Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Side 4

Víkurfréttir - 03.11.2011, Side 4
4 FIMMTudagurInn 3. nÓVEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Góð lestrarkunnátta eykur ánægju okkar af lestri og auðveldar allt nám. Fyrir nokkr- um árum hófst metnaðarfullt starf í Holtaskóla til að bæta ár- angur lestrarkennslunnar. Lestr- arfræðingur var fenginn til að leiða það starf og með hópi góðra og áhugasamra kennara hefur undraverður árangur náðst. Í fyrstu var megináhersla lögð á lestrarkennslu yngstu barnanna. Við mat á stöðu yngri nemenda í lestri er oft stuðst við „læsi 2“ sem er staðlað próf sem lagt er fyrir nemendur í 2. bekk. Framfarir Holtaskóla hafa verið miklar á þessu prófi, skólinn var gjarnan í neðstu sætum en er nú meðal þeirra efstu. Framfarir hafa líka verið miklar í öðrum skólum hér í Reykjanesbæ. Hægt er að bera þessar mælingar saman við nið- urstöður Reykjavíkurskóla. Ár- angur skóla í Reykjanesbæ var í fyrsta skipti betri en árangur Reykjavíkurskóla, þó var útkom- an í Reykjavík með því besta. Við höfum alla burði til að vera með- al þeirra bestu á landinu. Það krefst þó mikillar vinnu og náins samstarfs þeirra sem að námi barnanna koma. Í Holtaskóla leggjum við áherslu á að kennarar kenna, nemendur læra og foreldrar þjálfa. Ef allir þessir aðilar vinna saman og leggja sig fram hver í sínu hlutverki næst árangur. Það er það sem við viljum sjá. Við erum kröfuhörð á foreldra og foreldrar barna í Holtaskóla hafa upp til hópa brugðist vel við og eiga því mikinn hlut í þeim árangri sem hefur náðst. Til að allir geti til dæmis tekið þátt í lestrarnámi barna sinna er haldið stutt námskeið í september fyrir foreldra barna í 1. bekk. Þar er farið yfir tilhögun kennslunnar og þeirr- ar þjálfunar sem þarf að fara fram heima. Skimanir eru notaðar til að meta árangur barnanna og strax gripið til aðgerða ef í ljós kemur að börn eru að dragast aftur úr. Með- al þeirra aðgerða sem gripið er til er aukinn stuðningur við kennsl- una og aukið samstarf við foreldra varðandi þjálfunina. Í sumum til- vikum leyfa aðstæður þó ekki að nauðsynleg þjálfun geti átt sér stað heima. Við erum því núna að gera tilraun með að veita þá aðstoð í skólanum eftir skóladag og höfum fengið til liðs við okkur sérstaka lestrarþjálfa. Við erum enn að leita að fleiri einstaklingum, konum og körlum, sem vilja leggja okkur lið. Fólk sem hefur lausan tíma, er til dæmis hætt á vinnumarkaði, og vill láta gott af sér leiða í tímabundnum verkefnum getur hjálpað okkur að stuðla að raunverulegu jafnrétti til náms. Í Holtaskóla hefst fagkennsla líkt og er víða á unglingastigi strax í 5. bekk. Með því móti teljum við að nemendur fái markvissari og betri kennslu. Þá eru meiri líkur á að kennarar séu að kenna þær greinar sem þeir hafa mestan áhuga á og kunna best. Þeir geta jafnframt fylgst með framförum nemenda í sinni grein og betur komið til móts við þarfir nemenda. Í vetur er verið að gera tilraun með að kenna íslensku og stærðfræði í báðum bekkjum hvers árgangs á sama tíma. Þannig skapast mögu- leiki á að vera með breytilega hópa eftir frammistöðu nemenda og auðveldara verður að bæta inn jafn- vel þriðja kennara til stuðnings. Á undanförnum árum hefur stærð- fræðikennslan verið endurskipu- lögð einkum á yngsta stigi. Í fram- haldi af frábærum árangri þar er nú verið að yfirfæra þau vinnubrögð á miðstig eftir því sem við á og svo á unglingastigið. Kennsla í vinnu- brögðum hefur verið samræmd frá 1. bekk yfir á unglingastig. Ákveð- ið hefur verið hvaða vinnubrögð eru kennd á yngsta stigi og var það þróunarverkefni á síðasta skólaári. Þar læra nemendur grunninn. Á miðstigi eiga nemendur að kunna helstu vinnubrögð við heimilda- vinnu og upplýsingalæsi. Í ár er í gangi samþætt heimildaverkefni í 6. bekk þar sem nemendur vinna sama verkefni í íslensku, náttúru- fræði og upplýsingamennt. Eftir áramót verður heimildaritgerð samþætt í 7. bekk. Útbúinn hefur verið bæklingur „Ritsnillingar Holtaskóla“ sem verður aðgengi- legur fyrir nemendur á unglinga- stigi og foreldra þeirra á vefsíðu skólans fljótlega. Þar er að finna helstu upplýsingar um uppsetningu á ritgerðum. Útlitsverkefni hefur verið tekið upp aftur. Nemendur úr 10. bekk líta út til yngri nemenda í frímínútum og hádegi og bjóða þeim upp á leiki. Til að byrja með fara fjórir nemendur út, þrjá daga í viku. Nemendur fá greiðslu sem fer í ferðasjóð. Holtaskóli hefur, ásamt Njarð- víkur- og Myllubakkaskóla inn- leitt PBS eða stuðning við jákvæða hegðun. Þá er kastljósinu beint að því að efla jákvæða þætti í stað þess að beina athyglinni að neikvæðri hegðun. Jákvæð hegðun er kennd og fest í sessi. Nemendum líður mun betur því þau vita til hvers er ætlast. Meiri ró og öryggi skapar jákvæðara andrúmsloft og betri vinnufrið. Áhersla á árangur í Holtaskóla Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýs- ingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Leiðari Víkurfrétta PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI Það má vissulega segja að Suðurnesjamenn hafi verið af- tengdir í mörgum málum eftir bankahrun. Við erum aftengd í atvinnulífinu og hvorki stjórnvöld eða aðrir tengdir aðilar vilja t.d. tengja álverið í Helguvík nema eigendur þess. Við megum helst ekki tengja atvinnu- tækifæri á gamla varnarsvæðinu því það væru sennilega allt óvinir ríkisstjórnarinnar sem þar ættu hlut að máli nema kannski hjá Keili sem þó hefur átt erfitt uppdráttar varðandi eðlilega fjárveit- ingu. Eitt af góðum verkum sem þingmenn Suður- nesja unnu að var lýsing á Reykjanesbrautinni áður en Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut með al- menning á Suðurnesjum með sér í liði, keyrði í gegn að brautin yrði tvöfölduð. Ekki í neinu máli á seinni árum hefur kraftur almennings á Suðurnesjum skilað jafn miklu og í því máli. Nú skal hins vegar lýsingin aftengd að helmingi og helst taka ljósastaurana. Næst hlýtur hin frábæra Vegagerð að finna meiri sparnað en upp á 10 millj. króna á ári með því að aftengja helminginn af sjálfri brautinni. Þá er minna sem þarf að salta og vesenast á þessari tvöföldu þjóðbraut. Þar næst verður örugglega slökkt alveg á lýsingunni en kannski kveikt þeg- ar ráðherrar ríkisstjórnarinnar fara í flug. Ögmundur ráðherra eyddi ekki nema einni milljón þegar hann fór á ráðstefnu um samgöngumál í Mexíkó fyrir stuttu. Hann átti erfitt með að svara hversu mikilvæg ráðstefnan var en reyndi þó með litlum árangri að klóra yfir skítinn. Ferðakostnaðurinn hjá ráðherra samgöngumála og Vegagerðarinnar nálgast á einu ári sennilega kostn- aðinn við að lýsa Reykjanesbrautina. Nú spyr maður. Hvað næst? Verður slökkt á rafmagn- inu á sjúkrahúsinu um helgar? Þetta er nefnilega fjórða árið í röð þar sem þar er skorið niður. Munu sjúklingar á HSS þurfa að fá mat frá ættingjum og taka kerti með sér til að komast um ganga sjúkrahússins. Það er fátt sem kemur orðið á óvart hjá velferðar- og skattpíning- arríkisstjórninni sem nú situr við völd. Um 70% þjóð- arinnar vill aftengja hana skv. nýlegri skoðanakönnun. Er nokkur furða? Aftengdir Suðurnesjamenn vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 10. nóvember. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Holtaskóli er samfélag sem einkennist af virðingu, ábyrgð, virkni og ánægju Holtasóleyin sem kemur fram i merkinu er augljós skírskotun í nafn skólans en einnig þá ein- staklinga sem þar nema, þroskast og blómstra. (Jón Ágúst Pálmason, hönnuður merkisins). Kór Holtaskóla hefur sett sinn svip á skólastarfið. Hann hefur m.a. tekið þátt í Frostrósaverkefninu, sameiginlegu kórastarfi á skírdag í Hallgrímskirkju o.m.fl. Árangur skólans í Skólahreysti á síðasta skólaári vakti athygli. Nemendur skólans unnu landskeppnina og síðar líka í Finnlandi. 6 FIMMTudagurInn 29. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýs- ingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáf : Leiðari Víkurfrétta PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI Þrátt fyrir kalsatíð í atvinnumálum á Suðurnesjum virðist sem eitthvað líf sé að kvikna þessa dag- ana í ljósi nýjustu frétta af gagn - veri, byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ, veitingu virkjana- leyfis á Reykjanesi, framkvæmda við kísilver og hundruð milljóna króna breytinga á rafkerfi á ga la varnarsvæðinu, Ásbrú. Þetta kem- ur að auki fram í grein Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar í grein í blaðinu í dag. Í viðtali við formann fjárlaganefndar Alþingis, Odd- ýju Harðardóttur, fyrsta þingmann Suðurnesjamanna í þessu tölublaði segir hún atvinnumálin brýnasta verk- efnið á svæðinu: „Aðalmálið hér á Suðurnesjum, sem og annars staðar á landinu, er baráttan við atvinnu- leysið. Það er bölið. Þ ð þarf að huga að alvarlegum aukaverkunum atvinnuleysis. Það þarf að huga vel að börnum sem að alast upp við atvinnuleysi foreldra. Það verður að grípa inn í þetta ástand“. Oddný kemur víða við í viðtalinu og segir sam- skipti við bæjarstjórana í Garði og í Reykjanesbæ ekki nógu góð og kennir þar um pólitík. Hún legg- ur áherslu á að samvinna ríki svo hagur Suðurnesjamanna fari að vænkast. Þó erfitt sé að leggja dóm á samstarf formannsins við bæj- arstjórana sem hafa haft sig mest í frammi í umræðunni um atvinnu- málin þá er það deginum ljósara að báðir aðilar þurfa að taka sig taki. Það gengur ekki að þingmenn og forsvarsmenn sveitarfélaga tali ekki sam- an um jafn brýn mál og snúa að Suðurnesjunum núna. Um helgina verður atvinnu- og nýsköpunarþing í hús- næði Keilis á Ásbrú. Þar geta þeir sem eru með við- skiptahugmynd eða vinna að frumgerð vöru eða þjón- ustu látið ljós sitt skína. Þó svo að álver muni leysa mikinn vanda í atvinnuleysi okkar er nauðsynlegt að byggja upp fjölbreytta atvinnu á svæðinu með rekstri minni fyrirtækja. Rofar til í atvinnumálum vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 6. október. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Menntavagninn er farinn af stað á Suðurnesjum og mun á næstu mánuðum bjóða Suðurnesja- mönnum í ferðalag þar sem þeir kynnast því öfluga starfi og þeirri miklu fjölbreytni sem er að finna í skólum og öðrum menntastofnunum á svæðinu. Markmið Menntavagnsins er að stuðla að jákvæðum viðhorfum og umfjöllun um menntun á Suður- nesjum. Fyrsti viðkomustaður er hjá Hönnu Maríu Kristjánsdóttur og Rúnari Árnasyni, verkefnisstjór- um Menntamálaráðuneytisins. Í kjölfar þess að sveitarfélögin á Suðurnesjum kölluðu eftir aðgerðum ríkisstjórnar gegn atvinnuleysi og í þágu atvinnulífs á svæðinu var ákveðið í lok árs 2010 að hrinda af stað átaki til að efla atvinnu og byggð á Suðurnesjum. Hluti af því átaki er sérstakt þróun- arverkefni til eflingar menntunar á svæðinu og voru þau Hanna María og Rúnar ráðin sem verkefnisstjórar yfir því í byrjun maí þessa árs. Mennta- og menningar- málaráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum standa að verkefninu sem lýkur í janúar 2013. Verkefnið miðar að því að efla menntun á svæðinu, meðal annars með fjölbreyttara námsframboði sem koma á til móts við þarfir einstaklinga og atvinnulífs og aukinni ráðgjöf og hvatningu til þeirra sem hafa litla menntun eða eru án atvinnu. Mestu máli skiptir þó að þátttaka og viðhorf Suðurnesjamanna til menntunar séu jákvæð. Rúnar og Hanna María koma úr gjörólíkum áttum, og voru ráðin til verksins meðal annars af þeirri ástæðu. Rúnar starfaði til fjölda ára í lögreglunni og fór síðar til náms og atvinnureksturs erlendis samhliða ýmsum verkefnum hér á landi. Hanna María hefur starfað við kennslu og stjórnun í Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðan hún lauk háskólanámi. Að þeirra sög gengur samstarfið mjög vel enda verkefnið bæði spennandi og krefjandi og vinnan í kringum það skemmtileg. Fyrsta verkefni þeirra Hönnu Maríu og Rúnars var að skipuleggja námskynningu í samvinnu við Vinnu- málastofnun á Suðurnesjum, sem haldin var í Stapa 18. maí síðastliðinn. Námskynningin gekk vel og var mjög vel sótt svo ráðgert er að endurtaka leikinn næsta vor. Hingað til hefur mestur tími þeirra annars farið í kortlagningu verkefnisins og greiningu á þörfum þeirra sem að því koma. Þeir eru fjölmargir og ber þar helst að nefna aðila atvinnulífsins, atvinnuleitendur og menntastofnanir á svæðinu. Stærsti hópurinn sem á hlutdeild í þessu verkefni eru þó Suðurnesjamenn sjálfir. Án þeirra stuðnings og þátttöku verður erfitt að ná því markmiði að efla menntun og auka menntunar- stigið á Suðurnesjum. Liður í verkefni u um eflingu menntunar á Suður- nesjum er kynningarherferð um gildi menntunar og að sögn verkefnisstjóra hefst hún nú þegar Menntavagn- inum leggur af stað. Í framhaldi verða þau náms- og félagslegu úrræði sem í boði eru á Suðurnesjum kynnt með jákvæðum og uppbyggilegum hætti í máli og myndum hér í Víkurfréttum. Þá verða niðurstöður ýmissa kannana sem gerðar hafa verið á Suðurnesj- um kynntar. Könnun á viðhorfi Suðurnesjamanna til menntunar verður framkvæmd af Capacent Gallup í október og vonast verkefnisstjórar til þess að íbúar taki henni vel. Að mati þeirra Hönnu Maríu og Rúnars er of mikið gert af því að draga aðeins fram það eikvæða í fjölmiðlaumfjöllun um Suðurnesin. Það er því mark- miðið með Menntavagninum að tryggja jákvæða um- fjöllun um menntun og tengd málefni á Suðurnesjum, til að styrkja jákvæð viðhorf til menntunar og svæð- isins sem við búum saman á. Efling menntunar á Suðurnesjum Reykjanesbraut hefur verið brúuð við Grænás-braut og nú vinna verktakar að lokafrágangi við brúna og tengdar göngu- og reiðleiðir. Fram- kvæmdir hafa staðið yfir í allt sumar við að byggja undirgöng undir Reykjanesbrautina við hringtorg á Grænási. Núna er búið að malbika göngu- og hjólreiðastíg frá gömlu lögreglustöðinni í Grænási og upp á Ásbrú. Samhliða göngu- og hjólastíg undir Reykjanesbraut- ina á þessum stað hefur v rið lagður reiðstígur undir Reykjanesbraut og komast nú hestamenn undir göt- una á sama stað og geta riðið eftir breiðum stíg upp á Ásbrú. Lýsing verður við nýja göngu- og hjólreiðastíginn og á ennþá eftir að ganga frá henni en það gerist á allra næstu dögum. Að sögn verktaka á staðnum hafa þeir þegar orðið varir við talsverða umferð gangandi um stíginn, þó svo hann sé ekki að fullu frágenginn. Undirgöngin og stígurinn eru mikil samgöngubót fyrir þá sem fara gangandi, hjólandi eða ríðandi til og frá Ásbrú, því nú þarf ekki að fara yfir hættulega um- ferðargötu. R ykjanesbraut brúuð fyrir íbúa Ásbrúar Markmið Menntavagnsins er að stuðla að jákvæðum viðhorfum og umfjöllun um menntun á Suðurnesjum. Fyrsti viðkomu- staður er hjá Hönnu Maríu Kristjánsdóttur og Rúnari Árnasyni, verkefnisstjórum Menntamálaráðuneytisins.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.