Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 12
12 FIMMTudagurInn 3. nÓVEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Auglýsingadeild í síma 421 0001 Fréttadeild í síma 421 0002 Afgreiðsla í síma 421 0000 vf.is • m.vf.is • kylfingur.is Vikulegar Víkurfréttir Hinn eini sanni Bubbi Mort-hens mun halda tvenna tón- leika á Suðurnesjunum á næst- unni en tónleikarnir eru hluti af landsbyggðartúr Bubba. Laugardaginn þann 5. nóvember mun Bubbi spila í Grindavíkur- kirkju og á sunnudeginum 6. verður hann staddur í Ytri-Njarð- víkurkirkju. Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og er miðasala á midi.is og við innganginn, verð er krónur 2.500. „Þetta er réttur sem er mjög vinsæll á mínu heimili. Hann er fljótlegur, hollur og mjög bragð- góður,“ segir Jakob Már Jónharðs- son sem fyrstur ríður á vaðið í nýjum lið hjá okkur hér á VF sem kallast Í eldhúsinu. Jakob gerði garðinn frægan hér á árum áður á knattspyrnuvellinum með ýmsum liðum og svo síðar meir í fitnes- inu. „Ég gaf það út eftir síðasta mót í apríl að nú væri komið gott í fitnesinu og að elsti sonurinn væri tekinn við, en maður á aldrei að segja aldrei. Það er erfitt að hætta því sem maður hefur áhuga á og gaman af, á meðan skrokkurinn er heill og fínn, þá er aldrei að vita nema gamli skelli sér í ein- hver mót,“ segir Jakob og bætir því við að það verði nú að veita þessum ungu strákum einhverja samkeppni og láta þá hafa fyrir hlutunum. Jakob starfar hjá bandaríska sendiráðinu í Osló, þar starfar hann í öryggisvarðarsveit. Hann flutti til Noregs ásamt Ragnheiði kærustu sinni í byrjun júlí. Jakob segist skila sínu í eld- húsinu, mest er hann þó á grill- inu með kaldan á kantinum, að eigin sögn. „Ég verð þó að segja það að yndislega kærastan mín er miklu betri kokkur en ég, við höfum þó bæði gaman af að elda og hjálpumst mikið að, ég sé samt um uppvaskið,“ segir Jakob léttur í bragði. „Ég elda mest kjúklingabringur, grilla þær mikið og set í eldfast mót eða steiki á pönnu. Það er einfalt að matreiða kjúllann og svo er hann hollur og góður. Ég elda líka mikið af súpum hérna heima og þar er humarsúpan a la Jakob efst á óskalistanum. Hér er svo rétturinn sem Jakob ætlar að deila með lesendum Víkurfrétta: Wok-lax að hætti Jakobs Hráefni (fyrir 4): 600 g lax - beinlaus og roðlaus, skorinn í teninga. 4 vorlaukar, fínskornir. 1 rauð paprika, skorin í strimla. 1 stór rauðlaukur, skorinn í báta. 3 hvítlauksbátar, fínhakkaðir. 10 stórir ferskir sveppir, skornir í sneiðar. 100 g cashew hnetur. 3 msk soya-sósa. 1 msk sítrónusafi. 1 msk rifið ferskt engifer. 4 msk olía til steikingar. Wok-sósa: ½ dl soya-sósa (kikkoman) 1 dl fiskisoð 1 tsk maizena mjöl 3 msk agave síróp Matreiðsla: Marinera laxinn í soyasósunni, sítrónusafanum og engifer í 10 mínútur. Steikja fiskibitana þar til þeir eru gylltir á hverri hlið. Leggja þá svo til hliðar. Wok steikja (á wok pönnu) allt grænmetið á háum hita í nokkrar mín- útur, bæta svo laxinum og hnetunum við, hella sósunni yfir og hræra í nokkrar mínútur meðan allt blandast vel saman. Borið fram með brúnum hrísgrjónum eða grófu hvítlauksbrauði. Í eldhúsinuUMSJÓN EYÞÓR SÆMUNDSSON að hætti Jakobs - inn á öll heimili á Suðurnesjum! Bubbi í tveimur kirkjum Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 33 ára gamlan karlmann í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa barnaklám undir höndum. Maðurinn sem búsettur er í Grindavík hefur áður fengið dóm fyrir sömu sakir. Fann lögregla 174 ljósmyndir og 166 hreyfimyndir í tölvum og flakkara mannsins, sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Mað- urinn játaði brot sitt skýlaust eins og því er lýst í ákæru. Fram kemur í dómnum, að maðurinn hafi verið haldinn geðröskunum af ýmsu tagi frá unga aldri, auk þess sem hann sé talinn vera misþroska. Hann hefur verið í reglubundnum viðtölum hjá sálfræðingi og geðlækni undanfarna mánuði. Í ljósi þess taldi dómurinn rétt að skilorðsbinda refsinguna. Bíll fór út af Sandgerðisvegi í morgunsárið sl. fimmtudagsmorgun. Mikil hálka var á veginum og missti bílstjórinn stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór út af. Auk hans var annar farþegi í bílnum sem er af Yaris gerð og sluppu þeir án teljandi meiðsla. Hilmar Bragi tók þessa mynd á vettvangi. Baldur Geir Bragason opnaði sýninguna „Borðar“ í Suðs- uðvestur um sl. helgi. Borðar hlykkjast um sem mynd- fletir á fjölum. Svokölluð viktorísk dýpt eða olíulýsing er í verkunum þar sem borðarnir ná inn í bak- grunninn með því að svindla á fjarvíddinni og nota stærðfræðileg form til þess að það líti út fyrir að borðinn flökti inn í myndina. Þetta eru þó með eindæmum flöt verk og brellan augljós. Í dag hefur þetta þá merkingu að rótgróið innihaldið standist tím- ans tönn. Jafnframt hefur þetta ein- hverskonar konunglegt yfirbragð. Borðinn er notaður til þess að flagga letri og er ýmist vörumerk- ið sjálft eða afurð þess. Borðarnir eru myndirnar sjálfar límdar upp á kassafjalir. Striginn teiknar sjálfan sig sem blekkingu um dýpt og eigið form. Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ. Þar er opið um helgar frá kl. 2 – 5 og eftir samkomulagi. Rann út af í hálku Ný sýning opnar í Suðsuðvestur Meðfylgjandi er mynd af verkinu "fulfilling itself" 2011 sem var til sýnis á tvíæringnum í Prag í sumar og er núna á sýningunni Four rooms í Varsjá. Meira í leiðinniWWW.N1.IS OKKUR VANTAR VERSLUNARSTJÓRA Í GRINDAVÍK N1 óskar eftir að ráða verslunarstjóra í verslun félagsins í Grindavík. Megináhersla verslunarinnar er m.a. á bílavörur, útgerðarvörur, efnavörur, fatnað, verkfæri og olíuvörur. HÆFNISKRÖFUR: • Reynsla og þekking á verslun og þjónustu • Þekking á ofangreindum vörutegundum • Samskiptafærni • Þjónustulipurð HELSTU VERKEFNI: • Daglegur rekstur verslunarinnar • Verkstjórn og eftirlit • Ráðgjöf og þjónusta við viðskiptavini • Önnur tilfallandi störf í versluninni Nánari upplýsingar um starfið veitir Örn Bjarnason, rekstrarstjóri verslana í síma 440 1190. Vinsamlegast sækið um starfið á www.n1.is eða sendið ferilskrá ásamt nánari upplýsingum á netfangið atvinna@n1.is fyrir 10. nóvember 2011.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.