Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Page 38

Vísbending - 23.12.2013, Page 38
38 Páll postuli Páll eða Sál, sem hann var áður nefndur, var gyðingur og farísei, seinna kallaður Páll postuli. Hann var fæddur í Tarsus í Anatólíu, Asíuhluta Tyrklands, 10 árum fyrir fæðingu Jesú. Er þess getið í Biblíunni, að hann sem farísei hafi ofsótt kristna menn, brennt bænahús þeirra og jafnvel tekið þátt í pyndingum og drápi heilags Stefáns, þess sem alltaf er sýndur sundurstunginn af örvum. Frá því segir líka í Biblíunni að Páll hafi verið á leið á hestbaki til Damaskus í Sýrland. Nema hvað, mikið ljós lýsti upp himininn, gæti hafa verið einhver konar elding. Hann er ávarpaður að ofan með rödd sem spyr: Sál, af hverju ofsækir þú mig? Páli bregður svo að hann datt af hestinum og spyr: Hver ert þú, lávarður? Sá segist heita Jesús sem hann sé að ofsækja. Snerist nú Páli hugur og trúir því að hann hafi verið ávarpaður af guðlegri veru. Ákveður hann þá að snúast á sveif með kristnum mönnum og hjálpa þeim við að breiða út fagnaðarerindi Jesú. Eftir hann liggja margar ritsmíðar í Biblíunni sem hann skrifar í þessum tilgangi. Á hásléttunni, suðaustur af Ankara, eru frjósöm svæði og þar er sumstaðar að finna „fjölbýlishús“ af ýmsum stærðum, bæði náttúrugerðum steinturnum og í stórum neðanjarðarborgum. Um 200 neðanjarðarborgir hafa fundist þar sem hundruð þúsunda gátu búið, eða flúið til ef hætta ógnaði tilveru þeirra. Þarna var stunduð búfjárrækt, bjór- og víngerð, nóg var af vatni og rörakerfi sáu um að nóg væri af fersku lofti sem dregið var úr farvegi ár sem rennur U m 300 árum eftir fæðingu Jesú ákvað hin kristna kirkja, að frelsarinn hefði fæðst 25. desember í upphafi tímatalsins í Betlehem, þar sem nú er Vesturbakki lands Palestínumanna. Nákvæm tíma- og staðsetning skiptir ekki meginmáli, nálægt þessari tímasetningu og ekki langt frá Jerúsalem fæddist þessi líklega merkilegasta persóna mannkynssögunnar, sem sagðist vera sonur guðs og boðaði kærleika og frið. Hann er upphafsmaður fjölmennustu trúarbragða heims og siðmenning þeirra sem hana aðhyllast er byggð á kenningum Jesú. Eins og kunnugt er létu Júdeubúar, með fulltingi Rómverja, krossfesta hann fyrir þessar skoðanir. Engu að síður trúðu margir á fullyrðingar Jesú um guðlegan uppruna og tileinkuðu sér kærleiksboðskap hans. Þessi hópur óx þótt þeir væru ofsóttir af yfirvöldum og þeim sem töldu Jesú vera falsspámann. Margir flúðu Júdeu og hluti þeirra hélt norður, gegnum Sýrland til Tyrklands, en margir í því landi trúðu á „heilaga móður jörð“ sem þeir nefndu Hebu. Sá átrúnaður var víst ekki svo ólíkur kristinni trú, Maríu mey og barninu hennar. Engu að síður urðu þessir kristnu söfnuðir fyrir áreiti í Tyrklandi og gerðu eflaust margir ráðstafanir til að forðast óvinveitta hópa með því að notfæra sér bústaði í steingerðum turnum sem þar eru fyrir af náttúrunnar hendi og með því að setjast að í neðanjarðarborgum, sumum átta hæðir niður í jörðinni. BJöRN SIguRBJöRNSSON FV. FORSTJÓRI Og RÁðuNEYTISSTJÓRI Á SLÓðum PÁLS POSTuLa, ÓðINS Og þÓRS Valan sér - væntanlega þegar norður í álfu kom - jörð upp koma úr ægi, iðjagræna, fossa, fugla og fiska. þar finnast gullnar töflur í grasi sem goðin virðast hafa týnt. Nú vaxa akrar, böl allt batnar. Á þessi fagra lýsing við Norður-Evrópu, danmörku, Svíþjóð og Noreg? Vangaveltur um fjarlæga frændur

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.