Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 19
Fimmtudagurinn 19. maí 2011 VÍKURFRÉTTIR 19 ›› Kristín Karlsdóttir frá Grindavík stundar nám við háskóla í Alabama: Kristín segir það hafa tekið smá tíma að venjast því að gera allt heimanám á ensku, annars er námið mjög skemmtilegt sem og erfitt líka. Hún er mikið í verk- legum áföngum núna þar sem hún kennir samnemendum leikfimi, dans og íþróttir. Engar gangstéttar og strákarnir ágengir Kristín segir mjög fínt að búa í Montgomery, besta við það er hvað allir eru vingjarnlegir og þekkja mann og kannski veðrið góða. Það versta er að það eru engar gang- stéttar, maður verður nánast að keyra allt saman hérna. „Þeir eru öðruvísi en við Íslending- arnir, þeir eru voða kurteisir og vilja spyrja margra spurninga. Strákarn- ir hérna eru voða ágengir, það er ekkert sms eða facebook spjall, það er bara farið beint á stefnumót,“ segir Kristín um innfædda. Skóli þessi hefur í gegnum árin hýst fjölda Íslendinga og nú er nokkur fjöldi Íslendinga við nám í skól- anum sem Kristín segir vera sam- heldinn hóp „Ég er ekki mikið inni í félagslífinu hérna í skólanum, þar sem við erum svo mörg hérna frá Íslandi, eða samtals 15. Við reyn- um að gera skemmtilega hluti sam- an. Við förum kannski í keilu, út á sundlaugarbakka, verslunarferðir til Birmingham eða Atlanta. Svo núna þegar það er orðið hlýtt þá förum við kannski á ströndina í Pensacola á Flórída. En skemmti- staðirnir eru ekki svo margir hérna en þegar við förum höfum við farið á staði sem heita Reflections eða 322. Ég bý ekki á heimavist- inni heldur, en þar mun vera mesta félagslífið hjá systra- og bræðra- félögunum. “ Ferðast mikið Kristín er búin að ferðast mikið, lengsta ferðalagið sem hún hefur farið í er til San Francisco til Dínu Maríu frænku sinnar. „En svo er ég búin að fara í vorfrí (e. Spring Break) til Miami og Bahamas, ég var einmitt að koma frá Bahamas fyrir stuttu og þar var mjög skemmti- legt. Svo ferðumst við mikið með fótboltanum en flest liðin sem við keppum við eru frá fylkjunum: Mississippi, Louisiana, Kentucky, Georgia, Flórída og Alabama. Þeg- ar við förum heim til Íslands stopp- um við svo annað hvort í New York eða Boston sem er algjört æði því við elskum að versla þar. En mér finnst spring break alveg standa uppúr,“ en Kristín hefur mikinn áhuga á ferðalögum. „Mér finnst rosalega gaman að ferðast, hanga með vinum og elda en ég held ég sé aðal kokkurinn í eldhúsinu í minni íbúð. Þetta eru áhugamálin ásamt fótboltanum og körfubolta en við erum búin að fara á nokkra NBA leiki.“ Sjö Íslendingar í liðinu „Í fótboltaliðinu eru hressar og skemmtilegar stelpur. Fyrir utan amerísku stelpurnar erum við sjö stelpur frá Íslandi og setjum greini- legan stimpil á liðið með því að spila skemmtilegan evrópskan fótbolta. Á fyrsta árinu mínu gekk vel í bolt- anum, okkur gekk vel á Southern States Athletic Conference og við komumst eftir það í Nationals þar sem öll bestu liðin frá Bandaríkj- unum koma saman og spila. Við lentum í 16. sæti sem mun vera gott miðað við öll Bandaríkin í NAIA deild. Árangur okkar var 15 unnir leikir 5 töp og 2 jafntefli. Núna á öðru ári fengum við nýjan þjálf- ara sem er fínn en ekki gekk okkur eins vel í boltanum þar var árangur okkar 12-6-1, og komumst bara í undanúrslitakeppni fyrir Nation- als. En á næstu önn munum við gera betur,“ segir Kristín. Hvirfilbylir allt í kringum Montgomery Eins og flestir vita þá gengu hvirf- ilbylir yfir mið-Bandaríkin fyrir skömmu og Kristín ásamt fleiri Ís- lendingum urðu vitni að veðurofs- anum en komust blessunarlega heil heilsu frá óveðrinu. Kristín segir að mesta óveðrið hafi verið í u.þ.b. klukkutíma fjarlægð frá Auburn þar sem hún býr. Veðrið hafi verið virkilega slæmt og á tímabili ótt- uðust Kristín og vinir hennar að þau þyrftu að leita skjóls í þar til gerðum óveðursskýlum. „Spennan var mikil og órói í fólki en veðrið fór hreinlega í kringum bæinn okk- ar og við sluppum því vel miðað við marga bæi og borgir hér í nágrenn- inu,“ sagði Kristín. Nú nýverið fóru Kristín og vinir hennar úr skól- anum hennar til Tuscaloosa til að aðstoða við hjálparstarf en sá bær varð illa úti í hvirfilbyljunum. Í sumar ætlar Kristín að spila fótbolta með Grindavík í Pepsi- deildinni og vinna en hún segist vera spennt fyrir því að komast í íslenska sumarið og spila fótbolta, auk þess langar hana að skella sér í nokkrar útilegur. Í framtíðinni segist Kristín svo hafa áhuga á að starfa með börnum, annað hvort að þjálfa eða að kenna. En hún segist hafa voðalega gaman af krökkum. eythor@vf.is Grindvíkingurinn Kristín Karlsdóttir stundar nám í Auburn University of Mont- gomery í Alabama en þar leggur hún stund á íþróttafræði ásamt því að spila fótbolta með skólalið- inu. Hún segist ávallt hafa viljað stunda nám í Bandaríkjunum en hafi heillast af landinu alveg frá því hún heimsótti það fyst sem barn. Hún hóf nám árið 2009 og lýkur dvölinni árið 2013. Hún býr í þriggja herbergja íbúð ásamt þremur íslenskum stelpum. „Íbúðin er stór og flott og hverfið er alveg frábært en þar er ekki hægt að komast inn nema í gegnum hlið sem við erum með lykil að. Í hverf- inu eru tvær líkamsræktarstöðvar og tvær sundlaugar,“ segir Kristín um aðstæður. Sjö hressar íslenskar stelpur í háskólaliðinu ■ Í fótboltaliðinu eru hressar og skemmtilegar stelpur. Fyrir utan amer- ísku stelpurnar eru sjö stelpur frá Íslandi og setja greinilegan stimpil á liðið með því að spila skemmti- legan evrópskan fótbolta. Grindvíkingurinn Kristín Karlsdóttir stundar nám í Auburn University of Montgomery í Alabama. Hér er hún númer 21 ásamt hinum íslensku stúlkunum í skólaliðinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.