Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagurinn 19. maí 2011VÍKURFRÉTTIR Hagnaður HS Orku tvöfaldast Hagnaður HS Orku á fyrsta fjórðungi ársins nam 2.231 milljón króna samanborið við 1.190 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Lesa má úr reikningnum, að bætt afkoma stafi aðallega af hækkun á álafleiðum. Rekstrartekjur félagsins námu 1.953 milljónum króna samanborið við 1.812 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Vel steikt sælgæti á eldavélarhellu Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að íbúð við Faxabraut í Keflavík í hádeginu á mánudag. Nágranni hafði tilkynnt um reyk í íbúð. Í ljós kom að kassi með sælgæti stóð á elda- vélarhellu sem var í gangi svo af hlaust talsverður reykur. Slökkviliðsmenn opnuðu hurðar og glugga upp á gátt en ekki þótti ástæða til að setja reyk- blásara í gang. Filma.is opnar dyr fyrir Íslendinga erlendis Filma.is hefur opnað dyr sínar fyrir Íslend-ingum sem staðsettir eru erlendis en núna er hægt að leigja íslenskar kvikmyndir og þætti á netinu. Úrvalið er takmarkað í byrjun en unn- ið er hörðum höndum að því að stækka það á komandi mánuðum. Hægt er að leigja þættina Mannasiðir Gillz, Ameríski Draumurinn, Ham- arinn og Steindinn okkar og svo má helst nefna kvikmyndir eins og Blóðbönd, Börn Náttúrunn- ar, Bíódagar, Englar Alheimsins o.fl. Filma.is er íslensk síða þar sem hægt er að leigja stórt úrval af kvikmyndum og þáttum á netinu. Hún er fyrsta síða sinnar tegundar á Íslandi og tekur mið af erlendum síðum á borð við Netflix, iTunes og Amazon VOD. Með þessu er verið að koma til móts við Íslendinga sem eru annað hvort búsettir erlendis eða eru að ferðast og vilja geta nálgast íslenskt afþreyingarefni í gegnum netið. Hægt er að nálgast heildarlista yfir það efni sem er í boði á fréttasíðu Filma.is Breytingu á frumvarpi um fiskveiðistjórnun fagnað í Reykjanesbæ Hjörtur M. Guð-bjartsson tók við formennsku af Ólafi Thordersen á aðalfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ sem hald- inn var þriðjudaginn 10. maí. Ólafur skilaði blómlegu búi til hins nýja formanns, félagið að verða skuldlaust og öflugt starf í gangi. Auk Hjartar þá skipa þau Vilhjálmur Skarphéðins- son, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir, Guðný Kristjánsdóttir og Johan D. Jónsson hina nýju stjórn. Fjörugar umræður um bæjar- og landsmál urðu á fundinum og var neðangreind ályktun samþykkt einróma: „Aðalfundur Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fagnar þeim mikla árangri sem ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur hefur náð á erfiðum tímum og lýsir yfir sérstakri ánægju með að nú á tveggja ára afmælisdegi ríkisstjórnarinnar sé lagt fram langþráð frumvarp til breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun sem feli í sér almenningseign fiskistofna, innköllun aflaheimilda og endurút- hlutun þeirra.“ ›› FRÉTTIR ‹‹ Eins og við greindum frá í síðasta blaði verður ekki grillað í bráð á heimili einu í Sandgerði. Ástæðan er að starri hefur gert sér hreiður á grillinu og verpt þar fimm eggjum. Þegar grillið var opnað á svölunum kom í ljós að það var orðið troðfullt af grasi og fuglafjöðrum og í miðjan hauginn var svo búið að verpa fimm fagurgrænum eggjum. Nú eru fimm ungar komnir í hreiðrið á grillinu og hávær söngur um mat þannig að foreldr- arnir eru í stöðugum ferðum á grillið með gott í gogginn fyrir afkvæmin sín. Myndina af ungunum tók Eyþór Sæmundsson blaðamaður Víkurfrétta nú í vikunni. Ungarnir komnir á grillið! Atvinnuleysi á Suður-nesjum í apríl er himin- hátt og langt fyrir ofan landsmeðaltal. Þannig voru 13,6 prósent Suðurnesja- manna án atvinnu í apríl meðan meðaltal atvinnu- leysis á landsbyggðinni var 6,9 prósent og 8,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Á vef Vinnumálastofnunar má finna skýrslu um atvinnu- ástandið í apríl og m.a. borið saman atvinnuástandið í dag og allt aftur til ársins 2002. Þá var atvinnuleysið á Suður- nesjum 2,2 prósent. Á tíma- bilinu 2002-2011 var atvinnu- leysi minnst árið 2006 þegar það var 1,8 prósent í apríl. At- vinnuástandið var verst í fyrra þegar 14,6 prósent Suður- nesjamanna voru án vinnu í apríl. Í ár var atvinnuleysið prósentustigi minna eða 13,6 prósent. Á bakvið allar þessar pró- sentutölur eru einstaklingar. Þeir eru á Suðurnesjum sam- tals 1583 sem voru án atvinnu í apríl. Vinnumálastofnun hefur flokkað atvinnulausa eftir sveitarfélögum. Flestir eru þeir án atvinnu í Reykja- nesbæ eða 1116 talsins. Í Sandgerði voru 170 manns án vinnu í apríl, 112 í Grinda- vík, 100 í Garðinum og 85 í Vogum. Athygli vekur að í öllum sveitarfélögum nema Grinda- vík eru karlar fjölmennari á atvinnuleysisskrá. Í Grindavík voru 66 konur atvinnulausar í apríl og 46 karlar. Atvinnuleysi eftir lengd at- vinnuleysis er greint í skýrslu Vinnumálastofnunar. Þar kemur m.a. fram að af þessum 1583 sem eru atvinnulausir hafa 201 verið án vinnu í yfir tvö ár. Stór hópur eða 150 manns er einnig búinn að vera án vinnu í 18-24 mán- uði. Þá eru 341 sem hafa verið atvinnulausir í 6-9 mánuði. Samtals voru 37 atvinnulausir í apríl sem voru að koma inn nýir á atvinnuleysisskrá og höfðu verið án vinnu í 1-3 vikur. Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ lýsti því í við- tali við Víkurfréttir í apríl að nokkuð væri um að at- vinnulausir hafi flutt burtu úr bænum og eins hafi fjölgað fólki sem komið er á fram- færslu sveitarfélagsins eftir að hafa fallið út af atvinnuleysis- skrá. Himinhátt atvinnuleysi á Suðurnesjum Kvikan, auðlinda- og menningarhús var formlega opnað í Grindavík á þriðjudag að viðstöddu fjölmenni. Í Kvik- unni eru nú tvær sýningar. Annars vegar Saltfisksetrið sem verið hefur í húsinu frá því það var opnað 2002 og hins vegar ný sýning sem nefnist Jarðorka sem er ætluð að fræða gesti um undirstöðuatriði íslenskrar jarðsögu og jarðfræði, skýra á einfaldan hátt eðli jarðhita, eldvirkni og jarðskjálfta. Þá hefur verið opnað kaffihús í Kvikunni sem er nú opið alla daga vik- unnar frá kl. 10-17 og verður húsið nú miðstöð auðlinda- og menningar í Grindavík. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og formaður stjórnar Kvikunnar fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á rekstri hússins. Jarðsögusýningin var áður í Gjánni í Eldborg en var lokað á sínum tíma en hefur nú verið flutt á efri hæðina í Kvikunni auk þess sem bætt hefur verið við upplýsingum um Auðlindastefnu Grindavíkurbæjar og glæsilegum eldgosamyndum. Vel hefur tekist til við flutninginn en Björn G. Björnsson leikmyndahönn- uður, sem hannaði báðar sýningarnar í Kvikunni, kom að því að skipuleggja jarðsögusýninguna í Kvikunni. Stjórn Kvik- unnar ákvað að leita til aðila í Grindavík sem reka matsölu- eða kaffistaði til þess að taka að sér rekstur á kaffihúsi í Kvikunni í umboðssölu. Eitt tilboð barst og var það frá Mömmu míu og var gengið til samninga við fyrirtækið. Myndarlegt kaffihús verður því rekið í Kvikunni í sumar. Við opnunina á þriðjudag voru tvö skemmtileg tónlistaratriði sem settu tóninn fyrir menningarstarfsemi í Kvikunni. Annars vegar sungu efnilegar söngkonur lagið ,,Keyrum þetta í gang“ úr árshátíðarleikriti Grunnskóla Grindavíkur og hins vegar tók hljómsveitin Jón Páll og Pollarnir nokkur lög. Þá opnaði Róbert Kvikuna með formlegum hætti og gestir skoðuðu sýningarnar tvær í húsinu. Hannað hefur verið auðkennismerki fyrir Kvikuna, auðlinda- og menningarhús og sá Gunnar Júlíusson grafískur hönnuður um það. Merkið þykir endurspegla vel auðlindirnar tvær sem eru í húsinu, annars vegar hraunkviku og hins vegar hafið. Gunnar hannaði einnig auðkennismerki Jarðorkunnar. Kvikan opnuð - Tvær glæsilegar auðlindasýningar og kaffihús

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.