Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 31

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 31
ERLENT krata á þing og Bush í forsetastól. Virðist þetta fólk hafa óttast að annars fengju demó- kratar of mikil völd. Línurnar skýrast Fylgi bandarísku stórflokkanna hefur breyst verulega á fjórum árum og skilin milli þeirra eru skarpari en fyrr á öldinni. Demó- krataflokkurinn minnir á ýmsan hátt á evrópska miðjuflokka eða jafnvel stöku vinstri flokk. Repúblikanar eru á hinn bóg- inn skyldir evrópskum íhaldsflokkum, svo sem merkja má af kærleikum þeirra Reagans og Thatcher hinnar bresku. Demókratar gerðu lýðum ljóst á sjöunda áratugnum, að þeir kærðu sig ekkert sérstak- lega urn liðveislu kynþáttahatara, hernaðar- sinna og heittrúaðra. Við svo búið sögðu fjölmargirskilið við flokkinn, aðallega hvítir Suðurfylkjabúar og hvít þjóðarbrot úr öðr- um landshornum. Jafnframt færðu báðir flokkar vald til að velja forsetaefni úr höndum flokksstjórna, en við tóku forkosningar í öllum fylkjum. En í forkosningum taka einkum þátt áhuga- menn um pólitík, sem eru flestir efnahags- lega vel stæðir. Þetta fólk tekur afstöðu á nótum hugmyndafræði og þessvegna hafa forkosningarnar skerpt skilin á milli flokk- anna. Núna fyrirfinnast vart frjálslyndir repúblikanar eða íhaldssamir demókratar. Bush hélt óbreyttu fylgi Reagans í Suður- fylkjunum, en þau eru traustasta vígi repúblikana í forsetakosningum. Þeir hafa til skamms tíma átt öruggt fylgi í fylkjunum við Klettafjöllin vestanvert í Bandaríkjunum, en þar fékk Dukakis víða tæpan helming at- kvæða og gekk mun betur en Mondale fyrir fjórum árum. í mörgum af stóru fylkjunum var mjótt á mununum milli Bush og Duka- kis. Hvorug kenningin frá því í vor fékk stað- ist. Hvorki Bush né Dukakis áttu sigur vísan. Demókratar glutruðu niður verulegu for- skoti sínu þegar líða tók á haustið. Sé á hinn bóginn farið ofan í saumana á úrslitunum, sjást ýmis teikn þess, að repúblikanar eigi ekki eins greiðan aðgang að Hvíta húsinu og ætla mætti. Demókratar standa þeirn nokk- urn veginn jafnfætis alls staðar annars staðar en í Suðurfylkjunum. Vantrú á getu í efnahagsmálum Kosningarnar 8. nóvember boða endalok Carter-tímabilsins. Vinsældir Reagans byggðust að verulegu leyti á þeim árangri sem stjórn hans náði í baráttu við verðbólg- una og aðra efnahagsarfleifð Carters. Reag- an tókst á valdatíma sínum að sannfæra landslýð urn það, að í samanburði við við- skilnað Carters, væri hann hetja og undir- stöðu þjóðarbúsins borgið í höndum hans. Bush mun ekki njóta þessa hagstæða sam- anburðar. Hann tekur ennfremur við erfiðu búi af Reagan, þrálátum fjárlaga- og við- skiptahalla, óhóflegum erlendum skuldum og illviðráðanlegum fíkniefnafaraldri. Marg- ir spá samdrætti í efnahagsmálum, annað- hvort á næsta ári eða árið 1990. Vantrúin á stjórnvisku Bush birtist í falli dollarans strax eftir kosningar, gjaldeyriskaupmenn trúa greinilega ekki á það að Bush takist að koma þjóðarbúinu á réttan kjöl. Loks þarf Bush að glíma við Bandaríkja- þing, sem er í höndum demókrata í báðum deildum. Hann hefur heitið auknum útgjöld- um til vígbúnaðar, lögregluþjálfunar og barnagæslu, en þvertekur fyrir hverskyns skattahækkanir. Bush er því frá upphafi á öndverðum meiði við þingið, og margir fréttaskýrendur spá illdeilum eða jafnvel þrátefli strax eftir 20. janúar, þegar George Bush tekur við Hvíta húsinu. Jón Ásgeir Sigurðsson, Bandaríkjunum öii gö|t" 0 j ssusrt- Múlalundur Hátúm ioc, símar: 38450, 38401, 38405 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.