Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 21
Fimmtudagurinn 19. maí 2011 VÍKURFRÉTTIR 21 Nú er sá tími að garðunnendur hlúa að umhverfi sínu með sumarblómum og öðrum garðplöntum. Sumarið okkar er heldur stutt og veðuröfl stundum harla óblíð. Því er mikilvægt að undirbúningur garð- vinnunnar sé sem bestur. Við getur lítil áhrif haft á veðurfar en aftur á móti skýlt gróðri með öðrum veðraþolnum gróðri eða girðingum. Þannig aukum við meðalhita á svæðinu og komum í veg fyrir loftkæl- ingu og vindþornun. Ein af grundvallarspurningum hvers garðeiganda er gæði þess jarðvegar sem gróðursett er í. Það skiptir oft sköpum um árangur ræktunar að jarðvegurinn henti þeim plöntum sem þar eiga að dafna. Sumum plöntum hentar súr jarðvegur, öðrum basískur, flestum þó eitthvað þar á milli. Íslenskur jarðvegur er í eðli sínu gosjarðvegur, laus í sér og fokgjarn. Við þekkjum öll moldrokið og þegar að vori kemur að það hreinlega vanti mold í garðinn. Þegar við pöntum síðan moldarhlassið er það hendingum háð hvað við fáum í garðinn, allt eftir því hvaða rækt moldarsalinn hefur lagt við eigið verk. Fyrir okkur Suðurnesjamenn er erfitt að komast í góðan lífrænan jarðveg, sem gjarnan er uppgröftur úr mýrarfláka, hinn eiginlegi mór. Hann finnst aðeins í votlendi þar sem áfok er lítið. Hann inniheldur mikið af lífrænum efnasamböndum, en er að sama skapi snauður af næringarefnum fyrir plöntur því þau hafa skolast burt vegna bleytu. Það er því dálítil kúnst að búa til góðan ræktunarjarðveg sem hentar flestum plöntum. Margir hafa sjálfir búið sér til safnhauga úr eigin garði, þar sem plöntuleifum er safnað saman og bætt út í tilfallandi lífrænum efnum sem falla til úr eigin eldhúsi, oft með undra góðum árangri. En hvernig eigum við að standa að verki? Um þetta mun síðasti fundur okkar í Suðurnesjadeild Garðyrkju- félagsins fjalla. Þá kemur til okkar góður fyrirlesari, Guðrún H. Guð- björnsdóttir garðyrkjufræðingur og brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu Landbúnaðarháskóla Íslands og fræðir okkur. Hún er kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins. Fundir okkar á þessu ári hafa verið mjög vel sóttir, enda fyrirlesarar miklir reynsluboltar hver á sínu sviði. Nú er sá tími að við sjáum afrakstur þessara fundarhalda, því vorið kallar okkur til verka. Fundurinn verður haldinn að vanda í Húsinu okkar (K-húsið ) við Hringbraut og hefst þriðjudagskvöldið 24. maí kl. 20:00. Boðið verður upp á léttar veitingar í fundarhléi. Aðgangseyrir er 500 kr. Konráð Lúðvíksson, formaður. Tillaga að starfsleyfi til handa Al, álvinnslu hf. Í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að að vinna ál úr allt að 12.000 tonnum á ári af álgjalli auk þjónustu fyrir eigin starfsemi. Þá er lagt til að með- höndun gjallsands og síuryks í skolgryfju til að draga úr umhverfisá- hrifum efnisins sé aðeins heimil með samþykki Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun boðar jafnframt til op­ ins kynningarfundar í Duushúsi í Reykja­ nesbæ 23. maí næstkomandi, kl. 17 þar sem fjallað verður um tillöguna og um lög og reglur varðandi veitingu starfs­ leyfa á vegum Umhverfis stofnunar. Að lokinni framsögu verður orðið gefið laust til umræðna eða fyrirspurna. Tillagan liggur frammi ásamt umsóknar­ gögnum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, á tímabilinu 28. apríl til 23. júní 2011. Tillöguna má einnig nálgast á vefsíðu Umhverfisstofnunar, umhverfisstofnun.is, ásamt fylgigögnum. Umsagnarfrestur um tillöguna er til 23. júní 2011. STARFSLEYFI FYRIR ÁLVINNSLU kynningarfundur í Duushúsi þann 23. maí www. umhverfisstofnun.is TRAUST, FAGMENNSKA OG ÁBYRGÐ Um jarðvegsgerð Kaldavatnslaust vegna framkvæmda Vegagerðar ríkisins og Reykjanesbæjar við undirgöng Grænási HS Veitur hf tilkynna Vegna þessa verður lokað fyrir kalda vatnið þriðjudaginn 24. maí kl. 22:00 á eftirfarandi stöðum: Keavík, Ytri Njarðvík (fyrir utan Vallarás, Steinás, Klettaás, Grjótás, Melás, Urðarás, Fitjaás, Selás, Völuás, og Bergás) og Sandgerði. Áætlað er að vatn verði komið á aftur og fullur þrýstingur miðvikudaginn 25. maí kl. 11:00. Vegna gerð undirganga við Grænás þarf að færa til 600 mm stofnlögn kalda vatnsins í vegkanti Reykjanesbrautar. Inn á heimasíðu fyrirtækisins, www.hsveitur.is er hægt að sjá nánar á korti hvaða götur / hver verða vatnslaus. Einnig er þar að nna nokkur góð ráð, hvað skal hafa í huga í svo löngu vatnsleysi og hvað ber að varast. HS Veitur hf flytja tærustu afurðir þjóðarinnar inn á hvert heimili Sími 4225200 www.hsveitur.is hs@hs.is Vertu í góðu sambandi við VF! Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000 vf.is • m.vf.is • kylfingur.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.