Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Side 28

Víkurfréttir - 03.11.2011, Side 28
28 FIMMTudagurInn 3. nÓVeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR vf.is Ég er svo lánsamur að hafa fæðst sem Liverpool maður. Lið með mikla sögu, frábæra leikmenn og einhverja dyggustu áhangendur fótboltans. Það er einmitt þetta síðastnefnda sem er hvað mikilvægast fyrir þá í dag. Þeir hafa nefnilega ekki verið að gefa okkur aðdáendum þeirra neitt ofsalega mikið til að hrópa húrra yfir síðustu árin. Rúmlega 20 ár síðan að þeir unnu síðast enska meistaratitilinn til dæmis. Þeir hafa unnið einstaka bikarkeppnir og Evrópukeppnir á síðustu árum svo við höfum ekki verið algjörlega sveltir en það hefur ekki verið nógu mikið fyrir kröfuharða Liverpool fólkið sem á árum áður var ofdekrað á titlum á hverju einasta ári. Mikið ofsalega er það þá gott á þessum síðustu og verstu að geta glaðst yfir óförum annarra. Manchester United! Erkióvinur okkar Liverpool manna tapaði nefnilega gegn grönnum sínum í City 1-6 og það á heimavelli. Það gladdi mitt litla Liverpool hjarta alveg ótrúlega mikið að sjá óvininn niðurlægðan á heimavelli þrátt fyrir að við ættum engan þátt í leiknum. Ekki annan en að senda neikvæðar hugsanir til United manna. Ég held ekki mikið upp á peningamaskínuna City og finnst það í raun frekar leiðinlegt að það sé hægt að kaupa sér árangur svona auðveldlega en af öllum liðum sem ég held ekki með þá held ég minnst með United. (Ég held bara með tveimur liðum, þið getið kannski giskað á hver ef þið lesið allan pistilinn). Ég átti leið fram hjá heimili félaga míns sem er gallharður United maður sama dag og leikurinn hafði verið spilaður. Ég þurfti að hafa mig allan við til að banka ekki upp á hjá honum bara til að spyrja hvort hann hafi ekki örugglega séð leikinn, sem ég veit vel að hann gerði. Það er nefnilega ekki nóg fyrir okkur smásálirnar sem höldum með Liverpool að gleðjast yfir óförum annarra heldur verðum við að láta alla vita hversu ánægðir við erum með að liðið sem við þolum ekki hafi tapað illa. Einhverra hluta vegna taka flestir United menn þessum boðskap okkar illa. Þeir átta sig ef til vill ekki á því að þetta er hrós. Ég á vini sem halda með hinum ýmsu liðum eins og Crystal Palace, Leeds eða West Ham sem eru allt fornfræg lið. Þegar þau tapa þá heyrist ekki mikið í mönnum, flestum er alveg sama. Fyrir utan það að menn verða á endanum ónæmir fyrir töpuðum leikjum. Það er nefninlega öllum sama þegar litlu liðin tapa. Þau tapa hvort sem er aftur um næstu helgi og líklegast helgina eftir það líka. Þegar „fésbókin“ logar í háði og spotti gagnvart liðinu þínu eftir tapleik er það nefnilega ekki merki um að liðið þitt sé lélegt. Það þýðir að þú heldur með góðu liði sem ef til vill tapaði illa en fólki er í það minnsta ekki sama. Þannig að þú ættir að vera ánægður þegar að þú færð pílur eftir að liðið þitt tapaði, þetta er dulbúið hrós. Þegar ekkert heyrist ættirðu fyrst að fara að hafa áhyggjur. Hafandi sagt þetta verð ég að ítreka hversu lánsamur ég er að hafa fæðst sem Liverpool aðdáandi. Glæsilegra fótboltalið og umgjörð er vandfundin nema þá helst á Keflavíkurvellinum á fallegum sumardegi þegar sólin skín skært og Pumasveitin syngur sína ljúfu tóna og held ég að ég sé algjörlega hlutlaus og heiðarlegur í þeirri skoðun minni. You´ll never walk alone! útspark Ómar JÓhannsson ÓfaRiR annaRRa Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. Strákarnir í 7. flokki Keflavíkur í körfubolta stóðu sig vel í Íslandsmótinu um helgina en þeir sigruðu alla fjóra leiki sína sem fram fóru á Íslandsmótinu í Njarðvík. Björn Einarsson er þjálfari liðsins en hann var ánægður með strákana sína. „Mér líst ljómandi vel á þessa frammistöðu strák- anna og það að vinna KR-ingana er eitthvað sem við erum búnir að stefna að í lengri tíma. Það er stígandi í þessu hjá okkur og þetta er það sem koma skal. Við erum með það markmið að vinna titilinn í ár, “ segir Björn Einarsson. Hann segir liðsheildina vera að skila þessum árangri en strákarnir eru duglegir að æfa. „Við æfum fjórum sinnum í viku og sumir hverjir eru að mæta á aukaæfingar. Ef að menn æfa aukalega þá mun það skila sér, það er alveg ljóst. Björn segir mikla tiltekt hafa verið í gangi í strákaflokk- unum og það muni vonandi skila sér í leikmönnum sem fara alla leið í meistaraflokkinn hjá félaginu. „Það er ekkert gaman að sjá einhverja þrjá Kana í liðinu, við þurfum að byggja þetta upp og koma með einhverja heimamenn inn í liðið. Njarðvíkingar voru einnig með lið á mótinu og eiga líka framtíðina fyrir sér. Jóhannes Kristbjörnsson, fyrr- verandi leikmaður Njarðvíkinga þjálfar þá og á án efa eftir að gera góða hluti með þá grænu. körfubolti - yngri flokkar: „Þurfum að byggja upp“ -segir Björn Einarsson, þjálfari 7. flokks Keflavíkur Myndasyrpa frá Ís- landsmóti í körfu 7. flokks í Njarðvík. VF-myndir/Eyþór. vf.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.