Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagurinn 19. maí 2011VÍKURFRÉTTIR Uppáhalds: Matur: Subway Bíómynd: Æj veit ekki Sjónvarpsþáttur: Pretty little liars Veitingastaður: Hamborgafabrikkan Tónlist: Bara eitthvað svona R&B Vefsíðan: Facebook oftast .. og svo auðvitað vf.is svo bleikt .is Íþrótt: Körfubolti Íþróttamaður: Rajon Rondo Þetta eða hitt ? Kók eða Pepsi? Hvorugt Morgunblaðið eða Fréttablaðið? Fréttablaðið, það er skemmtilegra. Hamborgari eða pizza? Pizza hún er bara einfaldlega betri! Vatn eða mjólk? Vatn, mjólk bara með morgunkorninu... Cocoa Puffs eða Lucky Charms? Cocoa puffs það er klassík Maggi Mix eða Nilli? Nilli er snilli ! Abercrombie eða Hollister? Hollister það eru bara flottari föt þar Justin Bieber eða Usher? Justin bieber. hann er bara svo sætur! Spurning frá seinasta grunn- skólanema vikunnar: Finnst þér gaman af lífinu? Jáá ég hef bara mjög gaman af því! lokaspUrningar: Hvað ertu að hugsa núna? Að drífa mig að svara þessum spurningum Hvað langar þig að verða í framtíðinni? Eitthvað mjög skemmtilegt Hver eru helstu áhuga- málin þín? Körfubolti og bara að vera með vinum og svona Hvað viltu spyrja næsta grunn- skólanema vikunnar að? Facebook eða Twitter? grUnn VikUnnar skÓlaneMi kamilla sól sigfússdóttir 8.BK í Njarðvíkurskóla UMsJÓn: páll orri pálsson ›› Tónlistarlífið blómstrar á Suðurnesjum: ›› Staðurinn minn Getro í Danmörku velja Touch- store kassakerfi frá Snerta Tískufataverslunin GETRO hefur valið Touch-store kassakerfið frá Snerta hugbún- aði. Snerta er staðsett í Vogum á Suðurnesjum. Um er að ræða fataverslunarkeðju sem rekur 3 verslanir í Danmörku og sú 4 bætist við í sumar. Versl- unin selur tískufatnað frá Fred Perry, 55 DSL ofl. Snerta kassakerfi hefur fundið fyrir miklum meðbyr eftir að fjár- málakreppan skall á og hefur þurft að bæta við starfsfólki. Snerta af- greiðsluhugbúnaður er íslensk framleiðsla og fyrirtækið er meira en 10 ára gamalt. Fyrirtækið hefur einnig verið með starfsemi í Dan- mörku síðan 2001 og eru yfir 1000 notendur á kassakerfinu á öllum norðurlöndunum. Fyrirtækið er einnig með söluskrifstofu í Bret- landi Nálgast má frekari upplýs- ingar um fyrirtækið og hugbúnað þess á vefnum www.kassakerfi.isKvennakór Suðurnesja hélt fyrri vortónleika sína sl. mánudag í Bíósal Duushúsa í Reykjanesbæ en seinni tónleik- arnir verða sunnudaginn 22. maí í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Hefjast tónleikarnir kl. 20. Kórinn tók þátt í landsmóti kvenna- kóra sem haldið var á Selfossi 29. apríl – 1. maí þar sem rúmlega 600 konur úr 23 kórum tóku þátt. Dagskrá tónleikanna litast aðeins af landsmótinu þar sem nokkur laganna sem sungin voru á lands- mótinu eru meðal þess sem er í tónleikaskránni en þar má nefna Flóaperlur sem eru lög eftir tón- skáld úr Flóanum; Í dag skein sól eftir Pál Ísólfsson, Draumalandið eftir Sigfús Einarsson og Bahama eftir Ingólf Þórarinsson, auk hins fallega lags Angel eftir KK og ít- alska lagsins Time to say goodbye eða Con te partirò sem söngvarinn Andrea Bocelli gerði vinsælt fyrir nokkrum árum. Á dagskránni verða einnig fleiri falleg íslensk og erlend lög sem og dægurlög í létt- ari kantinum, gospeltónlist, söng- leikjatónlist og kirkjuleg verk. Það er því fjölbreytileikinn sem ræður för og eiga tónleikagestir von á góðri skemmtun. Stjórnandi Kvennakórs Suður- nesja er söngkonan Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Einnig leikur Eiríkur Rafn Stefáns- son á trompet. Miðaverð á tónleikana er kr. 1500, frítt fyrir 12 ára og yngri. Miðasala verður við innganginn. Eins og áður sagði tók Kvennakór Suðurnesja þátt í glæsilegu lands- móti kvennakóra fyrir stuttu en það var Jórukórinn á Selfossi sem sá um framkvæmd mótsins að þessu sinni. Þetta var áttunda landsmót kvennakóra sem haldið hefur verið en þau eru haldin á þriggja ára fresti. Næsta landsmót verður haldið á Akureyri árið 2014 og mun kórinn væntanlega taka þátt þar. Þess má geta að Kvennakór Suðurnesja hélt landsmót í Reykjanesbæ árið 2002. Vorið 2012 ráðgerir kórinn að fara í tónleikaferð til Færeyja og er undir- búningur að hefjast fyrir þá ferð. Eigandi m yndanna er Thelm a Björk Jóhannesdóttir. Harpa Jóhannsdóttir kenn-ari hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar deildi með okkur staðnum sínum. „Staður- inn sem kemur fyrst upp í hug- ann er Balí, sem er lítil eyja sem tilheyrir Indónesíu. Ég var þar í viku í febrúar 2008. Þá vorum við á tónleikaferðalagi með Björk og vorum nýbúin að túra Ástralíu og á leiðinni til Asíu og fengum þarna viku til þess að slappa af og gera ekki neitt. Ég man ekki nafnið á hótelinu en þar var allt til alls, meira að segja lítil einkaströnd. Við vorum þó meira á sundlaugar- barnum sem var ofan í lauginni sjálfri, og drukkum bjór um miðjan dag ásamt því að spila krossorðaspilið. Sem sagt almenn afslöppun í heila viku. Við gerðum þó ýmislegt annað, fórum t.d. á fílabak og heimsóttum apahof í stórum apaskógi (monkey temple) þar sem apar hoppuðu um og léku lausum hala. Merkilegast fannst mér að í hofinu þurftum við að klæðast sérstökum munkapilsum og sandölum, en gátum þó ekki farið inn í allra heilögustu staðina í hofinu þar sem höfuðaparnir réðu ríkjum, man ekki alveg hvað þeir kölluðust. Hrísgrjónaakur, borðuðum á veitingastað sem var staddur á miðjum risastórum hrísgrjónaakri. Fyrir utan allra heilagasta apamusterið í fínu pilsunum.Afslöppun á Balí En þessi staður hefur mikla þýðingu fyrir mig þar sem ég og Thelma, konan mín, trúlofuðum okkur þar. Við pöntuðum okkur leigubílstjóra í heilan dag og hann keyrði okkur á milli silfurverk- smiðja og við skoðuðum hringa. Það er mikil silfurmenning á Balí. Í þriðju verksmiðjunni fundum við hringa sem okkur líkaði og fórum þá á veitingastaðinn Aba Kabar (ísl. hvernig hefur þú það) sem er í eigu fjölskyldu leigubílstjórans og settum hringana þar upp. Almennt er þetta æðisleg eyja, fólkið er yndislegt þó það keyrði eins og brjálæðingar og er mér minnisstætt þegar ég sá fimm manna fjölskyldu á lítilli vespu á miðri hraðbraut. Mikil fátækt er á eyjunni og kom það glögglega í ljós þegar við fórum stór hópur út að borða eitt kvöldið, að venju borguðum við þjórfé en okkur brá þegar afgreiðslukonan brast í grát því þjórféð sem hún fékk var á við þriggja mánaða laun.“ eythor@vf.is Fórum í heimsókn í Batik vinnustofu, þar sem batik aðferð er notuð til að lita efnin og mála falleg munstur. Myndhöggvari að störfum á hótelinu okkar. Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja á sunnudag SÁÁ álfurinn í sölu um helgina Tuttugasta og önnur Álfa-sala SÁÁ fer fram 19.-22. maí næstkomandi. Eins og undanfarin ár er álfurinn til- einkaður unga fólkinu og mun allt söfnunarfé renna til rekstr- ar unglingadeildar okkar á sjúkrahúsinu Vogi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.