Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Síða 40

Vísbending - 23.12.2013, Síða 40
40 Norðurálfu. Hann skipaði höfðingjum í stjórn landsins eins og verið hafði í Tróju, 12 höfuðsmenn til að dæma landslög. Svo skipaði hann réttarfarið allt „sem fyrr hafði verið í Trója og Tyrkir voru vanir.“ Næst lagði hann undir sig Noreg og gerð son sinn Sæming að konungi yfir Noregi, en Yngva að konungi yfir Svíþjóð. Þessir Asíumenn, æsir, tóku sér kvonföng í hinum nýju löndum og urðu þessar ættir fjölmennar um Saxland og alla Norðurálfu. Tunga þeirra Asíumanna varð að tungumál í öllum þessum löndum, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Saxlandi og Englandi, þótt enn séu til forn landsheiti eða staðarheiti sem virðast vera á annarri tungu (keltnesku?). Þannig lýkur frásögn Snorra af þjóðflutningum Germanska (norræna) þjóðflokksins frá Tyrklandi norður í álfu og lengst til Íslands og norðlægra eyja og svæða í N-Atlantshafi. Þorvaldur Friðriksson, fornleifafræðingur og fréttaskýrandi heldur því fram að þessi tyrkneska tunga sem kölluð var dönsk, sé ævagömul og hafi jafnvel verið töluð á bronsöld. Þorvaldur kallar Óðinn og félaga hans, Njörð og Frey, útlendinga og innflytjendur á Norðurlöndum sem hafi flúið þangað er Rómarveldi lagði undir sig lönd þeirra í Asíu. Ekki virðist sem allur þjóðflokkurinn hafi farið frá Tyrklandi, því að í Ynglingasögu segir frá því að Sveigðir konungur, sonarsonur Freys, ásamt nokkrum frændum sínum, hafi farið í heimsókn til Tyrklands til að heimsækja ættingja. Sú ferð tók sex ár. gleymd heimaslóð? Eins og þeir vita sem sótt hafa Tyrkland heim eru ekki allir íbúar þess dökkir og framandi. Ég var samtímis bekkjarbróður mínum, Jóni Helgasyni, þá landbúnaðarráðherra, á fundi í Istanbúl árið 1986 formála Eddu greinir Snorri frá því þegar germanski eða norræni þjóðflokkurinn flutti frá Tyrklandi norður í álfu. Ástæðan sem Snorri getur um fyrir því að Óðinn ákvað að flytja burtu er mjög sérkennileg og ótrúverðug. Svo segir Snorri (fært til nútímamáls og stytt): Óðinn og kona hans Frigg sáu spádóm (ekki greint frá því hvar þau sáu eða heyrðu hann) og fundu þar vísbendingar um að nafn hans væri þekkt í Norðurálfu og hann tignaður þar umfram aðra konunga. Þess vegna vildi hann flytja frá Tyrklandi með mikinn fjölda liðs, unga menn og gamla, karla og konur sem höfðu með sér marga verðmæta hluti. En hvar sem þau fóru um lönd var mikið sagt um ágæti þeirra og þóttu þeir líkari guðum en mönnum. Þeir nema ekki staðar fyrr en í Saxlandi í Þýskalandi, en þar dvaldist Óðinn lengi með liði sínu og eignaði sér víða lönd. Óðinn setti þrjá syni sína þar til landgæslu. Einn þeirra, Vedeg, varð konungur í Austur-Saxlandi. Annar sonur hans, Baldur fékk landið Vestfál (Westfalen). Þriðji sonur Óðins, Sigi, réði fyrir Frakklandi og þaðan kemur ætt Völsunga. Byggð Norðurlönd Svo fluttist Óðinn til Reiðgotalands (Jótlands) og setti yfir það son sinn Skjöld. Þaðan koma Skjöldungar (Danakonungar). Næst fór Óðinn til Svíþjóðar og hitti þar Gylfa konung sem segir frá í sögu Snorra, Gylfaginningu. Þegar Gylfi frétti af komu þessarar þjóðar frá Asíu fór hann á móti þeim og bauð Óðni öll þau völd í Svíþjóð sem hann óskaði. Leist Óðni vel á þessi nýju heimkynni og byggði sér borg í Sigtúni. Því næst segir Snorri frá mjög merkilegum breytingum sem Óðinn og félagar hans frá Tyrklandi komu á í Svíþjóð og allri Híbýli í neðanjarðarborg í Cappadocia.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.