Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagurinn 19. maí 2011VÍKURFRÉTTIR Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Ritstjórnarpistill Víkurfrétta HILMAR BRAGI, FRÉTTASTJÓRI Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 19. maí. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Bjartar sumarnætur eru alveg að bresta á og nú er aðeins dimmt í fáeinar klukku- stundir. Frá því að sumarið kom eftir að snjóinn tók upp þann 1. maí sl. hefur mátt sjá mikla breytingu á mannlífinu. Fjölmargir á ferli langt fram eftir kvöldi og börn að leik, því útivistartíminn er orðinn rýmri með hækkandi sól. Í maí er hins vegar allra veðra von og gerar veð- urspár ráð fyrir vorhreti á landinu um helgina. Fjölmargir áhorfendur á leik Grindavíkur og Keflavíkur í Pepsí-deild karla í knattspurnu, sem fram fór í Grindavík á mánu- dagskvöld, fengu líka að finna fyr- ir því að það voru bara rétt liðnar tvær vikur af maí og þegar sólin hvarf á bakvið skýin féll hitastigið niður í tvær gráður. Talandi um fótboltann þá er staðan í efstu deild hjá Suðurnesjaliðunum þannig að Keflavík er í 2. sæti með átta stig og Grindavík í því 10. með þrjú stig. Mótið er hins vegar rétt byrjað og allt getur gerst. Undirritaður hefur gaman af því að fylgjast með far- fuglunum sem nú eru að koma til landsins. Krían lét sjá sig á Garðskaga 10. maí. Það hefur vakið athygli að færri kríur eru að sjást á ferðinni núna en undanfar- in ár. Hugsanlega hefur krín leit- að annað, enda lent í vandræðum með fæðuöflun hér við Reykjanes- skagann á síðustu árum. Á með- fylgjandi mynd er það hins vegar rjúpa sem er að fara úr vetrarham yfir í sumarlitina sem undirrit- aður smellti mynd af á Stafnesi um helgina. Það er fjölbreytt dýralíf á Stafnesi og þeir sem taka sér rúnt þangað í kvöldsólinni geta séð ær og lömb í tugatali njóta lífsins. Mannlífið breytist mikið þegar sumarið gengur í garð og skóla- fólkið er komið í frí. Sumarleyfi hefjast hjá fyrirtækjum og brag- urinn verður annar. Við hjá Vík- urfréttum höfum undanfarið hvatt lesendur til að vera í góðu sam- bandi við blaðið og koma með ábendingar um hvaðeina sem fólki dettur í hug og gæti átt heima á síðum blaðs- ins. Víkurfréttir eru með vaktsíma sem er vaktaður allan sólarhringinn og þar er númerið 898 2222. Einnig má senda póst til blaðsins á póstfangið hilmar@vf.is. Endilega standið með okkur vaktina í sumar og komið með ábendingar um skemmtilegar fréttir í blaðið. Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15. Bjartar sumarnætur og blómstrandi líf vf.is Tíundi apríl er svartur dagur hjá Árna Björgvinssyni og eiginkonu hans, Sigrúnu Stefáns- dóttur, sem búa að Hvammsgötu 18 í Vogum. Hann var svartur því húsið þeirra var svart af sandi að utan og einnig var fínn sandur kominn inn um allt. Einnig var garðurinn við húsið fullur af sandi og ástandið er ennþá slæmt. „Það var óskemmtileg lífsreynsla að sjá þetta. Við vorum ekki heima þegar þessi ósköp gengu yfir. Þegar við komum heim var ekkert að sjá fyrr en við beygðum hér heim að húsinu. Það fyrsta sem ég hugsaði var, er ég eitthvað að villast?,“ segir Árni Heimili Árna og Sigrúnar stendur á fallegum stað við mikla sandfjöru í Vogum. Sandurinn hefur alltaf verið til friðs en fjörukamburinn hafði verið rofinn vegna fráveitufram- kvæmda og ekki hafði verið gengið frá rofinu. Þar sést greinilega hvar sandurinn hefur fokið upp skarðið í kambinum og sjónarvottur lýsir því þannig að þegar sandfokið stóð yfir hafi hreinlega verið svartur sand- veggur sem barði á heimili þeirra hjóna. Vandinn virðist hafa verið mjög einangraður því aðeins virð- ast fáein hús hafa orðið fyrir sand- blæstrinum. Árni hefur búið í Vogum í 23 ár og ›› Segir fráveituframkvæmdir hafa opnað leið fyrir sandfok yfir heimilið: HÚsið sVARt AF sAnDi þar af sjö ár að Hvammsgötu 18 og aldrei orðið var við þetta áður. Íbúi í næsta nágrenni sem er fæddur þar og uppalinn hafði aldrei séð þetta gerast áður og Árni segist hafa fleiri vitnisburði um að þau ósköp sem áttu sér stað 10. apríl hafi aldrei gerst áður. Sandinn skóf svo aftur aðfararnótt páskadags en þá ekki í eins miklu magni en nóg til þess að talsvert af sandi safnaðist fyrir í innkeyrslunni og garðinum framan við húsið, sem hafði verið þrifið vandlega eftir síðasta hvell. Sigrún segir fína rifu hafa verið á gluggum og það hafi verið nóg til þess að sandurinn komst inn um alla íbúðina og var um öll gólf. Árni segist hafa sent athugasemdir til bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Vogum til að vekja athygli á að vegna skarðsins í fjörukambinum hafi hann fengið yfir heimilið mikið magn af sandi sem verður ekki betur lýst en með meðfylgj- andi ljósmyndum. Hann segist hins vegar ekki hafa fengið nein við- brögð frá bæjarstjórninni. Vanda- málið virðist ennþá vera viðvar- andi. Það má sjá í umhverfinu þar sem sandinn hefur skafið og vind þarf lítið að hreyfa svo sandurinn sé ekki kominn að stað. Árni er ekki sáttur við þau við- brögð sem umkvörtunarefni hans hefur fengið hjá bæjarfulltrúum eða bæjarstjóra, því þar segist hann engin viðbrögð hafa fengið. „Ég setti mig einnig í samband við bæjarverkstjórann á mánudags- morgninum [11. apríl sl.] rétt uppúr klukkan átta. Hann sagð- ist ekki geta komið vegna funda þann morgun. Hann sást keyra hér framhjá eftir hádegið á mánudeg- inum og svo ekkert meir. Þá fór nú aðeins að renna í skapið hjá mér og ég hringdi aftur. Þá kom hann eftir hádegið á þriðjudeginum og mokaði útúr innkeyrslunni og var upp undir fjórar klukkustundir við mokstur því þetta var svo mikið af sandi,“ segir Árni. Hann segir sandfokið hafa skemmt lakk á bíl sem hann var með í inn- keyrslunni. Samkvæmt mati frá Bílasprautun Suðurnesja er tjónið á bílnum a.m.k. 150.000 krónur en hann var málaður á síðasta ári. Íbúð þeirra Árna og Sigrúnar er svokölluð Búmanna-íbúð og eftir samráð við Búmenn hafi verið fenginn verktaki til að þrífa húsið og lóðina enda ástandið þar þannig að sögn Árna að öll vit hafi fyllst af sandi og ryki um leið og farið var að hreyfa við sandinum. Árni segir að eftir ítrekaðar óskir hafi verið komið með eitt hlass af grús og það sett í skarðið sem rofið var í fjörukambinn. Það dugaði þó ekki til að loka skarðinu og því segir Árni ennþá vera hættu á að sandinn skafi þaðan upp úr fjörunni. Hann veit ekki hver framvinda málsins verður en í þessari viku mætti Árni á lögreglustöð til að gefa skýrslu um það tjón sem hann telur sig hafa orðið fyrir. Sandinn sem þegar hefur blásið upp úr fjörunni þarf að fjarlægja og vonast Árni til að farið verið í róttækar aðgerðir í kjölfar þess að vakin sé athygli á málinu hér á síðum Víkurfrétta. Fleiri myndir eru með umfjöllun um þetta mál á vf.is Árni Björgvinsson í fjörunni þar sem skarðið var gert í fjörukambinn sem varð þess valdandi að sandinn skóf að heimili hans í baksýn. Garðurinn að Hvammsgötu 18 var á kafi í sandi þegar þessi mynd var tekin fyrir réttri viku síðan. svona var umhorfs við heimili Árna og sigrúnar þann 10. apríl sl. sandblásturinn skemmdi bæði lakk og ljós á þessum bíl. Hér er ástandið svipað og undir Eyjafjöllum í miðju öskufallinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.