Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 49

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 49
MENNING Hún var pólitíkus og félagsvera Bríet Héðinsdóttir hefur lokið við bók um ömmu sína, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, brautryðjanda íslenskrar kvennabaráttu Kynslóð aldamótafólksins hefur löngum þótt merkileg hér á landi. Það kom í ldut þeirra sem fæddir voru um og eftir miðja nítjándu öldina að hefja gönguna löngu inn í nútím- ann. Auka frelsið og sjálfstæðið, jafnt ein- staklinganna sem þjóðarinnar allrar. Og í þeirri þróun fékk kvenþjóðin að fljóta með, að vísu ekki alveg mótstöðulaust. Nafn Bríetar Bjarnhéðins- dóttur er tengt jafnréttisbar- áttu kvenna traustum bönd- um. Hún stofnaði Kvenrétt- indafélag íslands árið 1907 en það félag bar kröfuna um kosningarétt til handa konum fram til sigurs árið 1915. Hún gaf út Kvennablaðið, átti sæti í bæjarstjórn fyrir hönd Kvennalistans hins fyrsta og var í framboði til Alþingis. Og eins og flestar konur var Bríet Bjarnhéðinsdóttir einnig eiginkona og móðir. Þeirri hlið hefur ekki verið ýkja mikið haldið á lofti en úr því ætlar sonardóttir Bríetar, nafna hennar Héðinsdóttir leikari, að bæta, í bókinni „Strá í hreiðrið“ sem hún hef- ur skrifað og kemur út um þessi jól hjá Svörtu á hvítu. Grúskað í bréfum „Eg vinn þessa bók fyrst og fremst upp úr bréfum sem Bríet ritaði börnum sínum, Laufeyju og Héðni, á árunum 1910-17 en þá voru þau bæði við nám í Kaupmannahöfn. Svo tengi ég bréfin saman og skrifa inngang og eftirmála." — Hvar fundust þessi bréf? „Bréf ömmu minnar fundust í kassa sem leyndist í kompu í húsi móður minnar, Guð- rúnar Pálsdóttur, og það var fyrir tilviljun að bóndi minn, sem var að hjálpa móður minni að tæma geymsluna, tók kassann til hand- Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Ekki er Ijóst hvenær myndin er tekin en líklegt má telja að hún sé frá því um aldamótin. Ljósmyndarinn er G. Aug. Gudmundsson. Bríet Héðinsdóttir skrifaði bók um ömmu sína. Vann bókina fyrst of gremst upp úr bréfum sem Bríet skrifaði börnum sínum, Laufeyju og Héðni. argagns. í honum leyndist allt mögulegt, bréf Bríetar til barna sinna og svarbréf frá þeim, bréf sem Valdiniar Ás- mundsson eiginmaður Bríetar skrifaði og önnur bréf, gamlar ættartölur, verslunarreikn- ingar og fleira. Pað var heilmikið verk að henda reiður á þessum bréf- um. í framhaldi af því leitaði ég á söfnum að fleiri gögnum og fann bréfasöfn þeirra hjóna, flokkuð og aðgengileg, á Landsbókasafninu. Einnig fann ég ýmis gögn á Þjóð- skjalasafninu. Með þvíað lesa mér til reyndi ég að fylla upp í götin á þekkingu minni á þessum tíma.“ Af fátæku fólki — Hvað er að segja um æviferil Bríetar? „Hún fæddist árið 1856 í Húnavatnssýslu, lausaleik- sbarn vinnuhjúa sem síðar giftust og bjuggu lengst af á Böðvarshólum í Vestur- Hópi. Bríet fór til Reykjavík- ur og dvaldist þar fyrst vetur- inn 1884-85 en fór alfarin suð- ur haustið 1887. Eftir það bjó hún í Reykjavík. Hún giftist Valdimari Ásmundssyni sem var ritstjóri Fjallkonunnar en sjálf ritstýrði hún og gaf út Kvennablaðið í 25 ár, frá 1895 til ársloka 1919. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.