Þjóðlíf - 01.12.1988, Síða 63

Þjóðlíf - 01.12.1988, Síða 63
Nýjar bækur Friðþjófur forvitni Friðþjófur forvitni á hjóli. Sögur um Frið- þjófsemátti heimaí Afríku. Hann varvænsti api en hræðilega forvitinn. Hann lendir þess vegna í ýmsum óvæntum ævintýrum og skemmtir sér rosalega vel. Bækurnar kornu fyrst út 1941 og 1944 og hafa síðan verið lesn- ar víða um heim við miklar vinsældir. Þórarinn Eldjárn þýddi. Verð: 775-. Fé- lagsverð: 660-. Ævintýri I ævintýralöndum. Tólf evrópsk ævintýri. Þessi ævintýri eru endursögð af austurríkis- nranninum Paul Wanner og myndskreytt af Rússanum Nikolai Ustino. Mörg ævintýrin eru lítið þekkt hér á landi eða hafa ekki komið fyrir almenningssjónir lengi. For- kunnarfögur bók fyrir ævintýrafólk. Sigurður Guðjónsson þýddi bókina sem er 200 bls. Verð: 1775-. Félagsverð: 1495-. Skotta Skotta eignast nýja vini eftir Margréti E. Jónsdóttur, er sjálfstætt framhald af sögunni um Skottu og vini hennar sem kom út í fyrra. Nú fara húsamýsnar Skotta og Bolla í ferða- lag. Pær fela sig í bíl og ætla til borgarinnar en lenda í litlu koti við sjóinn. Dvölin þar verður viðburðarík og þær komast oft í hann krappan. Bókina, sem er 116 bls., prýða margar myndir eftir Önnu V. Gunnarsdóttur. Verð: 980-. Föt á krakka Föt á krakka 7-12 ára eftir Sigrúnu Guð- mundsdóttur. Þetta er þriðja saumabók Sig- rúnar og kennir hún hér hvernig sauma má einföld, þægileg og skemmtileg föt á 7-12 ára krakka — buxur, peysur, skyrtur, kjóla, pils, samfestinga, jakka, jakkaföt, úlpur, skíða- galla, skíðabuxur, kápur og húfur. Bókinni fylgja tvær sníðaarkir, saumaleiðbeiningar og nákvæmar ráðleggingar með hverri flík. Bókin er prýdd fjölda litmynda og vinnu- teikninga og er 159 bls. Verð: 2490-. Nú er einnig hægt að fá allar þrjár bækur Sigrúnar, Föt fyrir alla, Föt á börn 0-6 ára og För á krakka 7-12 ára, saman í einni myndar- legri öskju. Ódýr föt, ánægjuleg dægradvöl. Verð: 7470-. Spennubók Saklaust blóð. Spennandi kilja. Filippia Palfrey er alin upp hjá fósturforeldrum en einsetur sér að fá vitneskju um eiginlega for- eldra sína. Hún kemst að raun um að móðir hennar hefur verið í fangelsi fyrir óhugnan- legan glæp. Þegar móðirin er látin laus taka þær íbúð á leigu saman. Filippia verður margs vísari um ógæfu móður sinnar. En hitt veit hún ekki að hún er elt vikum saman af manni sem hyggur á hefndir. Og sá er ekki vandur að meðulum. P.D. James er einn þekktasti spennu- sagnahöfundur nútímans. Mál og menning hefur gefið út fjórar af bókum hennar. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi söguna, sem er 401 blaðsíða að lengd. Verð aðeins kr. 890-. Ástarsaga Allende Ást og skuggar eftir Isabel Allende. Þetta er önnur bókin eftir höfund Húss andanna sem fékk fádæma viðtökur íslenskra lesenda í fyrra og líkt og sú bók hefur þessi farið sigur- för um heiminn. Sögusviðið er sem fyrr Chile, en þessi bók gerist öll undir ógnar- stjórn hershöðingjanna. Við fylgjumst með ungri blaðakonu úr hástétt. Irene Beltrán, og ljósmyndaranum Francisco Leal sem er sonur spænsks stjórnleysingja. Starf þeirra við blað eitt leiðir þau á slóð fólks sem hefur horfið af völdum hersins, og samhliða því kviknar ástin milli þeirra. Berglind Gunnarsdóttir þýddi og er bókin 246 bls. Verð: 2675-. Félagsverð: 2275-. Hroki og hleypidómar Hroki og hleypidómar eftir breska rithöfund- inn Jane Austen kont fyrst út árið 1813 og er einhver frægasta ástarsaga sem skrifuð hefur verið. Fjörug, ögrandi og fyndin leiðir skáld- konan persónur sínar út á dansgólf sögunnar þar sem þær stíga sín þokkafullu spor. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi söguna og skrifaði eftirmála um Jane Austen og um- hverfið sem sagan er sprottin úr. Bókin er 315 bls. Verð: 2675-. Félagsverð: 2275-. Húsið Húsið með blindu glersvölunum eftir Her- björg Wassmo. Á eyju undir óravíðum himni Norður-Noregs gerist þessi áhrifamikla saga um stúlkuna Þóru. Hún býr á Hundraðs- heimilinu, stóru og fyrrum glæsilegu timb- urhúsi frá aldamótunum. Lífsbaráttan er hörð á þessum slóðum og samskipti fólks oft kuldaleg og miskunnarlaus. Herbjörg Wassmo er einn frægasti rithöf- undur á Norðurlöndum hin síðari ár, rómuð fyrir ljóðagerð sína og skáldsögur. Hún hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1987 fyrir sagnabálk sinn um Þóru sem nú hefur verið þýddur á fjölda tungumála. Hannes Sigfússon skáld íslenskaði. Bókin er 177 bls. að stærð og kostar 2375-. Félags- verð: 1989-. Heltekinn Heltekinn eftir P.D. James. SkáldsögurP.D. James, Vitni deyr, Ekki kvenmannsverk og Saklaust blóð, hafa áður komið út á íslensku og notið mikilla vinsælda. En Heltekinn er magnaðasta verk hennar til þessa. Eftir- minnilegar umhverfislýsingar, vel heppnuð persónusköpun og ósvikin frásagnargleði gera það að verkum að sagan er miklu meira en reyfari, þó að hún sé æsispennandi. Álf- heiður Kjartansdóttir íslenskaði. Verð: 2575-. Félagsverð: 1989-. Litla vampíran flytur Bókaútgáfan Nálin hefur sent frá sér barna- og unglingabókina Litla Vampír- an flytur, eftir V-þýska höfundinn Ang- elu Sommer-Bodenburg í íslenskri þýð- ingu Jórunnar Sigurðardóttur. Bókin er önnur bókin af átta í samnefndum bóka- flokki, en hver bók er sjálfstæð saga. Fyrsta bókin, Litla Vampíran, kom út á síðasta ári og féll í góðan jarðveg hjá börnum og unglingum. Sú bók er nú aftur fáanleg og kostar kr. 995-. Ofbeldislýsingar og hverskonar of- beldisdýrkun eru eitur í beinum höfundar bókanna, enda leggur hún þvert á móti áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn óttanum. FYNDNI, HÁÐ OG SPENNA eru þau vopn sem höfundur beitir til að ná athygli lesenda sinna, enda kviknaði áhugi hennar á skrifum út frá áhyggjum af því hversu erfiðlega gekk að fá krakkana í bekknum hennar (höfundur hefur árum saman starfað sem kennari í barnaskóla) til að lesa yfirleitt: „Þau vildu miklu frem- ur horfa á sjónvarp eða leika sér með tölvuspil!“ 63

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.