formenn stjórnarflokkanna skorti vilja heldur virðast þeir ekki hafa aga yfir samflokksmönnum sínum. Einkum virðist þingflokkur VG hafa litla hugmynd um það hvernig eigi að vera í ríkisstjórn. 2007 2008 2009-2013 Tilraun til endurreisnar 2009 2013 2012 2011 2010 V 30 ára

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.