Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 68

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 68
VIÐSKIPTI Stúlkubörn við vinnu í Schenzhen. Barnaþrælkun í Kína í Kína eru vinnuaðstæður sums staðar eins og í árdaga kapita- lismans í iðnríkjunum og þykja háðulegar fyrir hinn kínverska kommúnisma. Þessa hefuraðal- lega þótt gæta á fjórum svoköll- uðum „fríverslunarsvæðum", þarsem tugir erlendra fyrirtækja, sem flest eru frá Hong Kong, framleiða hvers konar vöru; leik- föng, fatnað, rafmagnstæki og sitthvað fleira. Fréttir eru teknar að birtast í auknum mæli í kín- verskum fjölmiðlum um, að börn séu ráðin til vinnu á smánarlaun- um, t.d. á fríverslunarsvæðinu Shenzhen í Suður-Kína. Það er jafnvel talað um að börn allt niður í 10 ára aldur séu við störf í allt að 15 klukkustundir á dag sjö daga vikunnar. Auðvitað eru viðkom- andi atvinnurekendur að brjóta kínversk lög og alþjóðleg með þessu háttalagi, en þá bregður svo við að kommúnistarnir veigra sér við að ráðast til atlögu við hina erlendu arðræningja; þeir vilja ekki flæma burt er- lendar fjárfestingar... (Byggt á Spiegel) Maradona áfram í Puma-skóm Þvert á allar spár mun dýrasti knattspyrnumaður heims, Diego Maradona, halda áfram að sækja að marki í Puma-skóm næstu árin. Langtímasamningur milli Maradona og framleiðslufyr- irtækisins rann út árið 1987 og leit lengi út fyrir að ekkert fram- hald yrði á samvinnu arg- entínska snillingsins og fyrirtæk- isins. Maradona sem er 28 ára gamall krafðist 10 ára samnings Gull verður ódýrara Verð á gulli hefur farið lækkandi að undanförnu samhliða góðu gengi í efnahagslífi Vesturlanda. Fyrir þremur árum kostaði kílóið af gulli 34.000 v-þýsk mörk en kostar nú um 24 þúsund. Á þessu ári hefur verðfallið verið mest; um áramótin kostaði úns- an af gulli um 500 dollara en er komin í um 400 dollara um þess- ar mundir. Þessi verðþróun hefur bitnað harkalegast á hvítu minni- hlutastjórninni í Suður-Afríku, sem hefur tapað um tveimur mil- Ijörðum dollara á ársgrundvelli vegna verðfallsins. Til að freista þess að hækka verð á gulli á heimsmarkaði drógu Suður-Afr- íkumenn saman framleiðsluna um tíma, en án árangurs, því önnur lönd juku að sama skapi sína framleiðslu. Þessi þróun leiddi einnig til þess að hlutabréf í með árlegum greiðslum sem námu tugum milljóna króna. Fyrirtækið hafði hins vegar gengið í gegnum erfiðleikatíma- bil 1986 og ’87 með taprekstri og bauð því minna fé og styttri samningstíma. Þetta stóð í járn- um þar til japanskt verslunarfyrir- tæki, Itho, leitaði hófanna um samninga við Maradona. Itho og Puma gerðu síðan baksamning til fjögurra ára og mun Maradona því áfram skora mörk með Puma-skóm. Gullið brætt í Suður—Afríku. gullnámum í Suður-Afríku féllu í verði um 75%. Og þau eiga eftir að lækka enn; Bandaríkjaþing hefur þrýst á umfangsmeiri við- skiptahömlur á hvítu stjórnina í Suður Afríku, — sem felast í því að Bandaríkjamönnum og fyrir- tækjum þeirra er gert að selja hlutabréf sín í námum Suður Afr- íku. Það mun leiða til enn meira verðfalls hlutabréfanna... (Byggt á Spiegel/óg) SENDIBÍLASTÖÐIN HF. BORGARTÚNI 21 áS SÍMI 25050 áS REYKJAVÍK 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.