Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 18
18 FIMMTudagurInn 3. nÓVEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Staða unglinga á Suðurnesjum er að mörgu leyti góð en staða heimila oft slæm og ung- menni þurfa að styðja heimili sín og vinna með skóla eða hætta í skóla til að vinna,ef vinnu er að fá. Flestir unglingar eru í námi en margir sem hafa viljað hætta í skóla og hafa reynt að fá sér vinnu- eru nú atvinnulausir. Slíkt leiðir af sér aðgerðarleysi sem leiðir til verri stöðu eins og t.d. neyslu fíkniefna og vonleysi. Þetta kemur fram í niðurstöðum ungs fólks sem tók þátt í málþingi ungs fólks sem haldið var í Keflavíkur- kirkju fimmtudaginn 6. október sl. undir yfirskriftinni „Hærra, ég og þú“. Málþingið er hluti af verk- efninu Energí og trú sem Kefla- víkurkirkja stendur fyrir og er styrkt af m.a. Kjalarnesprófasts- dæmi og Biskupsstofu. Málþingið sjálft var styrkt af Evrópu unga fólksins. Þátttakendur voru 22 ungmenni af Suðurnesjum á aldr- inum 15-22 ára auk fyrirlesara og starfsmanna. Málþingið hófst á fyrirlestri Loga Geirssonar fyrrum atvinnumanns í handbolta þar sem hann ræddi um gildi þess að setja sér markmið og hafa trú á sér í öllum aðstæðum. Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, starfs- og námsráðgjafi hjá MSS og sagði frá verkefninu Fjörefni og hvað það hefur gert fyrir ungt fólk á Suðurnesjum, hvernig það hefur öðlast sjálfstraust og farið út á vinnumarkaðinn. Þorsteinn Valdimarsson f rá Change-makers eða Breytendum kom og sagði frá starfi samtakanna og gaf góð ráð ef þátttakendur vildu fara af stað með slíkt á Suður- nesjum. Einnig heimfærði hann hluta efnisins á heimabyggðina. Að lokum kom Sigrún Sævarsdótt- ir Griffiths og sagði frá því sem hún hefur verið að vinna við í Guildhall tónlistarskólanum í London. Þá var lesið bréf frá ungum manni sem er búsettur í Reykjanesbæ. Hann sagði sögu sína, hvernig líf hans hafði verið án tilgangs og markmiða og í það að hætta í fíkniefnum og snúa lífi sínu til hins betra. Þátttakendur voru spurðir spurn- ingarinnar „Hvernig metið þið stöðu ungs fólks á Suðurnesjum í dag?“ Tillaga þeirra var m.a. að stofna vinnumiðlun fyrir skólafólk sem hefur hlutastörf eins og t.d. slátt í görðum á sumrin o.s.frv. „Það er mjög erfitt fyrir ungmenni að komast á milli staða þar sem samgöngur hérna eru slæmar. Strætó gengur mjög stopult yfir daginn og ekkert á kvöldin. Það er því ómögulegt að nýta strætisvagn- ana sem skyldi og þurfa margir að hætta í íþróttum og tómstundum þar sem ekki allir foreldrar geta sótt og skutlað,“ segir m.a. í niður- stöðum ungmennanna frá mál- þinginu. Þá finnst þeim óþægilegt þegar það virðist sem það sé mismunandi undirbúningur grunnskólanna fyrir framhaldsnám. Þetta skapar ríg og óþarfa togstreitu milli hverfa og skóla, segir í niðurstöðum. „Hér vantar fjölbreytni í tóm- stundastarf fyrir ungmenni. Hér er nóg af íþróttum og kristilegu starfi en vantar fleira. Spennandi að stofna t.d. Change makers hér. Einnig ætti að nýta fólk og starf staðarins til að setja t.d. af stað leik- hóp sem vinnur að forvörnum með uppsetningu leikrita og fyrirlestra. Hér vantar hlutlausan, jákvæðan stað þar sem forvarnir eru og stuðl- ar að heilbrigðu líferni. Ekki all- ir unglingar vilja sækja starf með kristilegum formerkjum,“ segja ungmennin. „Okkur finnst foreldrar hérna á Suðurnesjum ekki sýna nógu mikið aðhald við unglinga. Hér er mikill jafningjaþrýstingur og því nauðsynlegt að bæði foreldrar, skólar og aðrir haldi betur utan um unglingana,“ sögðu ungmennin í niðurstöðum sínum. Og um möguleika til menntunar sögðu þau: „Þar sem FS er full- setinn - og því erfitt að komast í það nám sem maður vill (þó svo að skólinn sé allur af vilja gerður) þá vantar fleiri úrræði fyrir framhalds- skólanema. Að okkar mati væri góður kostur að stofna heimavist í Reykjavík fyrir þá sem héðan koma og vilja sækja nám í Reykjavík eða hafa tíðari ferðir á milli Rvíkur og Reykjanesbæjar“. Spurningunni „Hvaða tækifæri hefur ungt fólk á Suðurnesjum til þess að vinna sjálft að því að efla möguleika sína?“ var svarað svona: „Ungt fólk getur sótt það tóm- stundastarf sem er í boði og m.a. gengið í björgunarsveitina og lært hvernig brugðist skal við á ögur- stundu, gengið í KFUM og K og fara á leiðtoganámskeið sem nýtast á ótal vegu í lífi og starfi. Við ættum að sækja starfsnám og þjálfun þar sem hún er í boði (MSS, Keflavíkurkirkja o.fl.) Hafa skal í huga að allt nám er mikilvægt, líka óhefðbundið nám, óformleg menntun og námskeið. Allt leiðir þetta til þess að við fáum meiri færni og þekkingu. Við þurfum líka að leggja okkur fram við að standa okkur vel í skóla. Góð menntun leiðir frekar af sér betri tækifæri. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að setja okkur framtíðarmarkmið og fylgja þeim. Samtök á borð við Change makers væri gaman að setja á stofn hér á Suðurnesjum og fá ungt fólk til að hugsa út fyrir kassann“. Að endingu var spurt: Hvernig sjáið þið stöðu ungs fólks á Suður- nesjum eftir fimm ár? „Til þess að ungt fólk geti séð framtíðina hér á Suðurnesjum þarf margt að breytast. Við sjáum fyrir okkur á næstu fimm árum að skólarnir okkar verða betri og betri. Þeir eru stöðugt í þróun og við skorum hærra á landsmeðal- tali sem vekur gott umtal og við verðum ánægðari með þá og stolt af því að tilheyra þeim. Við sjáum fyrir okkur að Change makers verði komið hingað og það starfi leiði gott af sér bæði fyrir samfélagið okkar og víðar í heim- inum. Við sjáum fyrir okkur að strætó- kerfið verði betra þannig að fjöl- skyldum sé gert auðveldara fyrir að nota ódýrar samgöngur. Við sjáum fyrir okkur að íþrótta- og tómstundastarf verði opið öllum á jöfnum grundvelli óháð heimilis- tekjum og að viðráðanlegt fast gjald sé greitt til ungmennafélaga/tóm- stundafélaga bæjarins til að greiða fyrir aðgengi allra, óháð tekjum heimila“. Hjá Bílar og Hjól við Njarðarbraut starfa sex manns sem allir eru fagmenntaðir á sínu sviði. Garðar Haukur Gunnarsson er framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu sem er alhliða bifreiðaverkstæði sem að sögn Garð- ars getur séð um flestar, ef ekki allar tegundir bíla. Nýlega tók fyrirtækið að þjónusta Benz og KIA bíla. „Það hefur orðið alveg gríðarleg söluaukning á KIA bílum síðan Kjartan tók við umboðinu,“ segir Garðar og ástæðuna segir hann vera hvað Kjartan sé góður sölu- maður og að gæði vörunnar séu einfaldlega mikil. „KIA er að bjóða upp á 7 ára ábyrgð, sem er algert einsdæmi. “ Bílar og Hjól er smurstöð fyrir allar tegundir bíla en þeir eru einnig með bremsuviðgerðir og dekkjaverkstæði. „Við höfum verið starfandi frá árinu 2003 sem bílasprautunar- og réttinga- verkstæði, síðar urðum við hjólbarðaverkstæði og núna í sumar urðum við sem sagt almennt bílaverkstæði og smurstöð. Við höfum staðið saman í gegnum þykkt og þunnt, kreppur og annað,“ segir Garðar. Hann viðurkennir þó að þetta sé ekki versti bransinn til að vera í þegar að það herðir að. „Fólk er kannski síður að kaupa nýja bíla og það þarf að hugsa um þessa gömlu. Fólk er frekar að halda bílunum sínum við og lætur þá endast. Ef það kemur eitthvert vandamál upp hérna þá reynum við að leysa úr því á staðnum, við erum ekkert að senda kúnn- ana okkar til Reykjavíkur, sem mér finnst mjög jákvætt.“ Garðar segir að fólk sé byrjað að mæta og setja vetrardekkin undir, þó eru nagladekkin í minna mæli en oft áður. „Þeim fer fækkandi, harðkornadekkin og loftbóludekkin eru að ryðja sér til rúms og svo líka heilsársdekkin. Ég fullyrði það að þessi dekk eru bara orðin það góð að þau slá alveg við þessum gömlu nagladekkjum, þetta eru orðin svo tæknilega þróuð dekk að þau svínvirka í hálku og bleytu. Hérna á Suðurlandsundirlendinu þá myndi ég segja að menn hafi ekki mikið við nagladekkin að gera. Við mælum því með naglalausum dekkjum. Þegar að það er ekki hálka þá geta naglar virkað illa og oft gefið verra grip ef eitt- hvað er. Bíll sem er á góðum míkróskornum dekkjum með gott bremsukerfi er ekkert síður öruggur en bíll sem er á nagladekkjum. Það er stundum falskt öryggi í þessum nöglum og svo eiga þeir það til að týnast.“ Staða unglinga góð - en vilja fjölbreyttara tómstundastarf og bættar samgöngur ›› Málþing undir yfirskriftinni „Hærra, ég og þú“ í Keflavíkurkirkju: Elías Örn Friðfinnsson er 23 ára Keflvíkingur sem býr í vesturbæ Reykjavíkur. Hann starfar sem kokkur á Rauða Ljóninu og í frítíma sínum fæst hann við uppistand og vinnur að skopteikningum sem hann ætlar að gefa út í nánustu framtíð. Hann verður einn af keppendum í Fyndnasta manni Íslands sem er að fara af stað eftir töluvert hlé. Hvernig datt þér í hug að taka þátt í keppninni um fyndnasta mann Íslands? „Ég sá þetta á facebook og tók eftir því að Óskar Pétur Sævarsson væri að taka þátt, ég hugsaði þá með mér að fyrst að hann getur það, þá get ég það alveg. Mig langaði að athuga hvort að þetta gæti ekki orðið smá stökkpallur í skemmtanaiðnaðinn á Íslandi, “ segir Elías sem að langar mikið til þess að starfa í gríni. „Ef maður gæti fengið borgað fyrir að vera í uppistandi, annars væri gaman að vinna í sjónvarpi.“ Nú stendur yfir undankeppni sem að felst að mestu leiti í því að þeir sem ætla sér að taka þátt keppast um að fá sem flest like á facebook, þeir 10 sem fá svo flest like komast beint í lokaúrslitin sem fara fram á Spot í Kópavogi. En hvernig er uppistands- markaðurinn á Íslandi í dag? „Það er ekki hægt að lifa á þessu, þú þarft alltaf að vera með eitthvað annað í gangi held ég en þó má hafa einhvern pening út úr þessu.“ Hvernig ertu búinn að undirbúa þig fyrir áheyrnarprufurnar? „Það verður í raun erfitt að finna út úr því. Maður fær bara 3 mín- útur til þess að heilla dómarana í prufunum.“ Elías hefur þó verið að flytja uppistand víða um nokkurt skeið og á því eitthvað að efni til á lager. „Mér finnst það alveg hell- ings vesen að finna hvað ég á að nota af efninu mínu, þetta er mjög stuttur tími. Ég er yfirleitt vanur því að segja sögur í langan tíma og kem svo húmornum inn í þessar sögur, það verður vesenið fyrir mig að stytta þetta niður. Ef maður fer svo yfir þessar 3 mínútur þá fær maður einhvern mínus, svo að maður verður að vera með þetta tímasett eins og í ræðukeppni.“ Ertu nógu fyndinn til þess að verða fyndnasti maður Íslands? „Ekki spurning,“ segir Elías kok- hraustur. „Það kemur alveg fyrir að fólk segi að ég sé fyndinn.“ Af hverju ætti fólk að styðja þig í keppninni? „Af því að ég er ógeðslega frábær gæji,“ sagði Elías að lokum. Keppnin fer fram á skemmtistanum Spot núna í byrjun nóvember og hægt er að styðja Elías með því að fara á facebook og á síðuna „Fyndnasti maður Íslands,“ finna þar Elías í dálkinum vinavirkni og gefa honum like. Bílar og Hjól með alhliða bílaþjónustu ›› Viðskipti og atvinnulíf: - segir Elías Örn sem stefnir á frægð og frama Það kemur alveg fyrir að fólk segi að ég sé fyndinn Garðar H. Gunnarsson og Hörður Birkisson á verkstæðinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.