Þjóðlíf - 01.04.1990, Qupperneq 5

Þjóðlíf - 01.04.1990, Qupperneq 5
SAKLAUS í FANGELSI Fylkisstjórn Nova Scotia bað Donald Marshall Jr. afsökunar hinn 7. febrúar síðastliðinn. Það tók fylkið hartnær átta ár að átta sig á því að það þyrfti að biðja Marshall afsökunar fyrir að hafa haldið honum í fangelsi í 11 ár fyrir morð sem hann framdi ekki. Fylkið þurfti einnig að biðja Marshall afsökunar fyrir hönd áfrýjunardómstóls fylkisins sem kvað upp þann dóm árið 1983 að Marshall væri saklaus af morðákærunni en dóm- ararnir fimm bættu við að Marshall væri sinnar eigin ógæfu smiður og að réttar- kerfið hefði ekki brugðist... 22-23 VILDI EKKI VERÐA SKÓSVEINN KARPOVS „Við fyrstu sýn virðist þetta vera gamall maður; hefur misst nánast allt hárið, hvítt það litla sem eftir er. Hann brosir gjarnan en hæglátt fas hans stingur í stúf við þá blaðskellandi hávaðasemi sem gjarnan fylgir amerískum skák- mönnum. Það leynir sér þó ekki að und- ir hógværu yfirborðinu býrfesta og ein- urð. Þessa eiginleika hefur hann stælt í áralangri baráttu við kerfið í Sovét. Nú er hafið nýtt líf í nýju landi; þrátt fyrir hvíta hárið er hann ekki nema rúmlega fertugur..“. —Áskell Örn Kárason tekur Boris Guylko tali... ________________14-15 ALMENNINGS- HLUTAFÉLAG í SMÁSÖLU- VERSLUN Hlutafélagsformið er betra í áhættu- rekstri með mikla fjárþörf, segir Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Mikla- garðs hf. -Samvinnurekstur á erfitt upp- dráttar. Hlutafélagið Mikligarður hf. yfir- tekur allan verslunarrekstur Kaupfé- lags Reykjavíkur og nágrennis. Jafnhliða stendur yfir hlutafjársöfnun og markmiðið erað safna 250 milljónum í hlutafé fyrir 1. maí í fyrsta almennings- hlutafélaginu sem stofnað er um smá- söluverslun á höfuðborgarsvæðinu... 59 Eiturlyfjavaiidaniál Að undanförnu hafa borist fregnir af því að framboð á hvers konar fíkniefnum hafi aukist hér á landi. Neytendum fjölgar að sama skapi og eiturlyf, eins og kókaín, sem áður voru notuð af þröngum hópum, dreifast nú víðar og til yngra fólks. Það er einnig talið að verð á eiturlyfjum fari lækkandi á markaðnum, einnig á „uppadóp- inu“ kókaíni. Þá hefur komið fram að á tíu ára tímabili hafi 57 einstaklingar, sem hafa verið á skrá hjá fíkniefnalögreglunni, látist en meðalaldur þeirra er 29 ár. í stóra kókaínmálinu sem fjallað er um í Þjóðlífi að þessu sinni er talið að innflutt magn hafi numið allt að einu kílói af þessu efni og slegið er á að markaðsverðmæti þess sé á bilinu 20 til 40 milljónir króna. Þessar tölur gefa vísbendingu um umfang þessa máls, sem er að ýmsu leyti sérkennilegt. Þó flestir séu sammála um að beita þurfi ýtrustu lagalegri hörku í málum af þessum toga til að stemma stigu við útbreiðslu eitursins, þá verður einnig að gæta mannréttinda hinna brotlegu og tryggja heiðarlega málsmeðferð. í fíkniefnamálum hérlendis hefur staða dómara, sem gerði hvorttveggja í senn að stjórna rannsókn og dæma, löngum verið álitamál. Sömuleiðis hefur harkalegri einangrun verið beitt gagnvart fólki, einangrun sem menn hljóta að setja spurningamerki við. Þannig hefur t.d. maður sem neitar sakargiftum staðfastlega þurft að sæta einangrunarvist í rúmt hálft ár. Auðvitað verðum við að tryggja réttarstöðu einstaklinga og mannréttindi, þó þeir séu grunaðir um alvarleg afbrot, ef við viljum búa við réttarríki. Það hefur löngum verið litið á neyslu fíkniefna sem sjúkdómseinkenni á þjóðfé- lögum. Og þá koma fleiri efni en kókaín til álita. Þannig er t.d. litið á útbreiðslu alkahólisma í Sovétríkjunum sem sjúkdómseinkenni á þeirri þjóðfélagsgerð sem þar er við lýði. Nýverið ályktuðu matvörukaupmenn í höfuðborginni um að áfengi ætti að vera til sölu í matvöruverslunum. í sjálfu sér er matvörukaupmönnum vorkunn, þar sem nokkrir stórmarkaðir hafa fengið áfengisútsölur í sínar hallir og þar með glætt sölu á kostnað hinna smærri. En ef litið er til þess að áfengi er fíkniefni, er hugmyndin um að auka framboð á því aldeilis fráleit. Hins vegar eru slíkar hugmyndir til marks um andvaraleysi jafnvel bestu manna gagnvart fíkniefnum. Notkun og dreifing fíkniefna er til marks um það á íslandi eins og í Sovétríkjunum, í New York eins og í Neskaupstað, að þjóðfélagi sé ábótavant, það sé að einhverju leyti sjúkt. Fagurt mannlíf og heilbrigt þjóðfélag er andsvar við notkun vímuefna. Fréttir um vaxandi dreifingu og notkun fíkniefna hér á landi er alvarleg viðvörun til okkar allra. Fórnarlömb eiturlyfjanotkunar eru að meirihluta ungt fólk sem ætti að eiga lífið framundan. Þeir sem ánetjast þeim kalla yfir sig óhamingju, sem leggst af fullum þunga á þeirra nánustu. Eiturlyfjanotkun er vandi einstaklinga, fjölskyldna og samfélagsins alls. Við viljum heilbrigða einstaklinga, fagurt mannlíf og opið og lýðræðislegt samfélag. Það þurfa allir að leggjast á eitt gegn sjúku þjóðfélagi vímuefnanna. Óskar Guðmundsson. Sveitastjórnarkosningarnar í næsta tölublaði Þjóðlífs verður fjallað ýtarlega um sveitastjórnarkosningarnar 26. maí n.k. Reiknað er með að blaðið komi út um 15. maí. -Útg. Úlgcfandi: Félagsútgáfan h.f, Vesturgötu 10, box 1752,121 Reykjavík, sími 621880. Framkvæmdastjúrn Félagsiitgáfimnar: Björn Jónasson, Jóhann Antonsson, Skúli TTioroddsen. Stjórn: Svanur Kristjáns- son, Bjöm Jónasson, Ásgeir Sigurgestsson, Guðmundur Ólafsson, Jóhann Antonsson, Birgir Árna- son, Skúli Thoroddsen, Albert Jónsson, Hallgrímur Guðmundsson, Ámi Sigurjónsson. Ritstjóri Þjóðlífs: Óskar Guðmundsson. Blaðam.: Páll Vilhjálmsson, Einar Heimisson, Sævar Guðbjömsson. Setn. o.fl.: María Sigurðardóttir. Prófcirk: Guðrún. Fréttaritarar: Arthúr Björgvin Bollason (Mu- nchen), Guðmundur Jónsson (London), Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurð- ardóttir (Finnlandi), Ingólfur V. Gíslason (Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Yngvi Kjartansson (Osló), Árni Snævarr (París). Forsíða, hönnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Ljósm. á forsíðu: Guðmundur Ingólfsson. Skrifstofustjóri: Guðrún Björk Kristjánsdóttir. Bókhald: Jón Jó- hannesson. Framkvæmdastjóri: Lára Sólnes. Auglýsingar: Hörður Pálmarsson. Markaður: Hrannar Björn. Prentvinnsla: G. Ben. prentstofa hf. Kópavogi, sími: 641499. Blaðamenn símar: 623280 og 622251. Ritstjóri: 28230. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. ÞJÓÐLÍF 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.