Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagurinn 19. maí 2011VÍKURFRÉTTIR ›› List án landamæra 2011: Guðrún Jóna Aradóttir, Sigurður J. Ögmundsson, Sigríður Aradóttir, Guðmundur Finnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ari Bergþór Oddsson, Aðalgötu 5, Keflavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi, fimmtudaginn 12. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 20. maí kl. 13:00. Margrét Sanders, Sigurður Guðnason, Sigríður Sigurðardóttir, Sylvía Sigurðardóttir, Guðni Róbertsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðni Sigurðsson, Kolbrún Jóna Færseth, og aðrir ættingjar og vinir. Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn, frændi og vinur, Albert Karl Sigurðsson, Tunguvegi 7, Njarðvík, lést á heimili sínu, sunnudaginn 15. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Síðastliðna helgi var Lands-bankamótið í sundi haldið í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Rúmlega 500 sundmenn tóku þátt í mótinu frá 14 félögum. Mótið er það stærsta sem haldið er hér á landi af félagsliði og er alltaf mjög skemmtilegt með Eurovison stemmningu bæði á bakka og í Holta- skóla þar sem liðin gistu. Sundmenn kepptu í fimm hlutum. Átta ára og yngri kepptu á föstudeginum og endaði sá hluti á hinum sí- vinsæla sjóræningjaleik þar sem nokkrir sjóræningar höfðu stolið þátttökupeningunum og sundmennirnir þurftu að bjarga þeim úr klóm þeirra. Gaman var að sjá sundmenn fram- tíðarinnar synda og var mikill fjöldi áhorfenda í Vatnaveröld. Sundmenn 13 ára og eldri kepptu svo í 50m laug fyrir hádegi laugardag og sunnu- dag og skelltu sér svo í bíó á Fast 5 þegar þeir áttu frí. Við lok mótsins voru veittir far- andbikarar fyrir stigahæstu 200 metra sundið hjá sundmönnum 13 ára og eldri og voru eftir- farandi sundmenn stigahæstir. Telpur 13-14 ára: Rebekka Jaferian 582 stig fyrir 200 metra skriðsund. Drengir 13-14 ára: Þröstur Bjarnason 405 stig fyrir 200 metra skriðsund. Konur 15 ára og eldri: Eygló Ósk Gústafsdóttir 622 stig fyrir 200 metra fjórsund. Karlar 15 ára og eldri: Davíð Hildiberg Aðalsteinsson 621 stig fyrir 200 metra skriðsund. Sundmenn 9-12 ára kepptu svo eftir hádegi laugardag og sunnudag í 25m laug. Þeir fengu líka bíóferð á milli hluta og fóru á Dýrafjör á sunnudagsmorgni. Mikið var um bætingar á mótinu og fengu þeir sundmenn sem bættu sína tíma sérstök verðlaun. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með mótinu alla helgina. Eftir að móti lauk var svo glæsilegt lokahóf og uppskeru- hátíð ÍRB í hátíðarsal FS. Þangað mættu yfir 200 manns til kvöld- verðar og fjölmargar viðurkenn- ingar og verðlaun voru afhent. Veitt voru verðlaun fyrir hvatn- ingarkerfi ÍRB og einnig voru verðlaunaðir sundmenn hvers aldursflokks fyrir sig. Á hófið mætti m.a forseti LEN (Evrópu- samtaka Sundsins) og heitir hann Nory Kruchten og veitti hann verðlaun á mótinu. Einnig mættu formaður Sundsamband Íslands Hörður J. Oddfríðarson, Jóhann Magnússon formaður Íþrótta- bandalags Reykjanesbæjar, Einar Haraldsson formaður Keflavíkur Íþrótta- og Ungmennafélags og Ágústa Guðmarsdóttir gjaldkeri Ungmennafélags Njarðvíkur. Góð stemning á Landsbankamóti ÍRB Það er mikið að gerast í okkar litlu bæjarfélögum hér á Suðurnesjum hvað varðar neyslu áfengis, fíkniefna og afleiðingar þess á fjölskyldur okkar, ofbeldi o.fl. Ekki bætir úr atvinnuleysi og mikið óöryggi. Lundur hefur ásamt öðrum farið í skóla með fræðslu fyrir foreldra sem og ungmenni meðal annars til að skapa umræðu um ástandið sem skapast af neyslu áfengis, fíkniefna og afleiðingar þess á neytendur og ekki síður aðstand- endur. Það er ekki spurning HVORT börnum okkar verði boðin fíkniefni eða áfengi heldur HVENÆR. Þá er gott að vera búin/n að tala við þau um þessi mál og gera þeim grein fyrir hættunni, þannig að þau hafi val og ekki síður styrk til að segja NEI TAKK. Ég á von á að þú foreldri gott hafir fylgst með því hvað hefur verið að gerast í samfélagi okkar og sjáir hversu alvarlegt þetta er. Flest eigum við börn eða barnabörn sem við berum ábyrgð á. Nú nýverið hafa nokkrir ungir menn látist af völdum þessa sjúkdóms hér á Suðurnesjum. Guð gefi ykkur æðruleysi til að sætta ykkur við það sem þið fáið ekki breytt, kjark til að breyta því sem þið getið breytt og vit til að greina þar á milli. Ekki veit ég hvað þarf mikið til að fólk opni augun fyrir þessum harmleik, komi og fræðist, þó ekki væri nema til þess eins að vita betur hvað það getur gert í málunum og hvað ekki, ef eitthvað gerist. Fræðsla er ekki bara fyrir þá sem eiga við vandamál, heldur er það fyrirhyggja að forvörnum að vera betur undir það búin ef eitthvað gerist hjá okkur sjálfum. En flestir hugsa....... það gerist ekkert hjá mér og mínum, það er einhvern veginn bara eðli mannsins að hugsa þannig, en þetta eru orðin það alvarleg mál og algeng að við hreinlega bara verðum að breyta hugsunarhættinum. Afneitun, stolt og kvíði, geta oft haft mjög alvarlegar afleiðingar og óttinn við hvaða álit aðrir hafa á okkur ef eitthvað spyrst út, STÓRA fjölskylduleyndarmálið sem enginn má tala um, en viti menn, það vita þetta ótrúlega margir, svo miklu fleiri en þú heldur. HVER ER NÆSTUR? Erlingur Jónsson www.lundur.net Til þín... Erlingur Jónsson skrifar Auglýstu í Víkurfréttum! Auglýsingasíminn er 421 0001 • Tölvupóstur: gunnar@vf.is Dánartilkynningar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.