Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2012, Síða 32

Skessuhorn - 28.11.2012, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012 Full búð af glæsilegri gjafavöru Stillholt 16-18 • 300 Akranes • Sími 431-1218 S K E S S U H O R N 2 01 2 Margar góðar hugmyndir í jólapakkann Sjón er sögu ríkari Verið hjartanlega velkominn Opnunartími: mánudaga - föstudaga 10-18 laugardaga 10-15 „Ég byrjaði í þessu starfi sem forstöðumaður íþróttamannvirkja þann sjöunda ágúst sl. Í þessu felst yfirumsjón með íþróttahúsinu, sundlauginni, knattspyrnuvellinum og sparkvellinum hér í Grundar­ firði," segir Aðalsteinn Jósepsson 34 ára Grundfirðingar sem settist að á heimaslóðum aftur fyrir tveimur árum. Auk Steina eru þrír starfsmenn við íþróttahúsið. „Við deilum einum þeirra með skólanum en það er skólaliði sem er hér á daginn og svo eru hér tveir starfsmenn af sitt hvoru kyninu til að sinna baðvörslu eftir að ég fer eftir dagvinnutíma. „Sundlaugin hér er lokuð yfir veturinn enda er hún hituð upp með olíu og það gengur ekki upp peningalega í vetrar­ kuldum. Frá áramótum var orðið ódýrara að hita upp sundlaugar eins og þessa með rafmagni en þá þarf að breyta öllum búnaði sem kostar mikla peninga og verður varla gert nema við getum fengið það sem kallað er ótrygga orku og er á mun lægra verði. Skólinn er með íþróttahúsið fyrir hádegi en svo tekur ungmennafélagið við. Það er mjög virkt yngri flokka starf hjá ungmennafélaginu og reglulegar æfingar í fjórum íþróttagreinum; fótbolta, blaki, fimleikum og frjálsum íþróttum. Svo er karate æft hér í Grundarfirði en þær æfingar eru í samkomuhúsinu. " Egilsstaðir voru bara næstir á landakortinu Steini, eins og hann er alltaf kallað­ ur, ólst upp í Grundarfirði. „Ég er samt svolítill Þingeyingur, er ættaður þaðan og fæddist á Húsa­ vík en fluttist svo tveggja ára hingað til Grundarfjarðar." Eftir grunnskólanám lagði hann hins vegar land undir fót. „Ég fór í Menntaskólann á Egilsstöðum og lauk stúdentsprófi þaðan vorið 2000. Mig langaði í menntaskóla, vildi ekki fara til Reykjavíkur, Ísafjarðar eða Akureyrar og þá voru Egilsstaðir næstir í röðinni á landakortinu. Ég átti enga tengingu þangað. Að vísu átti ég þar ættingja sem ég hafði ekkert verið í samskiptum við og þekkti ekki þá. Fyrsta árs nemar í ME voru þá úti á Eiðum og þar var ég í heimavist fyrsta veturinn en síðan á Egilsstöðum. Þetta var mjög skemmtilegur tími og ég kynntist mörgum þarna. Það fólk sem ég hef mest samskipti við núna er einmitt úr þessum hópi sem ég kynntist fyrir austan." Vildi ekki ala upp barn í umferðargný Að loknu stúdentsprófi lá leið Steina aftur heim í Grundarfjörð og hann vann í málningarvinnu auk þess að reka vídeóleigu og sjoppu í fjögur ár. „Svo ákvað ég að fara í félagsfræði í Háskóla Íslands og það tók mig heil tvö ár að átta mig á því hve félagsfræðin væri leiðinleg svo ég hætti því námi. Eftir það var í ég í Reykjavík og vann við steypusögun og kjarnaborun. Svo kom að því að ég og kona mín vorum bæði atvinnulaus í bænum og með hálfs árs gamalt barn að við ákváðum að skella okkur hingað vestur í Grundarfjörð. Við gátum ekki heldur hugsað okkur að búa með barn þar sem við bjuggum í umferðarniðnum við Hringbrautina. Þetta var vorið 2010 og konan fékk vinnu hjá mömmu minni, sem rekur Kaffi 59, en ég var í ýmsum störfum en engu föstu. Ég vann með tengdapabba við hreins­ anir á tönkum og mjölsekkjum en hann rekur fyrirtæki sem sér um þess háttar. Þetta er aðallega í fiskimjölsverksmiðju víða um land en líka vorum við að hreinsa tanka fyrir Olíudreifingu." Fékk vinnu út á óléttu konunnar Kona Aðalsteins er Heiðrún Hallgrímsdóttir og er hún frá Seyð­ is firði. Þau eiga nú tvö börn; þriggja ára strák og tveggja ára stelpu. „Þegar konan gekk með yngra barnið okkar hætti hún að vinna á Kaffi 59 og ég tók við hennar starfi þar. Ég fékk sem sagt vinnu út á að hún varð ólétt. Ég hafði líka keypt mér tæki til steypusögunar og kjarnaborunar og vann við það með þessu en það var ekki nema einstaka dag því ekki er mikill markaður fyrir slíkt hér um slóðir. Þetta starf hér í íþróttamiðstöðinni er eiginlega fyrsta fasta starfið sem ég hef haft síðan ég kom í Grundarfjörð aftur." Þjálfar Ólsara í körfu og spilar með þeim Körfuboltinn hefur verið helsta áhuga mál Steina, sem er nú að spila sinn fimmt ánda vetur í deildakeppni, ýmist í fyrstu eða annarri deild. „Ég er spilandi þjálfari hjá Víkingi í Ólafsvík í annarri deildinni. Á mennta­ skólaárunum spilaði ég tvo vetur með Hetti í fyrstu deildinni." Steini segist ánægður með að vera kominn heim í Grundarfjörð og það hafi alltaf verið stefnan eftir að komin væru börn. „Ég bjóst alltaf við að mín börn vildu vera frjáls úti við eins og ég var þegar ég var að alast upp. Slíkt er bara ekki í boði við Hringbrautina í Reykjavík," sagði Aðalsteinn Jósepsson í Grundarfirði, sem er ánægður með nýja starfið og segir skemmtilegt að vinna með börnum og unglingum alla daga. hb Aðalsteinn Jósepsson í Grundarfirði Það var alltaf stefnan að koma aftur heim Aðalsteinn í íþróttasalnum í Grundarfirði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.