Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2011, Blaðsíða 75

Skessuhorn - 23.11.2011, Blaðsíða 75
Tregablandin ljóð kallast á við áhrifamiklar myndir Bók Nökkva Elíassonar og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar býr yfir miskunnarlausri fegurð „Þetta er nú dynur hins nýja tíma, Þuríður mín“ Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri með aðra bók um vélvæðingu sveitanna Nökkvi Elíasson.Grænaborg á Vatnsleysuströnd fór í eyði 1980. Ljósmyndina tók Nökkvi árið 2002. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Ljósmyndir Nökkva Elíassonar af yfir gefn­ um húsum og ljóð Aðal steins Ás bergs Sig­ urðs sonar mynda sterka og hríf andi heild í þessari glæsilegu bók, Hús eru aldrei ein / Black Sky. Viðfangsefnið – eyðibýli víðs vegar um Ísland – býr yfir miskunnarlausri fegurð hnign­ unar sem þeir fanga í myndir og orð með einstökum hætti. Bergmál horfinna tíma og þess lífs sem var á tvímælalaust erindi við nýja öld. Tregablandin ljóðin kallast á við áhrifamiklar myndir sem vakið hafa verðskuldaða athygli víða um heim, líkt og ljóðin sem þýdd hafa verið á fjölda tungumála. Hús eru aldrei ein / Black Sky er endurskoðuð og aukin útgáfa af bókinni Eyðibýli / Abandoned Farms frá árinu 2004. Nú eins og þá er ekki ætlunin að birta tæmandi verk yfir eyðibýli á Íslandi en þó farið um víðan völl og reynt að gera öllum landsfjórðungum sæmileg skil. Talsvert viðamiklar breytingar hafa verið gerðar frá upphaflegu útgáfunni, myndum af einstökum bæjum hefur fjölgað og einnig ljóðum. Þá er farin sú leið að hafa verkið tvímála, en áður var um tvær sam­ ræmdar útgáfur að ræða. Uppsetningu hefur verið hnikað til á mörgum stöðum og jafn­ vel umbylt, en í öðrum tilvikum hefur hún fengið að standa óhögguð. Allt er það von­ andi til bóta. Af þeim fjölda eyðibýla sem höfundur myndanna hefur fest á filmu eru mörg sem bókin nær ekki til. Sum húsanna á myndunum heyra nú sögunni til og hafa verið jöfnuð við jörðu. Önnur hafa verið gerð upp og eru notuð sem sumarhús, en svo eru líka mörg sem verða hægfara eyðingu að bráð. Bókin er fyrst og fremst ljósmynda­ og ljóðabók, en upplýsingar um hvar og hvenær myndir voru teknar veita innsýn í sögu byggðar á Íslandi. Myndirnar eru frá árunum 1985­2010 og spanna þar með aldar fjórðung. Flestar þeirra eru teknar á gróf korna filmu, en fáeinar nýlegar á stafræna mynda vél. Ljóðin í bókinni eru að mestu frá árunum 2002­2004, auk viðbótarljóða frá 2009­2010. Hús eru aldrei ein er falleg bók, 128 bls. í allstóru broti. Í ritdómi í Fréttatímanum gaf Páll Baldvin Baldvinsson bókinni fjórar stjörnur. Hrafnkell bóndi Sigurðsson í Hólum í Laxárdal, S.-Þing., vinnur að heyskap með Farmal Cub-dráttarvél, Steindórs- ýtu og jeppa sumarið 1966. (Mynd: Ásgeir S. Sigurðsson). Bjarni Guðmundsson áritaði fjölda eintaka af Alltaf er Farmall fremstur, þegar bókin kom út á Farmalfögnuði á Hvann eyri þann 16. júlí síðastliðinn. Alltaf er Farmall fremstur er mikið verk, 214 bls. í sama broti og fyrri bók höfundar, ...og svo kom Ferguson. Guðmundur Magnússon bóndi á Hóli í Bolungarvík slær með nýlegum Farmal sínum. (Mynd: Þorsteinn Jósepsson). Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri vakti óskipta athygli með bók sinni ...og svo kom Ferguson sem varð óvæntasta metsölubók in á Íslandi árið 2009. Nú held ur Bjarni, sem stýrir Landbúnaðar­ safni Íslands á Hvanneyri, áfram að ausa af brunni þekkingar sinnar og reynslu í nýrri og afar áhugaverðri bók, fullri af fróð leik, skemmti legum sögum og ein stöku mynd ­ efni víðs vegar að af land inu. Í þessari nýju bók, Alltaf er Farmall fremstur, segir Bjarni sög ur af þessum vinsælu vélum á sinn ein staka hátt, auk þess sem fjórtán þekktir ein staklingar rifja upp minn ingar sín­ ar um Farmal og fleiri búvélar frá IHC. Farmallinn og fleiri afl­ og vinnuvélar frá vélasamsteyp unni Inter national Harvester Company (IHC) og frum kvöðl um hennar, þeim Cyrus Hall McCormick og William Deering, komu við sögu á svo til hverju býli á Íslandi á síðustu öld. Með þeim breyttust búhættir. Í stað hand afls og hand verkfæra komu hestaverkfæri og síðar afkasta mikil vél knúin verkfæri til ræktunar og heyskapar. Stór virkustu vél arn ar frá IHC tóku einnig þátt í vegagerð og öðrum sam göngubótum. Í einkar lofsamlegum ritdómi í Fréttatíman­ um gaf gagnrýnandi blaðsins, Páll Baldvin Baldvinsson, bókinni hæstu einkunn, fimm stjörnur. BÓKAFRÉTTIR UPPHEIMA 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.