Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 42
42 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 E itt helsta umkvört­ unarefni stjórnenda og starfsmanna fyrir­ tækja þegar rætt er um störf þeirra eru fundir. Í þá fer gríðarlegur tími en um leið eru þeir nauðsyn- legir til að miðla upplýsingum, eiga samræður við samstarfs- menn, fá fram hugmyndir og styrkja hópinn. Við munum aldrei geta útrýmt fundum en það er svo sannarlega hægt að gera betur í þessu efni. Höfundur bókarinnar The Mod ern Meeting Standard leggur til í bókinni fjölmörg góð ráð og vekur lesandann til umhugsunar um fundi, tilgang þeirra, tegundir og hvernig við umgöngumst þá. Í upphafi bókar byrjar hann á að skil­ greina hvað er fundur og hvað er ekki fundur. Hann staðhæfir að samtöl við samstarfsmenn, hópvinna og hugarflug séu ekki fundir í eiginlegri merk­ ingu þess orðs og við ættum að hætta að líta á þessi samskipti sem fundi og útskýrir hvers vegna. Með því erum við vissu­ lega búin að fækka fundum umtalsvert. Hvað eru þá fundir? Samkvæmt höfundi eru fund ir aðeins leið til að kynna ákvörð ­ un sem þegar hefur verið tekin, ná fram mótstöðu og sam ræma aðgerðir við að hrinda henni í framkvæmd. Út frá þessu lykil­ atriði setur hann fram sjö lögmál markvissra funda (sjá texta í ramma) sem eru leiðarvísir til þess að gera fundi markvissari og hagkvæmari fyrir fyrirtækið. Þessi hugmyndafræði kallar á að ALLIR innan fyrirtækisins til- einki sér þessa breyttu hugsun og fari meðvitað að leita leiða til að fækka fundum. Aðeins samhent átak dugar til þess að brjóta fundapúkann á bak aftur svo við höfum meiri tíma til að sinna hlutum sem raunverulega skipta máli og færa fyrirtækið fram á við. Í því mikilvæga atriði liggur líklega mesti galli bókar- innar því það að innleiða eins mikla breytingu innan skipulags­ heilda er gríðarlegt átak, en alls ekki ómögulegt og miðað við ofangreindar staðreyndir um tíma sem sóað er á fundum fylli­ lega fyrirhafnarinnar virði. Fundir ættu að vera síðasta úrræðið Alla jafna eru fundir flokkaðir með öðrum samskiptaleiðum eins og tölvupósti, símtölum og minnisblöðum. Höfundur stað hæfir að það sé ekki rétt og segir: „Fundir eru of dýrir og of truflandi til að að við getum rétt­ lætt það að við notum þá eins og hvert annað samskiptaform eins og að flytja tilkynningar, skýra mál eða jafnvel safna sam an visku. Fundir ættu að vera síðasta úrræðið, eins og stríð, til að miðla upplýsingum.“ Hugsanlega með því að beita öðrum samskiptaleiðum áður en við köllum til fundar hefur okkur tekist að fækka fundum nokkuð. Alltof oft er það svo að kallað er til fundar „ósjálfrátt“ þegar hægt er að miðla þeim upplýsing- um sem um ræðir með öðrum ódýrari og hraðvirkari hætti. Ein stærð hentar ekki öllum Í bókinni er mikil áhersla lögð á að allir í fyrirtækinu fylgi leiðbeiningum höfundar. Það getur reynst erfitt og hættulegt að alhæfa um að leið höfundar henti öllum fyrirtækjum. Helsti kostur bókarinnar er að hún er fljótleg aflestrar og inniheldur einföld ráð sem allir ættu að geta nýtt upp að einhverju marki þó svo að ekki verði farið í alls herjar innleiðingu á breyttri funda menn ­ ingu ef form höfundar hentar ekki óbreytt. Víst er að til mikils er að vinna. sjö lögmál markvissra funda 1. Þeir styðja ákvörðun sem þegar hefur verið tekin. Með þessu er höfundur að hvetja til þess að aðeins sé safnað nauðsynleg­ um upplýsingum til að byggja ákvarðanatöku á. Einstaklingurinn á að taka ákvörðun byggða á gögn­ um sem hann hefur safn­ að. Með öðrum orðum: Ef þú þarft á inn leggi frá mér að halda áður en þú getur tekið ákvörðun þá verður það að gerast persónulega í samtali – ekki á fundi. „Höfundur bókar­ innar The Mod ern Meeting Standard leggur til í bókinni fjölmörg góð ráð og vekur lesandann til umhugsunar um fundi, tilgang þeirra, tegundir og hvernig við umgöngumst þá.“ Að gera alla fundi að fundum sem skila árangri! Í bókinni The Modern Meeting Standard ræðst Al Pittampalli til atlögu við gagnslitla fundi og leggur til leið sem fyrirtæki geta farið til að nýta sem best þá fjármuni sem fara í fundi í formi tíma þátttakenda. TexTi: unnur valborG HilMarsdÓTTir Unnur Valborg Hilmarsdóttir stjórnendaþjálfari hjá vendum sem skila árangriFundir bækur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.