Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 24
vf.is TM Opið allan sólarhringinn Fitjum NÝTT Morgunverðar-matseðill Aðeins í boði áSubway Fitjum Hafið samband í síma 421 4100 eða netfangið gs@gs.is GOLFTÍÐIN ER HAFIN, NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR Nýr og endurbættur vefur www.reykjanesbaer.is Við kynnum nýjan og endurbættan vef Reykjanesbæjar sem unnin var í samstarfi við Suðurnesjafyrirtækin Kosmos & Kaos, DaCoda, Netsamskipti og Ýmir Mobile. Vefurinn er sá fyrsti í nýju vefumsjónarkerfi DaCoda og samið hefur verið við fyrirtækið Kosmos&Kaos um umsjón og þróun vefs Reykjanesbæjar. Vefurinn keyrir á vélbúnaði Netsamskipta og Ýmir Mobile leggur til skemmtilega kortalausn sem jafnframt er aðgengileg farsíma. Við erum stolt af þessum fyrirtækjum og þeirra vinnu. Fimmtudagurinn 19. maí 2011 • 20. tölublað • 32. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 MUNDI Presturinn getur talað um kísilverið í staðinn... SVART & SYKURLAUST Afmælishelgi í Garði Það verður heldur betur mik- ið um að vera í Garðinum um helgina. 150 ára afmæli Útskálakirkju verður fagnað með tveggja daga dagskrá laugardag og sunnudag þar sem meðal annars verður boðið upp á áhugaverða skoðunarferð um kirkjugarðinn. Mikil saga er í kirkjugarðinum að Útskálum sem fróðleiksfúsir ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Dagskrá afmælisins að Útskálum er í blaðinu í dag. Annað afmæli sem haldið verður hátíðlegt í Garði um helgina er 75 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Víðis. Því verður fagnað á laug- ardag þegar Víðismenn leika sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Hefst dagskrá kl. 11 með ratleik, grillað verður á Garðsvelli kl. 13 og klukku- stund síðar leikur Víðir gegn Vængjum Júpiters. Þá heldur dagskrá áfram fram á kvöld. Ætlar ekki að tala um álver í útvarpsmessu Guðsþjónustu í Útskálakirkju verður útvarpað á sunnudaginn í tilefni af 150 ára afmæli kirkj- unnar. Síðasta útvarpsmessa frá Útskálum komst í fréttirnar og þótti umdeilt þegar séra Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprest- ur talaði fyrir álveri í Helguvík. Útskálaprestur ætlar ekki að tala um álver að þessu sinni og hefur gefið biskupi loforð um það. Hins vegar mega menn eiga von á kraftmikilli ræðu prestsins og því um að gera að mæta til messu á sunndaginn eða stilla á gömlu góðu gufuna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.