Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2011, Blaðsíða 86

Skessuhorn - 23.11.2011, Blaðsíða 86
86 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER Árið 1997 afhenti íslenska ríkið Slysavarnafélaginu Landsbjörgu flest hús og land lóranstöðvarinnar á Gufuskálum á Snæfellsnesi til að þar yrði unnt að setja upp þjálfunar­ og æfingabúðir fyrir björgunarsveitafólk. Þór Magnússon fyrrum deildarstjóri björgunardeildar og erindreki SVFÍ tók við starfi staðarhaldara á Gufuskálum árið 2000 en áður hafði Ingi Hans Jónsson sinnt því starfi. „Það var fyrir tilstilli Inga Hans og fleiri góðra manna hér á Snæfellsnesi að það tókst að fá þessi húsakynni og land sem fylgdi fyrir þjálfunarbúðirnar, þar unnu þeir þrekvirki,“ segir Þór, sem hefur starfað hjá Slysavarnafélagi Íslands og síðar Slysavarnafélaginu Landsbjörgu í samtals 24 ár og er nú með lengsta starfsaldurinn þar. „Ég byrjaði að vinna sem erindreki meðan ég bjó á Akranesi og ef ég var ekki á ferðalögum um landið tók ég Akraborgina til Reykjavíkur á hverjum morgni og til baka að kvöldi í rúm þrjú ár. Svo kom að því að ég þurfti að fara að sinna bakvöktum hjá björgunarmiðstöð félagsins á Grandanum og þá var ég eiginlega neyddur til þess að flytja suður, sem var ekki ókunnuglegur staður fyrir mig því ég er Reykvíkingur með ættir vestur á firði en konan mín, Svanhvít Ásmundsdóttir er frá Akranesi. Síðan þegar ég tók við þessu starfi hér á Gufuskálum keyrði ég að sunnan hingað vestur hvern mánudagsmorgun, vann myrkranna á milli að uppbygginu hér alla vikuna og fór aftur suður síðdegis á föstudögum. Það var búið að setja á okkur alþjóðalega æfingu árið 2002 svo þannig hafði ég markmið til að gera rústasvæðið og fleira nothæft á alþjóðlegan mælikvarða. Svona gekk þetta næstu ár en við Svanhvít ákváðum að flytja hingað árið 2003 ásamt yngsta barninu Ægi Þór sem þá var 11 ára, hann er 19 ára nú og nánast alinn upp í rústunum hér. Við eigum tvær eldri dætur, þær Huldu og Dóru sem báðar eru nú komnar yfir þrítugt en þær búa á Akranesi og Selfossi og hafa fært okkur fimm barnabörn samanlagt.“ Fjölbreytt starfsemi Á Gufuskálum eru haldin mörg og margvísleg námskeið á hverju ári. „Þetta hefur verið vaxandi og við höfum mest verið með yfir 5000 gistinætur á ári. Við erum með átta íbúðir en sjö manns geta gist í hverri og jafnvel upp í tíu með aukarúmum. Þar geta því verið 60­80 manns. Svo erum við með tvær íbúðir þar sem 15 manns geta gist í svefnpokaplássum í hvorri. Þannig getum við verið með vel yfir hundrað manns hér í einu en matsalurinn, sem við höfum, tekur ekki fleiri en svona sjötíu manns, þannig að þegar mest er þarf fólk að skiptast á að fara í mat.“ Þór segir unglingadeildirnar mjög duglegar að koma í æfingabúðirnar, en björgunarsveitirnar misduglegar, sumar koma oft á ári en aðrar sjaldan eða aldrei. „Sérhæfðar sveitir eins og hundabjörgunarsveitirnar sjáum við reglulega og önnur þeirra kemur 4­6 sinnum á ári. Auk þess koma ýmsir aðrir sem tengjast starfi samtakanna. Þetta er ekki eiginlegur björgunarskóli hér heldur húsnæði til fundahalda og kennslu auk æfingasvæðis. Slysavarnafélagið Landsbjörg rekur björgunarskóla sem er farskóli og fer um allt land. Sá skóli sendir oft lengri námskeið hingað sem standa jafnvel í 8­10 daga. Á sumrin er svo hér útivistarskóli fyrir 14­ 18 ára. Þangað koma félagar úr unglingadeildunum en einnig aðrir unglingar sem vilja kynnast útivist. Þetta er magnaður skóli og þarfur því krakkar á þessum aldri eru fullir af orku og þetta er bara spurning um hvert við beinum þessari orku. Þau geta verið á fullu á götunni í ýmsu misjöfnu en þau geta líka nýtt þessa orku til að vera á fullu í útivist og læra að bjarga sér þar. Við kennum þeim fyrstu hjálp og rötun, förum með þau í gönguferðir, ýmsar æfingar og leiki. Þetta eru grunnnámskeið en þau sem halda áfram og fara lengra í þessu námi fara í ferðir upp á hálendið. Yfir veturinn er meira um að björgunarsveitirnar séu að koma hingað og Björgunarskólinn að senda hingað námskeið. Svo kemur Rauði krossinn hingað með námskeið, slökkvilið og lögreglan hafa verið hérna og sérsveit Ríkislögreglustjóra hefur komið að æfa sig. Síðasta stóra rústabjörgunaræfingin hér var úttektin á íslensku Alþjóða rústa­ björgunar sveitinni árið 2009. Útlendingar hafa komið hingað til æfinga og í vor ætlaði að koma sveit frá Hollandi að æfa rústabjörgun en hætti við þegar sveitinni varð ljóst að hún fengi ekki að koma með hundana sína með vegna sóttvarnalaga. Þetta hefur takmarkað okkur nokkuð í að markaðssetja þjálfunarbúðirnar í útlöndum. Hins vegar hafa allir útlendingar sem komið hafa hingað til æfinga og þjálfunar dásamað þetta svæði og undra sig á því að við svona lítil þjóð, skulum hafa þetta svæði til æfinga og þjálfunar,“ segir Þór, „enda vita þessir menn hvað þeir eru að segja. Flestir eru þeir atvinnumenn í slökkviliðum eða sérsveitum sem tengjast rústasveitum meðan allir íslenskir björgunarsveitarmenn, hverju nafni sem þeir nefnast, sinna björgunarstörfum í áhugastarfi utan síns vinnutíma.“ Er þetta gamall ruslahaugur? Þór segir leitun að svona æfingasvæði hjá nágrannaþjóðum okkar. „Hér er allt til staðar sem þarf til að æfa hvers konar björgun, eina sem okkur vantar eru fallvötn því hér rennur allt vatn undir hrauni. Við erum í mjög góðu samstarfi við björgunarsveitina Lífsbjörg hér í Snæfellsbæ, sveitin nýtur góðs af nærveru við þjálfunarbúðirnar og meðlimir hennar hafa verið boðnir og búnir að aðstoða okkur við alls konar verkefni bæði á sjó og landi. Þór segist reyna að gera sem mest sjálfur af því sem gera þurfi á Gufuskálum. Hann hefur unnið mikið við smíðar í járn og er lærður járniðnaðarmaður. „Ég segi ekki að það komi ekki hingað iðnaðarmenn en þeir eru frekar sjaldséðir. Það væri ekki hægt að reka þetta hér nema starfsmaðurinn sé sjálfbjarga á sem flestum sviðum.“ Þór hefur útbúið flest það sem tilheyrir rústaæfingasvæðinu með góðra manna hjálp. „Ég var eins og grár köttur um alla ruslahauga hér á Nesinu í fyrstu til að finna hráefni í rústirnar. Allt var tínt til þar enda þurfa að vera á svæðinu þung járnstykki, steypubrot, húsgögn og allt það sem getur líkst því sem er þegar menn koma að hrundum húsum. Þegar þjóðgarðsvörður kom í heimsókn hingað fyrst, benti hann á rústabjörgunarsvæðið og spurði mig hvort þetta væri gamall ruslahaugur. Ég varð örlítið móðgaður en ekki hissa, enda er þetta ekki mikið fyrir augað frekar en raunverulegar rústir eru.“ Gott að æfa hér þakplötuhlaup Slysavarnafélagið Landsbjörg sér um viðhald á húsakynnum og aðbúnaði á Gufuskálum en ríkið leggur til ákveðna fjárhæð á ári til þess. Ekki háa fjárhæð, en hún hefur að mestu dugað. Hugsun ríkisvaldsins hefur án efa verið sú að styðja við öflugt sjálfboðastarf björgunarsveita með því að leggja til án endurgjalds húsnæði og landsvæði til þjálfunar. Það er því hlutverk Þórs að gera sem mest úr þeim peningum þannig að þeir nýtist vel. Svanhvít kona hans starfar að hluta á Gufuskálum við þrif og að sjá um gistihúsnæðið innan dyra en þar fyrir utan vinnur hún á heilsugæslunni í Ólafsvík. Þór segir vissa tregðu vera meðal björgunarsveitarmanna að koma á Gufuskála þótt þeir séu auðvitað tilbúnir að koma í útköll hvenær sem er, hvert sem er á landinu. „Margar af stærstu og fjölmennustu björgunarsveitunum eru á Suðvesturhorninu og sumum félögum í þeim sveitum finnst rosalega langt að fara hingað, sem er svona um tveggja til þriggja tíma keyrsla. Að vísu erum við nálægt Grænlandssundi hér og hérna þarf enginn að þjást af súrefnisskorti. Það er vindasamt hér og félagar mínir hafa gert grín að því. Á einum fundinum sagði kunningi minn frá því að einn morguninn hefði ég komið út úr dyrum á Gufuskálum og stungist umsvifalaust kylliflatur á hausinn. Ástæðan var sú að það var logn og ég átti að vera svo vanur að streitast á móti vindinum. Auðvitað er langt í frá að alltaf sé rok hérna. Hér getur verið mjög gott veður líka. Svo eru ekki bara ókostir við það hve vindasamt er hér. Það er t.d. gott að æfa hér þakplötuhlaup,“ segir Þór og rifjar upp óveður sem gekk yfir Akranes þegar hann var í björgunarsveitinni þar. „Þá fuku þakplötur um allan bæ og við vorum að eltast við þær. T.d. fuku plötur af einni blokkinni við Garðabrautina og við vorum að sækja þær og setja niður í kjallara. Þegar við vorum að taka eina plötuna af götunni heyrðum við hvin fyrir ofan okkur og sáum þakplötu fljúga rétt hjá okkur. Þá kom fullorðin kona út í glugga og skipaði okkur að hætta þessu og koma okkur í skjól. Við vorum sjálfsagt jafnhræddir við konuna og plöturnar svo við hlýddum, sáum reyndar að þetta var stórhættulegt og plöturnar stungust niður í freðna jörðina ef þær lentu á grasblettum. Við gátum ekki fórnað lífi okkar fyrir þessar plötur.“ Listaverk úr járni og hellaskoðanir Þór hefur ekki sagt skilið við járniðnaðinn sem hann starfaði lengi við og síðustu árin hefur hann gert ýmsa listmuni úr járni, t.d. skálar úr gömlum vatnstanki sem var á Gufuskálum. Ein Þór Magnússon staðarhaldari á Gufuskálum: Leitun að jafngóðu rústaæfingasvæði í nágrannalöndum Þór Magnússon í kennslustofu á Gufuskálum. Rústaæfingasvæðið á Gufuskálum. Þór við það sem kallað er „pönnukökuhrun“, þegar hæðir í húsi leggjast nánast saman og pressa niður heimilistæki, húsgögn og annað sem fyrir verður. Þetta mannvirki reisti Þór einn með höndunum og traktorsgröfu. Undir þessum rústum er kjallari með 40 hólfum. Sá sem leita á að skríður inn í kjallarann eftir löngu röri og kemur sér fyrir í einhverju hólfanna. Síðan koma björgunarsveitamenn með hunda og verða síðan að grafa sig í gegnum rústirnar að rétta hólfinu, þeir geta jafnvel þurft að brjóta sér leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.