Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Page 41

Vísbending - 23.12.2013, Page 41
41 framundan bíða goðanna römm Ragnarök. Lýsingin á óförum ása er ófögur: „Hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður en veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma.“ Sagt er frá því að meðan æsir eru á þingi, „stynja dvergar fyrir steindyrum, vitrir um veggi bergs.“ Þeir sem séð hafa neðanjarðarborgirnar í Cappadociu muna eftir risavöxnum steinhjólum sem rennt var fyrir göngin inn í borgirnar ef óvinir nálguðust, en inn í neðanjarðarheimkynnunum var fólk öruggt innan bergveggjanna. Voru „dvergar“ bara venjulegt fólk, óæðri ásum og kannski lágvaxnara, hálfgerðir Hobbitar? Og hvað táknar úlfurinn sem varð til úr ylfingunum og fóstra þeirra, úlfynjan? Man einhver eftir tvíburunum Rómúlus og Remus fóstruðum af úlfynju? Ein frægasta ímynd Rómarveldis. Hugsanlega var það óvinurinn sem réðst inn í Anatólíu með skelfilegum afleiðingum Ragnaraka, ósigri ása. Völuspá segir ekkert beint um ósigur ása þótt í það skíni, né flótta þeirra til vesturs og norðurs, enda fara spásagnir sjaldan út í smáatriði. Enn allt er gott þá endirinn er góður og því lýsir Völuspá. Valan sér - væntanlega þegar norður í álfu kom - jörð upp koma úr ægi, iðjagræna, fossa, fugla og fiska. Þar finnast gullnar töflur í grasi sem goðin virðast hafa týnt. Nú vaxa akrar, böl allt batnar. Á þessi fagra lýsing við Norður-Evrópu, Danmörku, Svíþjóð og Noreg? Spurningin er hvort Snorri sleppti harmsögunni viljandi til að blettur félli ekki á goðin og orðstír þeirra. Hvorki ég né samstúdentar mínir minnast þess að talað hafi verið um Tyrkland þegar okkur var kennd norræn goðafræði í menntaskóla. Fannst kennurum okkar smánarblettur á því að vera ættuð frá Tyrklandi og því sleppt formálanum að Snorra-Eddu? Jafnvel þótt Óðinn hafi verið konungur Tyrkja? Er okkur nóg að vera bara konungborin frá Noregi og jafnvel Írlandi? og var okkur boðið að ganga á fund aðalræðismanns Íslands þar í borg. Þegar ég sá hinn aldna höfðingja sitja við skrifborð sitt, brá mér við að sjá tvífara föður míns sitja þar og varð mikil skemmtun að viðbrögðum mínum, en faðir minn var þá látinn fyrir nokkrum árum. Árið 2010 vorum við Anna, kona mín, í Ürgüb, smáborg í Cappadocia á miðri hásléttu Anatólíu. Þetta var á hátíðisdegi tileinkuðum landsföður Tyrklands, Ataturk. Ég vissi fyrst ekki af þessu, en sá mynd af manni hengda upp í borginni. Ég sagði við Önnu að mér sýndist þetta vera af pabba, þegar hann var um þrítugt. Þetta reyndist vera mynd af Ataturk á svipuðum aldri. Kannski við ættum aðfara að dæmi Sveigðs konungs og leita uppi ættingja okkar á slóðum Óðins og Þórs? Þegar lesin er hin fallega frásögn Snorra Sturlusonar af þjóðflutningum ásanna frá Tyrklandi til Svíþjóðar og Norðurálfu, þá rifjast upp önnur saga af afdrifum ása. Sú segir frá hremmingum þeirra sem nefnd eru Ragnarök og eftir þau upphaf á nýrri og fallegri tilveru, jörð sem rís upp úr sænum, iðjagræn. Þá er best að skoða nánar Völuspá sem ku vera eldri en ofangreind frásögn Snorra. Það fyrsta sem kemur í hugann: Var Snorri að breiða yfir eitthvað og fegra söguna? Máttu sögur af óförum norrænna manna af völdum Rómverja í Anatólíu ekki fylgja þeim norður? Fór Óðinn Tyrkjakonungur ekki norður með allt sitt lið af því að hann hélt að hann væri svo dáður í norðurálfu - meiri guð en maður? Eða flúði hann eftir harða bardaga gjörsigraður frá stríðsvél Rómverja þegar þeir lögðu undir sig Anatólíu um 17 f. Kr.? Voru ekki þessar ófarir kallaðar Ragnarök? dulinn heimur Völuspár Skoðum Völuspá. Hún byrjar á því að minnast heimkynna sinna „fyr mold neðan“ (neðanjarðarborg?). Því næst lýsir hún miklum landbúnaðarlöndum, grundum grónum grænum lauki. Oft greinir hún frá því að „ræddust við æsir á rökstólum, heilög goð, og hugsuðu málin, hvort æsir skyldu afhroð bíða eða heldur hefja stríð og heimta bætur.“ Hófu æsir orustuna, en gekk illa, virkisgarður þeirra brotinn. Eftir ýmiskonar lýsingar á bardögum, vígum, valkyrjum, dvergum og jötnum kemur að því að lýst er fóstru sem fóðraði Ferris ylfinga sem allir verða að einum úlfi tröllauknum sem allt í sig tætir. Upphefst nú mikil óöld með svartri sól og vályndum veðrum. Hundurinn Garmur geltir mikið þegar hann sér fjöturinn slitna af frekum úlfi og Cappacocia, J. Lamec, Silk Road Publications, 2010 Fornaldarsögur Norðurlanda, Hversu Noregur byggðist. Íslendingasagnaútgáfan, 1949 Hvat er með Ásum?, Norræna félagið, 2007 Snorra-Edda, Íslendingasagnaútgáfan, 1949 World Travel Encyclopedia, Anatolia and the Near East, p. 80. Verlag Wolfgang Kunth GmbH & Co, KG. München, Deutschland, 2006 Völuspá, Mál og menning, 1994 HEIMILDIR Páll postuli með brugðið sverð. Þór með Hamarinn Mjölni. Óðinn talar þríeinn við Ganglera sem Hár, Jafnhár og Þriðji. V

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.