Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 35

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 35
ERLENT aður. Boock reyndist sem sé ekki tilleiðan- legur að vitna gegn félögum sínum og því fór sem fór. í réttarhöldunum yfir Boock beitti sak- sóknarinn Peter Zeis lagagrein 129a. Þessi lagakrókur þykir ekki síður hæpinn en ofan- greind „Kronzeugenregelung“. Hann heim- ilar dómstólum að dæma fólk fyrir morð, þótt ekki sé sannað að það hafi myrt nokk- urn rnann. Það nægir að sýna fram á svokall- að „Kollektivitát“ eða sameiginlega ábyrgð. Það er með öðrum orðum nóg að sanna að sakborningurinn hafi verið meðlimur í hryðjuverkasamtökum til að sakfella hann um morð sem hafa verið framin í nafni sam- takanna. Verjandi Boocks byggði málsvörnina meðal annars á því að Boock hefði verið á valdi eiturlyfja þegar hann var í rauðu her- deildinni og því ekki fyllilega sjálfráður gerða sinna. Þá leiddi saksóknarinn til vitnis sólbrúnan mann og hraustlegan með silfur- grátt hár. Þetta var læknirinn og prófess- orinn Hans Joachim Kauch sérfræðingur um áhrif eiturefna á mannslíkamann. Rauch er doktor og margfaldur heiðursdoktor í ræð- um sínum og hann kvað upp þann úrskurð sinn að eiturlyfjaneyslan hefði ekki haft nein afgerandi áhrif á gerðir Boocks. Þess má geta að einhver niðurrifsmaðurinn gróf það síðar upp um Hans Joachim Rauch að glæst- ur vísindaframi hans hófst í Þriðja Ríkinu þar sem hann stóð fyrir rannsóknum á hundruð- um smábarnaheila sem honum voru sendir frá Auschwitz. En þar höfðu börnin verið myrt með eitri. Boock var dæmdur í þrisvar sinnum lífstíð- arlangt fangelsi og ríflega það án þess að saksóknarinn hefði sannað á hann mann- dráp. Til marks um það hversu dómurinn er þungur, þá hafði skömmu áður verið kveð- inn upp dómur yfir nasistaböðlinum Karl Friedrich Wolff sem sannanlega hafði líf Iðrandi hryðjuverkamaður. Klaus Jun- schke sat í 16 ár í Stammheim en hefur nú verið náðaður. 300.000 manna á samviskunni. Hann fékk fimmtán ár og var náðaður eftir sex ár fyrir tilstuðlan kaþólsku kirkjunnar! Til að fá botn í það hvað vesturþýskt rétt- arfar fær stundum á sig undarlegar myndir er nauðsynlegt að vita einn hlut. Margir þeirra manna sem á eftirstríðsárunum komust í æðstu valdastöður landsins, og hafa raunar setið þar allt fram á þennan dag, hófu frama- feril sinn sem nasistar. Þetta eru dómarar, saksóknarar, vísindamenn, bankastjórar, forstjórar og allra handa embættismenn. Þeir eiga í mörgum tilvikum líf þúsunda manna á samviskunni. Einn af þessu sauða- húsi er Hans Joachim Rauch og annar var Hans Martin Schleyer. En það var einmitt eitt af markmiðum rauðu herdeildarinnar að hnekkja valdi þessarar forhertu kynslóðar sem stundum er nefnd „Auschwitz-kynslóð- in“. Gerd Schneider fyrrum RAF-maður hefur látið hafa það eftir sér að hinn þungi dómur yfir Peter-Júrgen Boock sé tákn um hefnd gömlu Auschwitz-kynslóðarinnar á þeim róttæku öflum, sem á síðasta áratug ögruðu henni til að sýna sitt rétta andlit. Og undir þessa reyfaralegu kenningu hafa ýmsir tekið, þar á meðal ritstjórar „Zeit“ og „Spiegel". Hvort Richard von Weisacker hefur ein- urð til að náða Boock og hafa þannig mót- mæli manna að engu verður tíminn að leiða í ljós. En samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti Vestur-Þjóðverja hlynntur því að „iðrandi hryðjuverkamönnum“ verði gefnar upp sakir. Weizácker hlýtur að vera nokkur styrkur í því. Ef hann bilar þá er útlitið svart fyrir Peter-Júrgen Boock. Hann á jú yfir höfði sér að sitja í fangelsi, ekki aðeins á þessu tilverustigi heldur einnig á þeim næstu. Hjálmar Sveinsson/Berlín. Happdrætti Háskólans býður nú langhæstu vinninga á íslandi: 5 milljónir sem gefa 25 milljónir á tromp og 45 milljónir á númerið allt. Sannkölluð auðæfi! En stóru vinningarnir eru fleiri því að milljón króna vinningar eru alls 108. Heildarupphæð til vinningshafa er rúmur milljarður og áttahundruð milljónir. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings J f) r 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.