Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 63

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 63
Nýjar bækur Friðþjófur forvitni Friðþjófur forvitni á hjóli. Sögur um Frið- þjófsemátti heimaí Afríku. Hann varvænsti api en hræðilega forvitinn. Hann lendir þess vegna í ýmsum óvæntum ævintýrum og skemmtir sér rosalega vel. Bækurnar kornu fyrst út 1941 og 1944 og hafa síðan verið lesn- ar víða um heim við miklar vinsældir. Þórarinn Eldjárn þýddi. Verð: 775-. Fé- lagsverð: 660-. Ævintýri I ævintýralöndum. Tólf evrópsk ævintýri. Þessi ævintýri eru endursögð af austurríkis- nranninum Paul Wanner og myndskreytt af Rússanum Nikolai Ustino. Mörg ævintýrin eru lítið þekkt hér á landi eða hafa ekki komið fyrir almenningssjónir lengi. For- kunnarfögur bók fyrir ævintýrafólk. Sigurður Guðjónsson þýddi bókina sem er 200 bls. Verð: 1775-. Félagsverð: 1495-. Skotta Skotta eignast nýja vini eftir Margréti E. Jónsdóttur, er sjálfstætt framhald af sögunni um Skottu og vini hennar sem kom út í fyrra. Nú fara húsamýsnar Skotta og Bolla í ferða- lag. Pær fela sig í bíl og ætla til borgarinnar en lenda í litlu koti við sjóinn. Dvölin þar verður viðburðarík og þær komast oft í hann krappan. Bókina, sem er 116 bls., prýða margar myndir eftir Önnu V. Gunnarsdóttur. Verð: 980-. Föt á krakka Föt á krakka 7-12 ára eftir Sigrúnu Guð- mundsdóttur. Þetta er þriðja saumabók Sig- rúnar og kennir hún hér hvernig sauma má einföld, þægileg og skemmtileg föt á 7-12 ára krakka — buxur, peysur, skyrtur, kjóla, pils, samfestinga, jakka, jakkaföt, úlpur, skíða- galla, skíðabuxur, kápur og húfur. Bókinni fylgja tvær sníðaarkir, saumaleiðbeiningar og nákvæmar ráðleggingar með hverri flík. Bókin er prýdd fjölda litmynda og vinnu- teikninga og er 159 bls. Verð: 2490-. Nú er einnig hægt að fá allar þrjár bækur Sigrúnar, Föt fyrir alla, Föt á börn 0-6 ára og För á krakka 7-12 ára, saman í einni myndar- legri öskju. Ódýr föt, ánægjuleg dægradvöl. Verð: 7470-. Spennubók Saklaust blóð. Spennandi kilja. Filippia Palfrey er alin upp hjá fósturforeldrum en einsetur sér að fá vitneskju um eiginlega for- eldra sína. Hún kemst að raun um að móðir hennar hefur verið í fangelsi fyrir óhugnan- legan glæp. Þegar móðirin er látin laus taka þær íbúð á leigu saman. Filippia verður margs vísari um ógæfu móður sinnar. En hitt veit hún ekki að hún er elt vikum saman af manni sem hyggur á hefndir. Og sá er ekki vandur að meðulum. P.D. James er einn þekktasti spennu- sagnahöfundur nútímans. Mál og menning hefur gefið út fjórar af bókum hennar. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi söguna, sem er 401 blaðsíða að lengd. Verð aðeins kr. 890-. Ástarsaga Allende Ást og skuggar eftir Isabel Allende. Þetta er önnur bókin eftir höfund Húss andanna sem fékk fádæma viðtökur íslenskra lesenda í fyrra og líkt og sú bók hefur þessi farið sigur- för um heiminn. Sögusviðið er sem fyrr Chile, en þessi bók gerist öll undir ógnar- stjórn hershöðingjanna. Við fylgjumst með ungri blaðakonu úr hástétt. Irene Beltrán, og ljósmyndaranum Francisco Leal sem er sonur spænsks stjórnleysingja. Starf þeirra við blað eitt leiðir þau á slóð fólks sem hefur horfið af völdum hersins, og samhliða því kviknar ástin milli þeirra. Berglind Gunnarsdóttir þýddi og er bókin 246 bls. Verð: 2675-. Félagsverð: 2275-. Hroki og hleypidómar Hroki og hleypidómar eftir breska rithöfund- inn Jane Austen kont fyrst út árið 1813 og er einhver frægasta ástarsaga sem skrifuð hefur verið. Fjörug, ögrandi og fyndin leiðir skáld- konan persónur sínar út á dansgólf sögunnar þar sem þær stíga sín þokkafullu spor. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi söguna og skrifaði eftirmála um Jane Austen og um- hverfið sem sagan er sprottin úr. Bókin er 315 bls. Verð: 2675-. Félagsverð: 2275-. Húsið Húsið með blindu glersvölunum eftir Her- björg Wassmo. Á eyju undir óravíðum himni Norður-Noregs gerist þessi áhrifamikla saga um stúlkuna Þóru. Hún býr á Hundraðs- heimilinu, stóru og fyrrum glæsilegu timb- urhúsi frá aldamótunum. Lífsbaráttan er hörð á þessum slóðum og samskipti fólks oft kuldaleg og miskunnarlaus. Herbjörg Wassmo er einn frægasti rithöf- undur á Norðurlöndum hin síðari ár, rómuð fyrir ljóðagerð sína og skáldsögur. Hún hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1987 fyrir sagnabálk sinn um Þóru sem nú hefur verið þýddur á fjölda tungumála. Hannes Sigfússon skáld íslenskaði. Bókin er 177 bls. að stærð og kostar 2375-. Félags- verð: 1989-. Heltekinn Heltekinn eftir P.D. James. SkáldsögurP.D. James, Vitni deyr, Ekki kvenmannsverk og Saklaust blóð, hafa áður komið út á íslensku og notið mikilla vinsælda. En Heltekinn er magnaðasta verk hennar til þessa. Eftir- minnilegar umhverfislýsingar, vel heppnuð persónusköpun og ósvikin frásagnargleði gera það að verkum að sagan er miklu meira en reyfari, þó að hún sé æsispennandi. Álf- heiður Kjartansdóttir íslenskaði. Verð: 2575-. Félagsverð: 1989-. Litla vampíran flytur Bókaútgáfan Nálin hefur sent frá sér barna- og unglingabókina Litla Vampír- an flytur, eftir V-þýska höfundinn Ang- elu Sommer-Bodenburg í íslenskri þýð- ingu Jórunnar Sigurðardóttur. Bókin er önnur bókin af átta í samnefndum bóka- flokki, en hver bók er sjálfstæð saga. Fyrsta bókin, Litla Vampíran, kom út á síðasta ári og féll í góðan jarðveg hjá börnum og unglingum. Sú bók er nú aftur fáanleg og kostar kr. 995-. Ofbeldislýsingar og hverskonar of- beldisdýrkun eru eitur í beinum höfundar bókanna, enda leggur hún þvert á móti áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn óttanum. FYNDNI, HÁÐ OG SPENNA eru þau vopn sem höfundur beitir til að ná athygli lesenda sinna, enda kviknaði áhugi hennar á skrifum út frá áhyggjum af því hversu erfiðlega gekk að fá krakkana í bekknum hennar (höfundur hefur árum saman starfað sem kennari í barnaskóla) til að lesa yfirleitt: „Þau vildu miklu frem- ur horfa á sjónvarp eða leika sér með tölvuspil!“ 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.