Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 25

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 25
INNLENT á hausinn. Viö ætlum að vona að okkur tak- ist að sýna fram á að það sé rekstrargrund- völlur fyrir vinnslunni. Það var í raun og veru skipið sem setti fyrirtækið á hausinn. Fjár- magnskostnaðurinn var svo gífurlegur. Vinnslan hefur hinsvegar borið sig mjög vel. A síðastliðnu ári fengust 44,3 milljónir fyrir rækjuna þó að vinnslan hafi einungis verið starfrækt hálft árið. — Ein helsta ástæðan fyrir því að fólkið vill halda í rækjuvinnsluna eru nýlegar niður- stöður úr rannsóknum sem farið hafa fram á innfjarðarrækjunnni í Öxarfirði. Jón Björn Pálsson, líffræðingur og forstöðumaður úti- bús Hafrannsóknarstofnunar á Húsavík, hefur nýverið sýnt fram á að það er töluvert af smárri rækju í firðinum. Þetta þýðir að það verði veiðanleg rækja í Öxarfirði strax næsta haust. Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir okk- ur því fjörðurinn var til skamms tíma dauður vegna ofveiði. Okkur finnst eðlilegt að við fáum að nýta þá rækju sem er hérna við bæjardyrnar. Til að veiða þessa rækju þurf- Ingunn St. Svavarsdóttir oddviti. Framleiðsluverð- mæti íbúanna við Öxarfjörð á sl. ári nam 270 milljónum króna. „Hægt að byrja að byggja upp“ — Það er sannfæring mín að það þurfi að halda uppi byggð á ntinni stööunum. Þeir afla þjóðarbúinu svo mikillra tckna. íbúarn- ir við Öxarf jörð skiluðu að meðaltali tæplega hálfri milljón til þjóðarbúsins á síðastliönu ári. Framleiðsluverðmætið nam samtals um 270 milljónunt og í beinhörðum gjaldeyri öfl- uðu Öxfirðingar um 150 milljóna króna. Við erum hreykin af þessum árangri og teljum okkur hafa gert vel. Þess vegna fínnst nianni voðalega súrt í broti þegar er verið að spyrja mann hvort ekki sé allt að fara á hausinn hjá okkur á Kópaskeri, segir Ingunn St. Svavars- dóttir oddviti í Presthólahreppi í samtalinu við Þjóðlíf: — An þess að ég taki ábyrgð á því þá hef ég heyrt að í Reykjavík afli menn að meðal- tali um 20 þúsund krónur á mann til þjóðar- búsins. Ég hygg að borgarbörnin átti sig ekki á því hvaðan peningatnir koma. — Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn, nú á þessum síðustu og verstu tím- um. Það er ekki bara ég sem segi þetta, heldur er þetta viðhorf einkennandi fyrir mannlífið fyrir norðan. Fólkið ætlar ekkert að gefast upp. — Það er nokkurt atvinnuleysi á Kópa- skeri þessa dagana eftir að rækjuvinnslan Sæblik fór á hausinn. Sérstaklega hafa kon- urnar sem unnu við færiböndin orðið fyrir barðinu á því. Margir hafa hinsvegar fengið tímabundna vinnu við saltfiskverkun hjá fiskvinnslufyrirtækinu Útnesi. Við vorum svo heppin að fá 65 tonna bát frá Hauganesi til að landa hjá okkur, en reyndar aðeins til jóla. Ég kom við í Útnesi um daginn og það var alveg sérstaklega skemmtileg upplifun. Það voru allir syngjandi glaðir og ánægðir. í miðri aðgerð, yfir því að hafa fengið vinnu. Fólkið var þá búið að vera atvinnulaust í einn mánuð. — A síðastliðnum árum hafa þrjú fiskeld- isfyrirtæki risið í Öxarfirði. Eitt þeirra, Ár- lax hf., er að byggja upp matfiskeldisstöð hér á Kópaskeri. Þeireru ekki einungis að hugsa um frameldi á laxi heldur einnig á bleikju og öðrum tegundum. Nú er verið að reisa þrjú fiskeldisker til viðbótar þeim tveim sem þegar eru í notkun. Aðstæður eru mjög góð- ar þarna til fiskeldis. Við stöðina kemur 9 gráðu heitt ísalt vatn upp úr jörðinni. Hin fiskeldisfyrirtækin eru Silfurstjarnan, sem er landeldisstöð eins og Árlax, og ísnó sem er með kerin sín út í lóninu. Fiskeldið í Öxar- firði hefur fært okkur heilmiklar tekjur í þjóðarbúið þótt þau hafi einungis starfað í skamman tíma. Á síðasta ári öfluðu fiskeld- isfyrirtækin 70 milljóna í hreinum gjaldeyri. — Við erum svo bjartsýn hér á Kópaskeri að við höldum enn í vonina um að halda rækjuvinnslunni, þó svo að Sæblik hafi farið 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.