Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 15
Fimmtudagurinn 19. maí 2011 VÍKURFRÉTTIR 15 Bláa Lónið leitar að framúrskarandi starfsfólki Bláa Lónið er helsta aðdráttarafl íslenskrar ferðaþjónustu og munu starfsmenn fyrirtækisins taka á móti 450.000 gestum á þessu ári. Innan raða fyrirtækisins starfa framúrskarandi starfsmenn sem búa yfir mikilli hæfni í mannlegum samskiptum, eru agaðir og fágaðir í framkomu og sinna starfi sínu af mikilli samviskusemi. Bláa Lónið er reyklaus vinnustaður. Við leggjum ríka áherslu á upplifun gesta okkar, gæði þjónustunnar og umhverfisins. Framtíðin er björt og því leitum við að öflugum liðs- mönnum sem búa yfir eftirtöldum eiginleikum sem einkenna starfsfólkið okkar: Hafa brennandi áhuga á starfsemi Bláa Lónsins og ferðaþjónustu Hafa ríka þjónustulund Búa yfir góðri enskukunnáttu, önnur tungumál mikill kostur Eru samviskusamir, stundvísir og sýna frumkvæði Geta tileinkað sér þá gæða- og öryggisstaðla sem við vinnum eftir Aðstoðarmóttökustjóri Um framtíðarstarf er að ræða. Aðstoðarmóttökustjóri eru staðgengill móttökustjóra og sinnir daglegri stjórnun á baðstað. Um er að ræða vaktavinnu. Snyrtifræðingar Mikil ásókn er í Blue Lagoon spa meðferðir og því leitum við að snyrtifræðingum til að veita meðferðir í Bláa Lóninu og hjá Blue Lagoon Spa í Hreyfingu. Vinnutími og vaktafyrirkomulag er samkomulagsatriði. Bíll skilyrði. Matreiðslunemi Við leitum að metnaðarfullum matreiðslunema til að starfa í hópi landsliðs matreiðslumanna á veitingastað okkar, Lava. Næturvörður Næturverðir sinna almennu viðhaldi og þrifum auk gæslu. Unnið er á vöktum. Sumarstarfsfólk Enn á eftir að ráða nokkra sumarstarfsmenn. Miðað er við 19 ára lágmarksaldur. Nánari upplýsingar veitir Helga Jóhanna Oddsdóttir mannauðs- og gæðastjóri Bláa Lónsins í síma 420-8800 eða í netfangi helga@bluelagoon.is. Umsóknarfrestur er til 29. maí 2011 og eru umsækjendur beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Bláa Lónsins; www.bluelagoon.is/Umfyrirtaekid/Atvinna/Atvinnuumsokn/. Öllum umsóknum verður svarað. Föstudaginn 29. apríl síðastliðinn lauk raunfærnimati í skrifstofu-greinum hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Verkefnið var unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Fagráð verslunar- og þjónustugreina, Mími – símenntun og Menntaskólann í Kópavogi (MK). Það var 22 manna hópur bæði frá höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem fór í gegnum matið. Metið var í samræmi við Skrif- stofubraut 1 í MK. Þátttakendur fengu að meðaltali 15 einingar af 32 einingum metnar af brautinni, sumir meira og aðrir minna. Þátttakendur höfðu meðal annars reynslu af skrifstofustörfum, voru jafn- vel búnir að ljúka einingum úr framhaldsskóla og/eða vinna sjálfstætt í bókhaldi. Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari ekki ein- göngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við allskonar aðstæður og í allskonar samhengi. Með mati á raunfærni fær fullorðið fólk á vinnumarkaði aukna möguleika á að sækja sér menntun og þjálfun til að auka færni sína. Helsti ávinningur einstaklinganna er að fá ný tækifæri til að styrkja sig í námi og starfi. Mat á raunfærni getur verið hvati fyrir fullorðið fólk á vinnumarkaði, í hinum ýmsu starfsgreinum, til að ljúka formlegu námi. Niðurstaðan úr þessu verkefni sýndi einmitt fram á það. Níu konur af Suðurnesjum tóku þátt í matinu og fengu þær 17 einingar metnar að meðaltali. Þær hafa flestallar skráð sig í fjarnám í haust til að ljúka þeim einingum sem eftir eru af Skrifstofubraut 1. Þær geta síðan haldið áfram á Skrifstofubraut 2 í framhaldinu. Margir af nemendum Skrifstofubrautar- innar hafa í gegnum tíðina fengið aukin atvinnutækifæri í kjölfar námsins. Þetta er hagnýtt nám sem nýtist beint til starfa. Miðstöð símenntunar mun í janúar 2012 bjóða aftur upp á raunfærnimat í skrifstofugreinum og geta áhugasamir einstaklingar með reynslu af skrif- stofustörfum haft samband við Jónínu Magnúsdóttur, náms- og starfsráð- gjafa hjá MSS – jonina@mss.is/4125958. Jónína Magnúsdóttir Náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri raunfærni- mats í skrifstofugreinum fyrir hönd MSS. Guðmunda L. Guðmundsdóttir af Suðurnesjum tekur hér við viðurkenningu. Hún hafði þetta að segja um verkefnið: Ég hef lengi verið að velta fyrir mér hvaða menntun ég gæti bætt við mig sem myndi nýtast mér vel á vinnumarkaði, án þess að fara í háskóla. Ég var svolítið óörugg að fara í raunfærnimatið. En komst að því að það var óþarfi. Ég fékk góðan stuðning frá þeim sem stóðu að verkefninu. Í haust ætla ég að fara í MK og klára þau fög sem ég á eftir af Skrifstofubraut 1. Raunfærnimat í skrifstofugreinum – hver er ávinningurinn? Þátttakendur af Reykjavíkursvæðinu og Suðurnesjum fögnuðu áfanga sínum við athöfn í Menntaskólanum í Kópavogi 29. apríl sl. Vélsmiðja Grindavíkur óskar eftir að ráða bifvélavirkjameistara Óskar eftir að ráða vélvirkja eða menn vana smiðjuvinnu sem geta starfað sjálfstætt. Um framtíðarvinnu er að ræða. Upplýsingar í síma 8936840. ATVINNA GARÐAÚÐUN SUÐURNESJA 822 3577, 421 4870, 699 5571 og 421 5571 netfang: bvikingur@visir.is Úðum m.a. gegn roðamaur og kóngulóm! Björn Víkingur: 822 3577, Elín: 699 5571 Síminn er 421 0000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.