Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 53

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 53
MENNING an kveðskap, heldur er jafnframt þekktur sem einn flinkasti kvikmyndaleikstjóri aldar- innar. Pað kom liins vegar glöggt í ljós, að það eru fleiri en þessi stórmenni sem hafa sett saman merkar bækur á Ítalíu á liðnum árum. Þarna tróðu upp hvorki fleiri né færri en 70 höfundar frá spaghettflandinu. Pað var að vísu erfitt fyrir málleysingja á tungu da Vincis að meðtaka snilldina, þar eð flestir höfundanna lásu á eigin móðurmáli. Hinsvegar sáu þýðendur til þess að margar perlur komust til skila, þótt þær hafi sjálfsagt glatað töluverðum Ijóma á flækingi sínum milli mála. Af viðtökum þeirra áhorfenda, sem voru nógu gáfaðir til að geta notið frum- textans, mátti ráða að þar væru margir góðir pennar á ferð. ítalir létu sér reyndar ekki nægja að senda vaska sveit rithöfunda á kaupstefnuna, heldur gerðu þeir sér lítið fyrir og byggðu heilt menningarhaf í einni sýningarhöllinni. ítalski leikmyndasmiður- inn Garbuglia var fenginn til að standa fyrir þeirri smt'ð og það verður ekki annað sagt en að honum hafi farist það verk dável úr hendi. Hann lét reisa litla borg í renaissance-stfl, sem hann kallaði „alheimsbók". Þar gátu gestir valsað um og ímyndað sér að þeir væru horfnir samtíðinni og komnir aftur til endur- reisnartímans, þegar ítölsk menning stóð í fyllstum blóma. Það jók enn á gleðina, að yfir þessu ítalska menningarhafi var komið fyrir sýnishornum fornra ítalskra bóka á svölum, þar sem menn gátu jafnframt tyllt sér í djúpa og hvelfda hægindastóla, inn í sjálfa sig í einrúmi. Og það er ekki lítils um vert að geta notið næðisstunda á kaupstefnu af þessu tæi, þar sem þúsundir bókabésa troða hverjir öðrum um tær. í einum þessara bókabása gat að líta leik- muni úr kvikmyndinni „Nafn rósarinnar". Þessi bás var að sjálfsögðu sérstakt eftirlæti kvikmyndavina, enda sérdeilis gaman að komast svo nálægt öllum þeim „fornu" skræðum sem Bond-leikarinn Sean Connery handlék í umræddri mynd. það er ótvírætt að þessi ítalska menningarveisla í Frankfurt á eftir að verða til þess að menn horfa í aukn- um mæli til Ítalíu á komandi árum, þegar fákinn Pegasus ber á góma. Arthúr Björgvin Bollason/Munchen HEILDSALA - SMÁSALA JÁRNRÖR OG FITTINGS KOPARARÖR OG FITTINGS PLASTRÖR OG FITTINGS POTTRÖR OG FITTINGS - SUÐUFITTINGS SPRINKLER (ELDVARNARKERFI) OG FLEST ANNAÐ TIL PÍPULAGNA PIPULAGNIR GERUM TILBOÐ I NÝLAGNIR EFNI OG VINNU STÆRRI SEM SMÆRRI VERK TOMAS ENOK THOMSEN PÍPULAGNINGAMEISTARI VATNSTÆKI BYGGINGAVÖRUR Hyrjarhöfða 4-112 Reykjavík Sími673067 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.