Þjóðlíf - 01.04.1990, Qupperneq 13

Þjóðlíf - 01.04.1990, Qupperneq 13
Jórunn Sörensen á flóamarkaði Sambands dýraverndunarfé- laga. Ef farið væri eftir lögun- um þyrfti enga dýravernd. INNLENT I DYRAVERND I BLÓÐINII Spjallað við Jórunni Sörensen formann Sambands dýraverndunarfélaga Islands. Flóamarkaður stendur undir dýravernd Mánudagarnir eru fjörugastir á flóa- markaðnum í kjallaranum í Hafnarstræti 17. Alls konar fólk kemur til að róta í fötum sem hægt er að fá fyrir spottprís; pilsið fer á eitt hundrað og fimmtíu kall og buxur á sama verði, kjóllinn á tvö hundruð og peysa kostar á bilinu hundr- að til hundrað og fimmtíu krónur. Þó að mest beri á fötum er ýmislegt annað að finna á flóamarkaðnum, til dæmis bækur, mataráhöld, húsgögn og sitthvað fleira. Veltan er ekki mikil þegar verðlagið er svona lágt. - Það er góður dagur þegar við náum inn 5000 krónum, segir Jórunn Sörensen formaður Sam- bands dýraverndunarfélaga. Dýraverndunarfélagið hefur rekið flóamarkað í rúman áratug, fyrst á Bók- hlöðustíg en lengst af í Hafnarstræti. Tekjurnar af markaðnum fara í rekstur félagsins. — Við vinnum að dýravernd á breiðum grundvelli. I félaginu starfa saman rjúpna- skyttur og fuglavinir. Okkar markmið er að dýrum líði vel á meðan þau eru lifandi, segir Jórunn. Hún segir ótrúlega illa farið með sum dýr og nefnir loðdýrin sérstak- lega. Þessi villtu dýr eru mjög óhamingju- söm og missa á endanum vitið þegar þau eru lokuð inni í búrum. — Ég ætla dýrum ekki mannlega eigin- leika, en þau verða að fá tækifæri til að veita eðli sínu útrás og það geta villt dýr ekki þegar þau eru lokuð í búri. Jórunn hefur verið í stjórn Dýravernd- unarfélagsins frá árinu 1972 og líklega hef- ur hún áhugann á dýravernd í blóðinu því faðir hennar, Valdimar Sörensen, og móðurafi, Jón Gunnlaugsson, störfuðu báðir í félaginu. Þær manneskjur sem, vegna sannfær- ingar sinnar, eyða miklum tíma og starfs- þreki í það að hrinda hugsjónum í fram- kvæmd fmnst stundum lítið miða. Jórunn er engin undantekning og segir tilfmning- una líkasta því að berja höfðinu við stein. Hún fann fyrir tilgangsleysinu þegar hún, kaldan miðvikudag í vetur, norpaði í kjallaranum og seldi lítið. Jórunn stendur vaktina á miðvikudögum og er þess vegna kölluð „miðvikudagsflóin“. Stallsystur Jórunnar sjá um markaðinn hina tvo viku- dagana sem opið er, mánudaga og þriðju- daga, en markaðurinn er opinn frá klukk- an tvö til sex þessa daga. — Fólk hefur ekki áhuga á dýravernd, það gefur þessum málum ekki gaum, lík- lega er það of upptekið við að vinna fyrir efnislegum gæðum. Tómlæti almennings og andúð hags- munaaðila eru erfiðustu torfærurnar í starfi Dýraverndunarfélagsins. Jórunn hefur fengið yfir sig skammir og gífuryrði og henni var einu sinni stefnt fyrir dóm. Það gerðu forráðamenn Sædýrasafnsins vegna afskipta Jórunnar af aðbúnaði dýr- anna í safninu. Það er ekki sannfæringin ein sem fær menn til að starfa í áhugasam- tökum. Stundum er áhugastarfið yfirvarp til að tryggja hagsmuni. Jórunn var í stjórn Landverndar í nokkur ár og kann að segja frá því þegar æðarbóndi í samtök- unum kom með þá tillögu að eitrað skyldi fyrir mávum og þeir veiddir í net, en það er kvalafull veiðiaðferð. Með þeim hætti skyldi komið í veg fyrir að mávurinn spillti æðarvarpinu. — Þarna var bóndinn að verja sína hagsmuni fyrir náttúrunni en ekki náttúr- una fyrir ágangi okkar mannanna, segir Jórunn og bætir kímin við, kannski er líka eitthvað um þetta hjá okkur í Dýravernd- unarfélaginu, en maður vill ekki taka eftir því. í sumar eru liðin 76 ár frá því að Dýra- verndunarfélag Reykjavíkur var stofnað, en fyrsti formaður þess var Tryggvi Gunnarsson þingmaður og bankastjóri. Félagið hefur tvívegis breytt nafni sínu en markmiðið er ávallt það sama; að vinna að sómasamlegum aðbúnaði málleysingja. Forsenda þess að markmiðið náist er að samtökunum berist upplýsingar um mis- þyrmingu og vanhirðu dýra. Á vegum Dýraverndunarfélagsins starfa hátt á ann- að hundrað trúnaðarmenn vítt og breitt um landið. „Þeir eru augu okkar og eyru,“ segir Jórunn, en hún kynntist trúnaðar- mannakerfmu í Danmörku árið 1973 og útfærði það hér. Oddvitar í hverjum hreppi eru beðnir að tilnefna trúnaðar- mann sem hefur beint samband við Dýra- verndunarfélagið ef þörf er á. Dýraverndunarfélagið á fulltrúa í Dýra- verndunarnefnd ríkisins sem meðal ann- ars beitir sér fyrir lagasetningu um með- ferð og aðbúnað dýra. En lög koma fy rir lítið ef þeim er ekki hlýtt. Á hálfrar aldar afmæli dýraverndunarsamtaka á íslandi skrifaði rithöfundurinn Guðmundur Hagalín grein í tímaritið Dýraverndarann þar sem hann rifjaði upp sögu málstaðar- ins. Þar segir hann að Dýraverndunarfé- lagið hafi átt „í sífelldri baráttu við skepnuníðinga, lagaverði og ráðherra, og er það sama sagan og gerist enn í dag. Lög eru samþykkt, reglugerðir settar, og svo reynist löggæslan haldlaus og ekki eftir því gengið frá yfirmönnum hennar, að hún sé meira en nafnið tómt, þegar til tekur dýranna og annars vegar eru menn, sem ýmist er vorkennt -eða eiga hagsmuna að gæta í bili og eiga sér örugga talsmenn, frændur, vini eða stéttarbræður.“ — Ef farið væri eftir lögunum þyrfti enga dýravernd, segir Jórunn og staðfestir að enn vanti mikið á að málstaður dýranna sé virtur. Þess vegna halda konurnar í kjallaranum í Hafnarstræti áfram að reka flóamarkaðinn, til að klæða fólk og hjálpa dýrum. -pv ÞJÓÐLÍF 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.