Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 19.05.2011, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagurinn 19. maí 2011VÍKURFRÉTTIR Knattspyrnufélagið Víðir var stofnað í maí 1936 og í fyrstu starfaði það í fjögur ár. Vegna hræðilegra slysa tveggja forystu- manna Víðis á þeim árum lagðist starfsemin niður um ellefu ára skeið. Fyrsti formaður félagsins var Jónas Guðmundsson frá Raf- nkelsstöðum og varaformaður Þorsteinn Gíslason frá Sólbakka. Um og upp úr 1950 var félagið endurvakið og var knattspyrna mikið stunduð ásamt því að handknattleikur og frjálsar íþróttir voru vinsælar. Félagið lognaðist aftur út af árið 1954. Gerð var tilraun til þess að koma starfseminni aftur í gang árið 1957 en hún varði aðeins í rúmt ár. Það var um haustið 1967 að mikill áhugi var á meðal pilta í Garð- inum að blása lífi í félagið á nýjan leik. Félagið var þá endurreist og hefur starfað óslitið síðan. Á þessum árum hafa félagsmenn fengið að upplifa bæði gleði og sorg. Nokkrar íþróttagreinar hafa reynt að fylgja knatt- spyrnunni eftir með misjöfnum árangri. Leikinn var hand- og körfuknattleikur undir merkjum félagsins á áttunda áratugnum. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur verið starf- ræktur með hléum frá árinu 1974 en árið 1976 náðu stelp- urnar sínum besta árangri fyrr og síðar þegar þær enduðu í þriðja sæti efstu deildar undir stjórn Júlíusar Baldvinssonar. Gullaldarár Víðis í karlaknatt- spyrnunni voru á níunda áratug síðustu aldar. Á þeim árum unnu Víðismenn sig upp úr neðstu deild í þá efstu þar sem þeir léku samtals í fjögur ár auk þess að komast í bikarúrslit árið 1987. Sá árangur sem félagið náði vakti verðskuldaða athygli um land allt og má segja að árangurinn hafi komið Garðinum á landakortið. Með tilkomu nýs íþrótta- húss í Garðinum árið 1993 var körfuknattleikur starf- ræktur á ný í nokkur ár. Í dag er knattspyrna ráðandi hjá Víði auk sem sunddeild er starfrækt. Meistara- flokkur karla í knattspyrnu leikur í 3. deild í sumar. Afmælisdagur Víðis Knattspyrnufélagið Víðir var stofnað í maí 1936. Um stofndag er ekki vitað með vissu en sagnir herma að félagið hafi verið stofnað fyrsta sunnudag eftir lokadag. Árið 1936 bar þann dag upp 17. maí. Í sögu Íþróttabandalags Suðurnesja er stofndagurinn 19. maí. Aðalstjórn Víðis ákvað á afmælisárinu 1996 að festa afmælisdag félags- ins um alla framtíð. Lögð var fram tillaga um að afmælisdagur Víðis yrði 11. maí ár hvert. Finnbogi Björnsson þáverandi formaður sagði að 11. maí væri hinn gamli lokadagur. Tillagan var svo samþykkt samhljóða. Lokadagur er frá fornu fari 11. maí en þá lýkur vetrarvertíð á Suðurlandi. Löngum hefur verið mikið um dýrðir hjá sjómönnum á lokadaginn. Víkufréttir birta hér brotabrot úr Sögu Knattspyrnufélagsins Víðis í Garði sem þeir Guðjón Árni Antoníusson og Rafn Markús Vilbergsson tóku saman í lokaverkefni sínu við Háskólann í Reykjavík. Það gerðist fyrir hálfri öld, í Garðinum um sumarkvöld Nokkrir strákar, hittust litla stund. Þeir vissu hvað í vændum var, og verkjaði í fæturna Og vildu í snatri kalla saman fund. Að stofna hérna félag eitt, sem gæti kannski aldrei neitt En hugurinn hann stefndi á hærra svið. Í knattspyrnu skelltu sér, og eins og allir vita hér Félagið fékk nafnið Víðislið. Jóhann Jónsson heiðursfélagi Víðis (vísa samin árið 1986) Knattspyrnufélagið Víðir 75 ára vf.is Meistaraflokkur karla árið 1984. Guðjón hampar B-deildarmeistaratitli árið 1990 þegar liðið vann sér sæti í efstu deild. B-deildarmeistarar kvenna árið 1982 Handboltalið úr Garðinum. Myndin er tekin árið 1950 Áhorfendur á Garðskagavelli árið 1984. Meistaraflokkur karla undir stjórn Sigurðar Ingvarssonar árið 1978 Liðið á endurreisnartímanum. Myndin er tekin 1967. Frá vígslu á nýjum Garðsvelli árið 1985

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.