Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 12
INNLENT Þyrfti að fella gengið um 30% Viðtal við Pál Jónsson, fram- kvœmdastjóra Meitilsins hfí Þor- lákshöfn. — Ef ég væri ekki bjartsýnn á framtíð fiskvinnslunnar þá væri ég löngu hættur í þessu. En staðan er rnjög slæm og því miður virðist ríkisvaldið einungis ætla að taka á hluta þess vanda sem sjávarútvegurinn á við að stríða. Það vantar ekki aðeins nokkra milljarða í reksturinn, licldur sjálfan rekstr- argrundvöllinn. Með fastgengisstefnunni og rangri gengisskráningu hafa stjórnvöld ýtt fiskvinnslufyrirtækjunum í landinu út á ystu nöf. Gengið í dag er skráð allt að 30% of hátt, sagði Páll Jónsson þegar Þjóðlíf leitaði álits hans á stöðu fiskvinnslunnar í dag. — Frystingin er ein öruggasta aðferðin sem við þekkjum í dag til að geyma hráefni sem ferskast. Ég tel það því alveg augljóst að frystingin sé ekkert að leggjast niður. Þær raddir hafa reyndar ágerst nokkuð að undan- förnu að frystingin sé úrelt og að íslendingar eigi að einbeita sér að svokölluðum fersk- fiskútflutningi. Þetta sjónarmið er byggt á miklum misskilningi því markaðurinn fyrir ísfisk er ekki mjög stór. Einnig er fjarlægð landsins frá þessum mörkuðum það mikil að þessi fiskur er oft á tíðum orðinn of gamall þegar hann kemur til neytenda, og slíkt getur skaðað allan okkar fiskútflutning. í sjálfu sér er ég þó ekkert á móti þessum útflutningi ef staðið er skynsamlega að honum og rnarkað- ur er fyrir hendi. — Það er nokkuð algeng skoðun að vandi fiskvinnslunnar stafi af miklum fjárfesting- um. Hér er urn mikinn misskilning að ræða, því í raun og veru hafa fyrirtækin lítið fjárfest á síðastliðnum árum. Uppbyggingin og end- urnýjunin í þessari atvinnugrein hefur átt sér stað yfir mjög langan tíma og er í raun stans- laust í gangi. Við stöndum í gríðarlegri sam- keppni á erlendum mörkuðum og neyðumst því hreinlega til að bæta stöðugt framleiðslu- vörur okkar, auka nýtnina og hraða fram- leiðsluferlinu. Ég get hins vegar fullyrt að kostnaðurinn við endurnýjun og uppbygg- ingu í fiskvinnslunni er hlutfallslega minni þar, sé miðað við hlutfall af framleiðsluverð- mætum, hcldur en í mörgum öðrum atvinnu- greinum. Og þessar fjárfestingar hafa marg- falt borgað sig til baka. Hvað finnst þér um þá þróun að frystingin flytjist um borð í fiskiskipin? — Ég hef ekkert nema gott um sjófrysting- una að segja. Um borð í skipunum er unnið allan sólarhringinn þannig að nýting á tækj- um og vélum er mjög góð. Skipin eru liins- vegar fulllítil til þess að hægt sé að stunda sérhæfða framleiðslu um borð í þeim. Enn sem kornið er sé ég því ekki fyrir mér að sjófrystingin nái að leysa landfrystinguna af hólmi. En hvað framtíðin ber í skauti sér þori ég ekkert að fullyrða um. Ég tel hinsvegar alveg sjálfsagt að nýta alla þá þætti fisk- vinnslunnar sem á annað borð skila okkur peningum. — Það væri mjög óskynsamlegt að mínu mati að fjölga þessum frystiskipum mikið á næstunni, því þau eru nú þegar orðin á átt- unda tug. Islendingar hafa allt of oft brennt sig á offjárfestingum í óhagkvæmum hlutum. Hvaða möguleikar eru til nýsköpunar í fiskvinnslunni að þínu mati? — Eg tel að fiskvinnslan á íslandi eigi heilmikla framtíð fyrir sér, verði rétt haldið á spöðunum. Það má auka hagræðinguna til muna, þó svo að mikil þróun hafi þegar átt sér stað í þá átt á síðastliðnum árum. Tækn- inni fleygir fram og að sjálfsögðu nýtist hún í þessari framleiðslu. — Þróunin mun sjálfsagt verða sú að ís- Fjármagnskostnaðurinn glórulaus — Fiskvinnlufyrirtækin eiga í stórkost- legum vanda fyrst og fremst vegna hins glórulausa fjármagnskostnaöar, sagði Að- alsteinn Jónsson forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjaröar, er Þjóðlíf innti hann eftir áliti á stöðu sjávarútvegsfyrirtækja í landinu. — Eðlilegur fjármagnskostnaður ætti ekki að vera nema þriðjungur af því sem hann hefur verið. Ef fjármagnskostnaður- inn væri eðlilegur og gengi rétt skráð þá myndu vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi ganga þokkalega að mínu mati. — Hvað gengið áhrærir þá verður að sjálfsögðu að skrá það með hliðsjón af stöðu sjávarútvegsfyrirtækjanna. Annað er rökleysa. Ef grundvöllur fyrir rekstri út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækja er ekki fyrir hendi, þá er í rauninni tilvist íslensks samfélags ógnað. Ekki veit ég hvort það hjálpar í þessum efnum að vera með upp- boðsmarkað á gengi eða tengjast evrópum- ynt, enjró læðist stundum að mér sá grunur að við Islendingar gæturn fyrst lært að um- gangast fjármuni með tilhlýðilegri virðingu ef við tengdumst öðru efnahagskerfi og losnuðunt við verðbólgu og aðra óáran sem löngum hefur einkennt okkar eigið. — Hvað varðar austfirsk sjávarútvegs- fyrirtæki þá eru erfiðleikar þeirra mismikl- ir. Sum stærri fyritækjanna hér eystra hafa t.d. loðnubærðslur og eru þær ótvírætt mik- il búbót nú á tímum. Þá notfæra mörg fyrir- tæki sér þá möguleika sem síldveiðin í fjörðunum skapar. En þrátt fyrir allt og allt eru rekstrarskilyrði fiskvinnsíufyritækja al- mennt slæm og stafar það af allt of háum fjármagnskostnaði og tregðu stjórnvalda til að skrá gengi rétt með hliðsjón af því hvað er útflutningsfyrirtækjunum nauðsynlegt, sagði Aðalsteinn Jónsson (Alli ríki) að lok- um. Smári Geirsson. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.