Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagurinn 19. maí 2011VÍKURFRÉTTIR Grindavík Hraustir drengir úr 7. bekk Grunnskóla Grindavíkur fóru í síðustu viku út á sjó með kennara sínum. Það var áhöfnin á Árna í Teigi sem bauð þeim að koma með í túr og tók hún vel á móti þeim. Drengirnir fengu að taka þátt í allri vinnu sem fram fer um borð. Þessir ungu herramenn voru mættir niður á bryggju klukkan sjö tilbúnir í slaginn. Þeir ætla sér allir að verða sjómenn í framtíðinni. Í upphafi ferðar var farið með bæn aftur á dekki. Drengirnir leiddust í hring og skipstjórinn kyrjaði bæn um fiska og fugla. Þetta var að sjálfsögðu hrekkur og var mikið hlegið eftir bænastundina. Dreng- irnir voru hörku duglegir, ældu í sjóinn, þurrkuðu sér síðan bara um munninn og héldu áfram að vinna! Það var stoltur kennari sem kom í land með þessa dugnaðar- forka. Þessi vel heppnaða sjóferð sýnir sannarlega hvað verknám er mikilvægur partur af skólastarfi í Grindavík. Þarna kynntust dreng- irnir aðal atvinnugrein Íslendinga og draumastarfinu. Hraustir sjómenn úr Grunnskóla Grindavíkur Þann 24. mars sl. voru liðin 80 ár síðan Björgunarsveitin Þorbjörn bjargaði 38 manna áhöfn togarans Cap Fagnet undan Hraunsfjöru. Þá var flug- línutæki fyrst notað til björgunar hér á landi. Síðasta laugardag fóru nokkrir félagar í Þorbirni ásamt köfurum árla morguns að Hraunsfjöru að flaki Cap Fagnet og náðu þar tveimur ankerum sem þeir komu með að landi. Ankerin komust því á þurrt land eftir 80 ára volk í sjónum en voru merki- lega heilleg að sjá. Heimasíða Grindavíkurbæjar var á staðnum og skjalfesti atburðinn. Að sögn björgunarsveitarmanna gekk ferðin nokkuð vel þótt ekki hafi tekist að ná einnig upp aðalsk- rúfu Cap Fagnet eins og til stóð. Farið var á fjöru með flottank og ankerin fest í hann. Þegar flæddi að og sjávarborð tók að hækka losnuðu ankerin frá botninum og síðan var flottankurinn dreginn inn í Grindavíkurhöfn með ankerin í eftirdragi. Ankerin voru svo hífð upp á bryggju og gekk allt eins og í sögu. Björgunarsveitarmenn halda að enn sé a.m.k. eitt ankeri í viðbót í flakinu ásamt aðalskrúfunni. Ætla þeir að fara í nýjan leiðangur í sumar til þess að freista þess að ná aðalskrúfunni í land en talið er að skrúfan sem náðist úr skipinu 1998 hafi verið varaskrúfan en hún er til sýnis fyrir utan höfuðstöðvar Þorbjarnar. Aðfaranótt 24. mars 1931 strandaði franski síðutogarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum austan Grindavíkur. Um borð var 38 manna áhöfn. Slæmt veður var þegar togarinn strandaði og ljóst að ekki væri unnt að yfirgefa skipið á björgunarbátum togarans. Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brást skjótt við og tókst að bjarga allri áhöfn togarans með hinum nýja björgunarbúnaði. Björgunin markaði ákveðin tímamót og færði mönnum heim sannindi þess hversu öflug björgunartæki flug- línutækin voru og flýtti mjög fyrir útbreiðslu þeirra. Alls eiga vel á þriðja þúsund íslenskir og erlendir sjómenn fluglínutækjunum og björgunarsveitum á Íslandi líf sitt að launa. Á land eftir 80 ára legu í sænum ›› Drengir úr 7. bekk Grunnskóla Grindavíkur fóru á sjóinn: TE XT I & M YN D IR ÞO RS TE IN N G U N N AR SS O N TE XT I & M YN D IR G RU N N SK Ó LI G RI N DA VÍ KU R

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.