Þjóðlíf - 01.12.1988, Page 68

Þjóðlíf - 01.12.1988, Page 68
VIÐSKIPTI Stúlkubörn við vinnu í Schenzhen. Barnaþrælkun í Kína í Kína eru vinnuaðstæður sums staðar eins og í árdaga kapita- lismans í iðnríkjunum og þykja háðulegar fyrir hinn kínverska kommúnisma. Þessa hefuraðal- lega þótt gæta á fjórum svoköll- uðum „fríverslunarsvæðum", þarsem tugir erlendra fyrirtækja, sem flest eru frá Hong Kong, framleiða hvers konar vöru; leik- föng, fatnað, rafmagnstæki og sitthvað fleira. Fréttir eru teknar að birtast í auknum mæli í kín- verskum fjölmiðlum um, að börn séu ráðin til vinnu á smánarlaun- um, t.d. á fríverslunarsvæðinu Shenzhen í Suður-Kína. Það er jafnvel talað um að börn allt niður í 10 ára aldur séu við störf í allt að 15 klukkustundir á dag sjö daga vikunnar. Auðvitað eru viðkom- andi atvinnurekendur að brjóta kínversk lög og alþjóðleg með þessu háttalagi, en þá bregður svo við að kommúnistarnir veigra sér við að ráðast til atlögu við hina erlendu arðræningja; þeir vilja ekki flæma burt er- lendar fjárfestingar... (Byggt á Spiegel) Maradona áfram í Puma-skóm Þvert á allar spár mun dýrasti knattspyrnumaður heims, Diego Maradona, halda áfram að sækja að marki í Puma-skóm næstu árin. Langtímasamningur milli Maradona og framleiðslufyr- irtækisins rann út árið 1987 og leit lengi út fyrir að ekkert fram- hald yrði á samvinnu arg- entínska snillingsins og fyrirtæk- isins. Maradona sem er 28 ára gamall krafðist 10 ára samnings Gull verður ódýrara Verð á gulli hefur farið lækkandi að undanförnu samhliða góðu gengi í efnahagslífi Vesturlanda. Fyrir þremur árum kostaði kílóið af gulli 34.000 v-þýsk mörk en kostar nú um 24 þúsund. Á þessu ári hefur verðfallið verið mest; um áramótin kostaði úns- an af gulli um 500 dollara en er komin í um 400 dollara um þess- ar mundir. Þessi verðþróun hefur bitnað harkalegast á hvítu minni- hlutastjórninni í Suður-Afríku, sem hefur tapað um tveimur mil- Ijörðum dollara á ársgrundvelli vegna verðfallsins. Til að freista þess að hækka verð á gulli á heimsmarkaði drógu Suður-Afr- íkumenn saman framleiðsluna um tíma, en án árangurs, því önnur lönd juku að sama skapi sína framleiðslu. Þessi þróun leiddi einnig til þess að hlutabréf í með árlegum greiðslum sem námu tugum milljóna króna. Fyrirtækið hafði hins vegar gengið í gegnum erfiðleikatíma- bil 1986 og ’87 með taprekstri og bauð því minna fé og styttri samningstíma. Þetta stóð í járn- um þar til japanskt verslunarfyrir- tæki, Itho, leitaði hófanna um samninga við Maradona. Itho og Puma gerðu síðan baksamning til fjögurra ára og mun Maradona því áfram skora mörk með Puma-skóm. Gullið brætt í Suður—Afríku. gullnámum í Suður-Afríku féllu í verði um 75%. Og þau eiga eftir að lækka enn; Bandaríkjaþing hefur þrýst á umfangsmeiri við- skiptahömlur á hvítu stjórnina í Suður Afríku, — sem felast í því að Bandaríkjamönnum og fyrir- tækjum þeirra er gert að selja hlutabréf sín í námum Suður Afr- íku. Það mun leiða til enn meira verðfalls hlutabréfanna... (Byggt á Spiegel/óg) SENDIBÍLASTÖÐIN HF. BORGARTÚNI 21 áS SÍMI 25050 áS REYKJAVÍK 68

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.